Stór skriða féll í Dyrhólaey: "Stígurinn sem alltaf er genginn liggur bara beint út þetta“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. maí 2015 15:40 Sem betur fer fór ekki ver. „Ég gekk bara fram á þetta með hóp af ferðamönnum núna í hádeginu,“ segir Aron Reynisson, leiðsögumaður, í samtali við Vísi. Stór skriða féll í Dyrhólaey og tók í sundur göngustíg sem er iðulega notaður. „Það er stígur þarna meðfram brúninni og mér skilst að þetta sé á svipuðum stað og þegar fólkið féll niður fyrir nokkrum árum,“ segir Aron en árið 2012 féllu fjórir ferðamenn niður af syllu í eyjunni.Sjá einnig: Féllu af syllu í Dyrhólaey Þrír þeirra slösuðust illa og einn af þeim fótbrotnaði. Björgunarsveitamenn og þyrla Landhelgisgæslunnar voru þá kölluð til vegna slyssins. „Við sem leiðsögumenn erum vel meðvitaðir um hættuna þarna. Það er girðing á staðnum en hún nær bara ekki alla leið. Stígurinn sem alltaf er genginn liggur bara beint út þetta. Ég myndi giska á að þetta væru nokkur hundruð rúmmetrar sem fóru þarna niður,“ segir Aron en ferðamenn hafa verið að skoða svæðið í dag. Hér að neðan má sjá færslu frá Aroni sem hann birti á Facebook-síðu sinni. Þar má sjá myndir frá vettvangi.Stórt skriða fallin í Dyrhólaey. Hluti af göngustígnum með...Posted by Aron Reynisson on 4. maí 2015 Hér má sjá magnað viðtal við hjónin Jeorden Graaf og Irmgard Fraune frá árinu 2012 en þau sluppu ótrúlega vel þegar þau féllu niður syllu í Dyrhólaey árið 2012. Í dag var tilkynnt um mikið hrun úr bjarginu við Dyrhólaey. Meðfram bjarginu liggur merkt gönguleið frá vitanum sem...Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Monday, 4 May 2015 Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ástandinu við Dyrhólaey líkt við stríð Aukin harka hefur færst í deiluna um lokun Dyrahólaeyjar. Umhverfisstofnun hyggst kæra skemmdarvarga til lögreglu en skiltum var stolið á Dyrhólaey og stjakað við starfsmönnum sem huggðust loka eyjunni fyrir mannaferðum. 13. júní 2011 19:11 Sluppu vel eftir 40 metra fall Tveir ferðamenn, karl og kona, sluppu ótrúlega vel þegar brún á Lágey Dyrhólaeyjar, sem þau stóðu á, gaf sig um hádegisbil í gær. 25. maí 2012 11:00 Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Kraftaverk að sleppa lifandi eftir 40 metra fall Það er kraftaverk að við séum á lífi, segja hjónin sem lifðu af allt að fjörutíu metra fall með skriðu stórgrýtis við Dyrhóley fyrir helgi. "Ég hélt að mín hinsta stund væri upprunnin," segir Jeorden Graaf, vélarverkfræðingur. "Fyrst móður náttúru tókst ekki að slíta okkur í sundur í þessum hamförum, er okkur ekki skapað að skilja," segir Irmgard Fraune, leikskólakennari. 29. maí 2012 19:54 Göngustígurinn í Dyrhólaey færður vegna slyss Göngustígurinn við Dyrhólaey, þaðan sem hollensku hjónin hrundu fyrir helgi, hefur verið færður allt að áttatíu metra frá bjargbrúninni. Teymi skriðufallasérfræðinga frá Veðurstofunni er væntanlegt austur í dag til rannsaka bergið. 30. maí 2012 12:18 Aðgangur að Dyrhólaey takmarkaður Umhverfisstofnun hefur ákveðið að takmarka umferð um Dyrhólaey frá og með deginum í dag til 12. maí næstkomandi. Er þetta gert til að vernda fuglalíf á eyjunni. 5. maí 2012 13:51 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
„Ég gekk bara fram á þetta með hóp af ferðamönnum núna í hádeginu,“ segir Aron Reynisson, leiðsögumaður, í samtali við Vísi. Stór skriða féll í Dyrhólaey og tók í sundur göngustíg sem er iðulega notaður. „Það er stígur þarna meðfram brúninni og mér skilst að þetta sé á svipuðum stað og þegar fólkið féll niður fyrir nokkrum árum,“ segir Aron en árið 2012 féllu fjórir ferðamenn niður af syllu í eyjunni.Sjá einnig: Féllu af syllu í Dyrhólaey Þrír þeirra slösuðust illa og einn af þeim fótbrotnaði. Björgunarsveitamenn og þyrla Landhelgisgæslunnar voru þá kölluð til vegna slyssins. „Við sem leiðsögumenn erum vel meðvitaðir um hættuna þarna. Það er girðing á staðnum en hún nær bara ekki alla leið. Stígurinn sem alltaf er genginn liggur bara beint út þetta. Ég myndi giska á að þetta væru nokkur hundruð rúmmetrar sem fóru þarna niður,“ segir Aron en ferðamenn hafa verið að skoða svæðið í dag. Hér að neðan má sjá færslu frá Aroni sem hann birti á Facebook-síðu sinni. Þar má sjá myndir frá vettvangi.Stórt skriða fallin í Dyrhólaey. Hluti af göngustígnum með...Posted by Aron Reynisson on 4. maí 2015 Hér má sjá magnað viðtal við hjónin Jeorden Graaf og Irmgard Fraune frá árinu 2012 en þau sluppu ótrúlega vel þegar þau féllu niður syllu í Dyrhólaey árið 2012. Í dag var tilkynnt um mikið hrun úr bjarginu við Dyrhólaey. Meðfram bjarginu liggur merkt gönguleið frá vitanum sem...Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Monday, 4 May 2015
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ástandinu við Dyrhólaey líkt við stríð Aukin harka hefur færst í deiluna um lokun Dyrahólaeyjar. Umhverfisstofnun hyggst kæra skemmdarvarga til lögreglu en skiltum var stolið á Dyrhólaey og stjakað við starfsmönnum sem huggðust loka eyjunni fyrir mannaferðum. 13. júní 2011 19:11 Sluppu vel eftir 40 metra fall Tveir ferðamenn, karl og kona, sluppu ótrúlega vel þegar brún á Lágey Dyrhólaeyjar, sem þau stóðu á, gaf sig um hádegisbil í gær. 25. maí 2012 11:00 Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Kraftaverk að sleppa lifandi eftir 40 metra fall Það er kraftaverk að við séum á lífi, segja hjónin sem lifðu af allt að fjörutíu metra fall með skriðu stórgrýtis við Dyrhóley fyrir helgi. "Ég hélt að mín hinsta stund væri upprunnin," segir Jeorden Graaf, vélarverkfræðingur. "Fyrst móður náttúru tókst ekki að slíta okkur í sundur í þessum hamförum, er okkur ekki skapað að skilja," segir Irmgard Fraune, leikskólakennari. 29. maí 2012 19:54 Göngustígurinn í Dyrhólaey færður vegna slyss Göngustígurinn við Dyrhólaey, þaðan sem hollensku hjónin hrundu fyrir helgi, hefur verið færður allt að áttatíu metra frá bjargbrúninni. Teymi skriðufallasérfræðinga frá Veðurstofunni er væntanlegt austur í dag til rannsaka bergið. 30. maí 2012 12:18 Aðgangur að Dyrhólaey takmarkaður Umhverfisstofnun hefur ákveðið að takmarka umferð um Dyrhólaey frá og með deginum í dag til 12. maí næstkomandi. Er þetta gert til að vernda fuglalíf á eyjunni. 5. maí 2012 13:51 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Ástandinu við Dyrhólaey líkt við stríð Aukin harka hefur færst í deiluna um lokun Dyrahólaeyjar. Umhverfisstofnun hyggst kæra skemmdarvarga til lögreglu en skiltum var stolið á Dyrhólaey og stjakað við starfsmönnum sem huggðust loka eyjunni fyrir mannaferðum. 13. júní 2011 19:11
Sluppu vel eftir 40 metra fall Tveir ferðamenn, karl og kona, sluppu ótrúlega vel þegar brún á Lágey Dyrhólaeyjar, sem þau stóðu á, gaf sig um hádegisbil í gær. 25. maí 2012 11:00
Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30
Kraftaverk að sleppa lifandi eftir 40 metra fall Það er kraftaverk að við séum á lífi, segja hjónin sem lifðu af allt að fjörutíu metra fall með skriðu stórgrýtis við Dyrhóley fyrir helgi. "Ég hélt að mín hinsta stund væri upprunnin," segir Jeorden Graaf, vélarverkfræðingur. "Fyrst móður náttúru tókst ekki að slíta okkur í sundur í þessum hamförum, er okkur ekki skapað að skilja," segir Irmgard Fraune, leikskólakennari. 29. maí 2012 19:54
Göngustígurinn í Dyrhólaey færður vegna slyss Göngustígurinn við Dyrhólaey, þaðan sem hollensku hjónin hrundu fyrir helgi, hefur verið færður allt að áttatíu metra frá bjargbrúninni. Teymi skriðufallasérfræðinga frá Veðurstofunni er væntanlegt austur í dag til rannsaka bergið. 30. maí 2012 12:18
Aðgangur að Dyrhólaey takmarkaður Umhverfisstofnun hefur ákveðið að takmarka umferð um Dyrhólaey frá og með deginum í dag til 12. maí næstkomandi. Er þetta gert til að vernda fuglalíf á eyjunni. 5. maí 2012 13:51