Fyrsta íslenska myndin í fullri lengd sem er hópfjármögnuð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. maí 2015 17:50 Starfsmenn Syðridalsvallar í kvikmyndinni Albatross. mynd/logi ingimarsson „Það er rúmur sólarhringur til stefnu,“ segir Snævar S. Sölvason, leikstjóri kvikmyndarinnar Albatross. Aðstandendur myndarinnar standa í augnablikinu fyrir söfnun á síðunni Karolina Fund til að geta lokið við gerð myndarinnar. „Fjármögnunin hefur tekið heilmikinn kipp síðustu daga. Við höfum sem stendur safnað rúmlega 80% af upphæðinni sem vantar en við þurfum 100% til að þetta geti gerst. Það ætti að duga fyrir eftirvinnslu myndarinnar. Ég veit satt best að segja ekki til þess að íslensk kvikmynd hafi verið hópfjármögnuð og þess eru ekki mjög mörg dæmi að utan,“ segir Snævar. Búið er að taka alla myndina upp en eftir er að ljúka við að klippa hana, vinna hljóðið og semja tónlistina. Þeir sem eiga að sjá um þau verkefni eru sem stendur í startholunum og bíða þess að geta hafist handa. Albatross fjallar um ungan mann sem eltir ástina vestur á Bolungarvík yfir sumartímann. Þar hefur hann fengið sumarstarf á golfvelli bæjarins. Þar bíða hans skrautlegir samstarfsmenn og enn skrautlegri yfirmaður. Verkefnið hófst þegar Snævar ákvað að gera kvikmynd í sumarfríinu sínu í stað þess að fara í venjulegt sumarstarfs. Þá var hann hálfnaður með nám sitt við Kvikmyndaskóla Íslands. Tökum lauk í júlí 2013 og nú á að ljúka við myndina. Stefnt er að því að frumsýna myndina þann 19. júní næstkomandi og mun Sena dreifa myndinni. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að smella hér. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Það er rúmur sólarhringur til stefnu,“ segir Snævar S. Sölvason, leikstjóri kvikmyndarinnar Albatross. Aðstandendur myndarinnar standa í augnablikinu fyrir söfnun á síðunni Karolina Fund til að geta lokið við gerð myndarinnar. „Fjármögnunin hefur tekið heilmikinn kipp síðustu daga. Við höfum sem stendur safnað rúmlega 80% af upphæðinni sem vantar en við þurfum 100% til að þetta geti gerst. Það ætti að duga fyrir eftirvinnslu myndarinnar. Ég veit satt best að segja ekki til þess að íslensk kvikmynd hafi verið hópfjármögnuð og þess eru ekki mjög mörg dæmi að utan,“ segir Snævar. Búið er að taka alla myndina upp en eftir er að ljúka við að klippa hana, vinna hljóðið og semja tónlistina. Þeir sem eiga að sjá um þau verkefni eru sem stendur í startholunum og bíða þess að geta hafist handa. Albatross fjallar um ungan mann sem eltir ástina vestur á Bolungarvík yfir sumartímann. Þar hefur hann fengið sumarstarf á golfvelli bæjarins. Þar bíða hans skrautlegir samstarfsmenn og enn skrautlegri yfirmaður. Verkefnið hófst þegar Snævar ákvað að gera kvikmynd í sumarfríinu sínu í stað þess að fara í venjulegt sumarstarfs. Þá var hann hálfnaður með nám sitt við Kvikmyndaskóla Íslands. Tökum lauk í júlí 2013 og nú á að ljúka við myndina. Stefnt er að því að frumsýna myndina þann 19. júní næstkomandi og mun Sena dreifa myndinni. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að smella hér.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira