Fékk bréf frá eiginkonu mannsins sem hún kyssti í Boston-maraþoninu 5. maí 2015 23:30 Þessi mynd er úr Boston-maraþoninu en þó ekki af fólkinu sem fréttin fjallar um. vísir/getty Saga af kossi í Boston-maraþoninu varð að frétt sem náði athygli allra fjölmiðla í Bandaríkjunum. Kona frá Tennessee, Barbara Tatge, tók áskorun frá dóttur sinni í hlaupinu að kyssa myndarlegan mann. Á ákveðnum stað í hlaupinu bjóða háskólanemendur hlaupurum upp á koss. Tatge kyssti myndarlegan mann og kossinn virtist hafa mikil áhrif á hana því hún reyndi síðan að hafa upp á manninum sem hún vissi ekkert um. Fjölmiðlar gripu málið á lofti og fóru á fullt að auglýsa eftir manninum. Hann fannst á endanum en sá ekki um svara Tatge. Það gerði eiginkona mannsins en hún tók þessu öllu ansi vel. „Við vorum mjög hissa þegar þessi frétt fór á flug. Ég er ekki reið og maðurinn minn hefur heldur betur fengið að finna fyrir því frá vinum okkar," skrifaði eiginkonan en þau hjónin kjósa að halda nafnleysi sínu. Hún skrifaði svo beint til Tatge. „Þó svo þetta séu ekki endalokin sem þú varst að vonast eftir þá dáist ég að framtakssemi þinni og hugrekki. Til hamingju með hlaupið og gangi þér vel í framtíðinni." Enginn rómantískur endir í þessari sögu Tatge en hún horfir fram á veginn og svaraði eiginkonunni. „Þetta var svo fallegt, létt og vel skrifað bréf hjá henni beint frá hjartanu. Maðurinn er heppinn að vera giftur þessari konu," sagði Tatge og baðst um leið afsökunar á því ónæði sem hún hefði valdið hjónunum. Erlendar Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Sjá meira
Saga af kossi í Boston-maraþoninu varð að frétt sem náði athygli allra fjölmiðla í Bandaríkjunum. Kona frá Tennessee, Barbara Tatge, tók áskorun frá dóttur sinni í hlaupinu að kyssa myndarlegan mann. Á ákveðnum stað í hlaupinu bjóða háskólanemendur hlaupurum upp á koss. Tatge kyssti myndarlegan mann og kossinn virtist hafa mikil áhrif á hana því hún reyndi síðan að hafa upp á manninum sem hún vissi ekkert um. Fjölmiðlar gripu málið á lofti og fóru á fullt að auglýsa eftir manninum. Hann fannst á endanum en sá ekki um svara Tatge. Það gerði eiginkona mannsins en hún tók þessu öllu ansi vel. „Við vorum mjög hissa þegar þessi frétt fór á flug. Ég er ekki reið og maðurinn minn hefur heldur betur fengið að finna fyrir því frá vinum okkar," skrifaði eiginkonan en þau hjónin kjósa að halda nafnleysi sínu. Hún skrifaði svo beint til Tatge. „Þó svo þetta séu ekki endalokin sem þú varst að vonast eftir þá dáist ég að framtakssemi þinni og hugrekki. Til hamingju með hlaupið og gangi þér vel í framtíðinni." Enginn rómantískur endir í þessari sögu Tatge en hún horfir fram á veginn og svaraði eiginkonunni. „Þetta var svo fallegt, létt og vel skrifað bréf hjá henni beint frá hjartanu. Maðurinn er heppinn að vera giftur þessari konu," sagði Tatge og baðst um leið afsökunar á því ónæði sem hún hefði valdið hjónunum.
Erlendar Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Sjá meira