Bílaleigurnar birgja sig upp fyrr en áður Finnur Thorlacius skrifar 5. maí 2015 15:52 Sala BL er 23,7% heildarsölunnar á landinu það sem af er ári. Sala bifreiðaumboðanna í aprílmánuði ber greinileg merki sívaxandi ferðamannastraums til landsins og lengra ferðamannatímabils árið um kring. Alls voru skráðir 1433 bílar í fólks- og sendibílaflokki í apríl og keyptu bílaleigurnar 777 bíla, eða 54% flotans. Alls voru 370 bílar frá BL skráðir í mánuðinum, 153 bílum meira en í mars. Alls hefur BL selt 943 bíla það sem af er árinu. Það er 380 bílum meira en á sama tímabili 2014 og er markaðshlutdeild fyrirtækisins á árinu í heild nú 23,7%, þar af 25,8% í apríl. Án sölu til bílaleiga er markaðshlutdeild BL það sem af er ári 25,1%. Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent
Sala bifreiðaumboðanna í aprílmánuði ber greinileg merki sívaxandi ferðamannastraums til landsins og lengra ferðamannatímabils árið um kring. Alls voru skráðir 1433 bílar í fólks- og sendibílaflokki í apríl og keyptu bílaleigurnar 777 bíla, eða 54% flotans. Alls voru 370 bílar frá BL skráðir í mánuðinum, 153 bílum meira en í mars. Alls hefur BL selt 943 bíla það sem af er árinu. Það er 380 bílum meira en á sama tímabili 2014 og er markaðshlutdeild fyrirtækisins á árinu í heild nú 23,7%, þar af 25,8% í apríl. Án sölu til bílaleiga er markaðshlutdeild BL það sem af er ári 25,1%.
Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent