Guðný þarf að hætta 26 ára gömul | Sendi tilfinningaþrungið bréf á liðsfélagana Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2015 07:27 Guðný Björk leggur skóna á hilluna 26 ára. vísir/getty Guðný Björk Óðinsdóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð og íslenska landsliðsins í fótbolta, er hætt í fótbolta aðeins 26 ára gömul. Guðný hefur alla tíð verið ævintýralega óheppin með meiðsli og slitið krossband í hné fjórum sinnum. Þessi mikli stríðsmaður hefur þó alltaf snúið til baka. Hún gerði það enn eina ferðina á þessu tímabili og byrjaði frábærlega. Guðný skoraði eina mark Kristianstad í 1-0 sigri á Umeå í fyrstu umferðinni og þá var allt í góðu. Fyrir annan leikinn gegn Linköping fékk Guðný Björk högg á hnéð í upphitun en ákvað að spila leikinn engu að síður. Í leiknum fékk hún annað högg á hnéð sem varð til þess að hún þurfti að fara í aðgerð. Þetta kemur fram í ítarlegri grein Kristianstadbladet um ákvörðun Guðnýjar, en í aðgerðinni þurfti að færa málmplötu sem hafði færst til í hné leikmannsins. Hún átti að vera frá í tvær til fjórar vikur, en svo var ekki. Guðný neyðist nú til að leggja skóna á hilluna aðeins 26 ára gömul með 40 landsleiki að baki. „Ég var svo stressuð fyrir síðustu aðgerðina að nóttina fyrir íhugaði ég að hætta. Mér fannst ég get ekki geta sagt öllum hvað ég væri að hugsa þannig ég sendi Betu [Elísabetu Gunnarsdóttur, þjálfara] og liðsfélögum mínum bréf þar sem ég útskýrði hvernig mér líður og hvernig ég hefði upplifað öll þessi meiðsli,“ segir Guðný Björk. Guðný lét fylgja með að Kristianstad væri frjálst að birta bréfið. Það hefur Kristianstadbladet gert og má lesa það í heild sinni á sænsku hér. „Þetta er það flottasta sem ég hef nokkru sinni lesið,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad. Hún segir gærdaginn þegar Guðný kvaddi liðsfélaga sína hafa verið erfiðan. „Það var tilfinningaþrungin stund þegar Guðný hitti liðið. Það féllu mörg tár enda er þetta erfiður tími fyrir okkur. Við munum spila fyrir Guðnýju gegn AIK á laugardaginn,“ sagði Elísabet. Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira
Guðný Björk Óðinsdóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð og íslenska landsliðsins í fótbolta, er hætt í fótbolta aðeins 26 ára gömul. Guðný hefur alla tíð verið ævintýralega óheppin með meiðsli og slitið krossband í hné fjórum sinnum. Þessi mikli stríðsmaður hefur þó alltaf snúið til baka. Hún gerði það enn eina ferðina á þessu tímabili og byrjaði frábærlega. Guðný skoraði eina mark Kristianstad í 1-0 sigri á Umeå í fyrstu umferðinni og þá var allt í góðu. Fyrir annan leikinn gegn Linköping fékk Guðný Björk högg á hnéð í upphitun en ákvað að spila leikinn engu að síður. Í leiknum fékk hún annað högg á hnéð sem varð til þess að hún þurfti að fara í aðgerð. Þetta kemur fram í ítarlegri grein Kristianstadbladet um ákvörðun Guðnýjar, en í aðgerðinni þurfti að færa málmplötu sem hafði færst til í hné leikmannsins. Hún átti að vera frá í tvær til fjórar vikur, en svo var ekki. Guðný neyðist nú til að leggja skóna á hilluna aðeins 26 ára gömul með 40 landsleiki að baki. „Ég var svo stressuð fyrir síðustu aðgerðina að nóttina fyrir íhugaði ég að hætta. Mér fannst ég get ekki geta sagt öllum hvað ég væri að hugsa þannig ég sendi Betu [Elísabetu Gunnarsdóttur, þjálfara] og liðsfélögum mínum bréf þar sem ég útskýrði hvernig mér líður og hvernig ég hefði upplifað öll þessi meiðsli,“ segir Guðný Björk. Guðný lét fylgja með að Kristianstad væri frjálst að birta bréfið. Það hefur Kristianstadbladet gert og má lesa það í heild sinni á sænsku hér. „Þetta er það flottasta sem ég hef nokkru sinni lesið,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad. Hún segir gærdaginn þegar Guðný kvaddi liðsfélaga sína hafa verið erfiðan. „Það var tilfinningaþrungin stund þegar Guðný hitti liðið. Það féllu mörg tár enda er þetta erfiður tími fyrir okkur. Við munum spila fyrir Guðnýju gegn AIK á laugardaginn,“ sagði Elísabet.
Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira