Einn umhverfisvænasti lúxusbíll heims Finnur Thorlacius skrifar 8. maí 2015 15:13 Mercedes Benz S-Class Plug-in-Hybrid má berja augum um helgina í Fífunni. Mercedes Benz S-Class Plug-in-Hybrid er ein útgáfan af S-Class línu Benz, sem ávallt er talinn flaggskip þýska lúxusbílaframleiðandans. Þessi bíll verður frumsýndur í Fífunni nú um helgina. Hann er lúxustvinnbíll sem er aflmikill en eyðslan ótrúlega lág. Bíllinn er búinn rafmótor og 3 lítra V6 vél sem skilar 333 hestöflum. Hámarkstog er 480 Nm. Bíllinn er aðeins 5,2 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið og hámarkshraði bílsins er 250 km/klst. Eyðslan er aðeins 2,8 lítrar á hundraðið samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda og mengunin er aðeins 65 g/km. Þetta eru ótrúlegar tölur miðað við afl bílsins. Bíllinn er búinn öllum þeim lúxusbúnaði og tækni sem S-Class er þekktur fyrir. Mercedes-Benz mun einig frumsýna CLA Shooting Brake sem er afar sportlegur langbakur sem vakið hefur mikla athygli fyrir fallega hönnun. Bíllinn er með 2,2 lítra dísilvél sem skilar 177 hestöflum og hámarkstog er 350 Nm. Þrátt fyrir prýðilegt afl er eyðslan aðeins frá 4 lítrum á hundraðið og mengunin aðeins frá 105 g/km, samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent
Mercedes Benz S-Class Plug-in-Hybrid er ein útgáfan af S-Class línu Benz, sem ávallt er talinn flaggskip þýska lúxusbílaframleiðandans. Þessi bíll verður frumsýndur í Fífunni nú um helgina. Hann er lúxustvinnbíll sem er aflmikill en eyðslan ótrúlega lág. Bíllinn er búinn rafmótor og 3 lítra V6 vél sem skilar 333 hestöflum. Hámarkstog er 480 Nm. Bíllinn er aðeins 5,2 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið og hámarkshraði bílsins er 250 km/klst. Eyðslan er aðeins 2,8 lítrar á hundraðið samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda og mengunin er aðeins 65 g/km. Þetta eru ótrúlegar tölur miðað við afl bílsins. Bíllinn er búinn öllum þeim lúxusbúnaði og tækni sem S-Class er þekktur fyrir. Mercedes-Benz mun einig frumsýna CLA Shooting Brake sem er afar sportlegur langbakur sem vakið hefur mikla athygli fyrir fallega hönnun. Bíllinn er með 2,2 lítra dísilvél sem skilar 177 hestöflum og hámarkstog er 350 Nm. Þrátt fyrir prýðilegt afl er eyðslan aðeins frá 4 lítrum á hundraðið og mengunin aðeins frá 105 g/km, samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent