Hildur Sig: Tengslin meiri við Snæfell Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2015 06:00 Hildur Sigurðardóttir hefur lagt skóna á hilluna eftir langan og farsælan feril. vísir/valli Hildur Sigurðardóttir gat eflaust ekki hugsað sér betri endi á löngum og farsælum ferli en að verða Íslandsmeistari annað árið í röð með uppeldisfélaginu og vera svo valin besti leikmaður Domino’s-deildar kvenna á lokahófi KKÍ í gær. „Nei, ég held ekki. Það er erfitt að toppa svona endi,“ sagði Hildur en þetta var í fjórða sinn sem hún er valin besti leikmaður úrvalsdeildar kvenna (2003, 2004 og 2014). Snæfell náði að verja Íslandsmeistaratitilinn sem liðið vann í fyrsta sinn í fyrra þrátt fyrir að hafa misst tvo sterka íslenska leikmenn; Hildi Björgu Kjartansdóttur og Guðrúnu Gróu Þorsteinsdóttur. En Snæfellingar endurheimtu Gunnhildi Gunnarsdóttur úr Haukum og Maríu Björnsdóttur úr Val og duttu í lukkupottinn með bandarískan leikmann. „Líkt og í fyrra var ekki ljóst hversu sterkt liðið yrði en svo fengum við Gunnhildi og Maríu aftur heim. Og þegar við fórum að spila saman í haust sáum við að við vorum með lið sem gat orðið Íslandsmeistari,“ sagði Hildur sem bar mikið lof á hina bandarísku Kristen McCarthy sem var valin best erlendi leikmaður deildarinnar á lokahófinu í gær. „Hún er frábær, ekki bara fyrir liðið heldur allt bæjarfélagið. Hún gekk um bæinn í gær og kvaddi fólkið. Hún er alveg yndisleg stelpa og þetta er í fyrsta skipti sem það er virkilega erfitt að kveðja Kana. Þótt manni þyki alltaf vænt um leikmennina tengdist hún okkur sérstökum böndum,“ sagði Hildur en nokkrir leikmenn Snæfells ætla út að heimsækja McCarthy í sumar.Hildur ásamt Öldu Leif Jónsdóttur eftir að Snæfell tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn.vísir/óójHildur er fædd og uppalin í Stykkishólmi en gekk ung í raðir KR þar sem hún vann þrjá Íslandsmeistaratitla. Hún segir að það hafi alltaf verið á stefnuskránni að ljúka ferlinum með uppeldisfélaginu. „Það var alltaf planið en ég gat auðvitað ekki séð að það yrði að veruleika fyrr en það kom framhaldsskóli í Grundarfjörð og leikmenn héldust lengur í Hólminum. Svo komst liðið upp um deild og þá varð þetta að veruleika,“ sagði Hildur og bætti við: „Ég átti mjög góð ár í KR og hef miklar taugar til liðsins en auðvitað eru tengslin meiri við Snæfell. Þessir titlar sem ég hef unnið með liðinu eru einstakir og það er magnað að svona lítið bæjarfélag eigi svona gott lið. Bæði karla- og kvennaliðin hafa verið í fremstu röð á síðustu árum.“ Hildur segir óvíst hvað taki við hjá henni: „Ég er að skoða ýmislegt og hef áhuga á mörgu. En ég verð alltaf tengd íþróttum,“ sagði Hildur sem er menntaður íþróttafræðingur. En kemur þjálfun til greina á næstu árum? „Ég hef þjálfað yngri flokka en ég held að ég fari ekki í meistaraflokksþjálfun strax en ég hef alveg hug á því að reyna mig á þeim vettvangi,“ sagði Hildur Sigurðardóttir að lokum. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Pavel og Hildur bestu leikmenn tímabilsins Leikstjórnendur meistaraliðanna þóttu bera af í Dominos-deildunum í vetur. 8. maí 2015 12:20 Viðtöl við verðlaunahafana á lokahófi KKÍ Lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, fór fram í hádeginu í dag. 8. maí 2015 16:43 Sigmundur: Enginn ís með dýfu Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómari Domino's deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ í Laugardalnum í hádeginu í dag. Þetta er í níunda sinn sem Sigmundur hlýtur þessi verðlaun. 8. maí 2015 14:30 Gunnhildur: Alltaf best að spila heima Gunnhildur Gunnarsdóttir var valinn besti varnarmaður Domino's deildar kvenna auk þess að vera í úrvalsliði deildarinnar. 8. maí 2015 13:53 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Hildur Sigurðardóttir gat eflaust ekki hugsað sér betri endi á löngum og farsælum ferli en að verða Íslandsmeistari annað árið í röð með uppeldisfélaginu og vera svo valin besti leikmaður Domino’s-deildar kvenna á lokahófi KKÍ í gær. „Nei, ég held ekki. Það er erfitt að toppa svona endi,“ sagði Hildur en þetta var í fjórða sinn sem hún er valin besti leikmaður úrvalsdeildar kvenna (2003, 2004 og 2014). Snæfell náði að verja Íslandsmeistaratitilinn sem liðið vann í fyrsta sinn í fyrra þrátt fyrir að hafa misst tvo sterka íslenska leikmenn; Hildi Björgu Kjartansdóttur og Guðrúnu Gróu Þorsteinsdóttur. En Snæfellingar endurheimtu Gunnhildi Gunnarsdóttur úr Haukum og Maríu Björnsdóttur úr Val og duttu í lukkupottinn með bandarískan leikmann. „Líkt og í fyrra var ekki ljóst hversu sterkt liðið yrði en svo fengum við Gunnhildi og Maríu aftur heim. Og þegar við fórum að spila saman í haust sáum við að við vorum með lið sem gat orðið Íslandsmeistari,“ sagði Hildur sem bar mikið lof á hina bandarísku Kristen McCarthy sem var valin best erlendi leikmaður deildarinnar á lokahófinu í gær. „Hún er frábær, ekki bara fyrir liðið heldur allt bæjarfélagið. Hún gekk um bæinn í gær og kvaddi fólkið. Hún er alveg yndisleg stelpa og þetta er í fyrsta skipti sem það er virkilega erfitt að kveðja Kana. Þótt manni þyki alltaf vænt um leikmennina tengdist hún okkur sérstökum böndum,“ sagði Hildur en nokkrir leikmenn Snæfells ætla út að heimsækja McCarthy í sumar.Hildur ásamt Öldu Leif Jónsdóttur eftir að Snæfell tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn.vísir/óójHildur er fædd og uppalin í Stykkishólmi en gekk ung í raðir KR þar sem hún vann þrjá Íslandsmeistaratitla. Hún segir að það hafi alltaf verið á stefnuskránni að ljúka ferlinum með uppeldisfélaginu. „Það var alltaf planið en ég gat auðvitað ekki séð að það yrði að veruleika fyrr en það kom framhaldsskóli í Grundarfjörð og leikmenn héldust lengur í Hólminum. Svo komst liðið upp um deild og þá varð þetta að veruleika,“ sagði Hildur og bætti við: „Ég átti mjög góð ár í KR og hef miklar taugar til liðsins en auðvitað eru tengslin meiri við Snæfell. Þessir titlar sem ég hef unnið með liðinu eru einstakir og það er magnað að svona lítið bæjarfélag eigi svona gott lið. Bæði karla- og kvennaliðin hafa verið í fremstu röð á síðustu árum.“ Hildur segir óvíst hvað taki við hjá henni: „Ég er að skoða ýmislegt og hef áhuga á mörgu. En ég verð alltaf tengd íþróttum,“ sagði Hildur sem er menntaður íþróttafræðingur. En kemur þjálfun til greina á næstu árum? „Ég hef þjálfað yngri flokka en ég held að ég fari ekki í meistaraflokksþjálfun strax en ég hef alveg hug á því að reyna mig á þeim vettvangi,“ sagði Hildur Sigurðardóttir að lokum.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Pavel og Hildur bestu leikmenn tímabilsins Leikstjórnendur meistaraliðanna þóttu bera af í Dominos-deildunum í vetur. 8. maí 2015 12:20 Viðtöl við verðlaunahafana á lokahófi KKÍ Lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, fór fram í hádeginu í dag. 8. maí 2015 16:43 Sigmundur: Enginn ís með dýfu Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómari Domino's deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ í Laugardalnum í hádeginu í dag. Þetta er í níunda sinn sem Sigmundur hlýtur þessi verðlaun. 8. maí 2015 14:30 Gunnhildur: Alltaf best að spila heima Gunnhildur Gunnarsdóttir var valinn besti varnarmaður Domino's deildar kvenna auk þess að vera í úrvalsliði deildarinnar. 8. maí 2015 13:53 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Pavel og Hildur bestu leikmenn tímabilsins Leikstjórnendur meistaraliðanna þóttu bera af í Dominos-deildunum í vetur. 8. maí 2015 12:20
Viðtöl við verðlaunahafana á lokahófi KKÍ Lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, fór fram í hádeginu í dag. 8. maí 2015 16:43
Sigmundur: Enginn ís með dýfu Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómari Domino's deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ í Laugardalnum í hádeginu í dag. Þetta er í níunda sinn sem Sigmundur hlýtur þessi verðlaun. 8. maí 2015 14:30
Gunnhildur: Alltaf best að spila heima Gunnhildur Gunnarsdóttir var valinn besti varnarmaður Domino's deildar kvenna auk þess að vera í úrvalsliði deildarinnar. 8. maí 2015 13:53
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum