Hildur Sig: Tengslin meiri við Snæfell Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2015 06:00 Hildur Sigurðardóttir hefur lagt skóna á hilluna eftir langan og farsælan feril. vísir/valli Hildur Sigurðardóttir gat eflaust ekki hugsað sér betri endi á löngum og farsælum ferli en að verða Íslandsmeistari annað árið í röð með uppeldisfélaginu og vera svo valin besti leikmaður Domino’s-deildar kvenna á lokahófi KKÍ í gær. „Nei, ég held ekki. Það er erfitt að toppa svona endi,“ sagði Hildur en þetta var í fjórða sinn sem hún er valin besti leikmaður úrvalsdeildar kvenna (2003, 2004 og 2014). Snæfell náði að verja Íslandsmeistaratitilinn sem liðið vann í fyrsta sinn í fyrra þrátt fyrir að hafa misst tvo sterka íslenska leikmenn; Hildi Björgu Kjartansdóttur og Guðrúnu Gróu Þorsteinsdóttur. En Snæfellingar endurheimtu Gunnhildi Gunnarsdóttur úr Haukum og Maríu Björnsdóttur úr Val og duttu í lukkupottinn með bandarískan leikmann. „Líkt og í fyrra var ekki ljóst hversu sterkt liðið yrði en svo fengum við Gunnhildi og Maríu aftur heim. Og þegar við fórum að spila saman í haust sáum við að við vorum með lið sem gat orðið Íslandsmeistari,“ sagði Hildur sem bar mikið lof á hina bandarísku Kristen McCarthy sem var valin best erlendi leikmaður deildarinnar á lokahófinu í gær. „Hún er frábær, ekki bara fyrir liðið heldur allt bæjarfélagið. Hún gekk um bæinn í gær og kvaddi fólkið. Hún er alveg yndisleg stelpa og þetta er í fyrsta skipti sem það er virkilega erfitt að kveðja Kana. Þótt manni þyki alltaf vænt um leikmennina tengdist hún okkur sérstökum böndum,“ sagði Hildur en nokkrir leikmenn Snæfells ætla út að heimsækja McCarthy í sumar.Hildur ásamt Öldu Leif Jónsdóttur eftir að Snæfell tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn.vísir/óójHildur er fædd og uppalin í Stykkishólmi en gekk ung í raðir KR þar sem hún vann þrjá Íslandsmeistaratitla. Hún segir að það hafi alltaf verið á stefnuskránni að ljúka ferlinum með uppeldisfélaginu. „Það var alltaf planið en ég gat auðvitað ekki séð að það yrði að veruleika fyrr en það kom framhaldsskóli í Grundarfjörð og leikmenn héldust lengur í Hólminum. Svo komst liðið upp um deild og þá varð þetta að veruleika,“ sagði Hildur og bætti við: „Ég átti mjög góð ár í KR og hef miklar taugar til liðsins en auðvitað eru tengslin meiri við Snæfell. Þessir titlar sem ég hef unnið með liðinu eru einstakir og það er magnað að svona lítið bæjarfélag eigi svona gott lið. Bæði karla- og kvennaliðin hafa verið í fremstu röð á síðustu árum.“ Hildur segir óvíst hvað taki við hjá henni: „Ég er að skoða ýmislegt og hef áhuga á mörgu. En ég verð alltaf tengd íþróttum,“ sagði Hildur sem er menntaður íþróttafræðingur. En kemur þjálfun til greina á næstu árum? „Ég hef þjálfað yngri flokka en ég held að ég fari ekki í meistaraflokksþjálfun strax en ég hef alveg hug á því að reyna mig á þeim vettvangi,“ sagði Hildur Sigurðardóttir að lokum. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Pavel og Hildur bestu leikmenn tímabilsins Leikstjórnendur meistaraliðanna þóttu bera af í Dominos-deildunum í vetur. 8. maí 2015 12:20 Viðtöl við verðlaunahafana á lokahófi KKÍ Lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, fór fram í hádeginu í dag. 8. maí 2015 16:43 Sigmundur: Enginn ís með dýfu Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómari Domino's deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ í Laugardalnum í hádeginu í dag. Þetta er í níunda sinn sem Sigmundur hlýtur þessi verðlaun. 8. maí 2015 14:30 Gunnhildur: Alltaf best að spila heima Gunnhildur Gunnarsdóttir var valinn besti varnarmaður Domino's deildar kvenna auk þess að vera í úrvalsliði deildarinnar. 8. maí 2015 13:53 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Hildur Sigurðardóttir gat eflaust ekki hugsað sér betri endi á löngum og farsælum ferli en að verða Íslandsmeistari annað árið í röð með uppeldisfélaginu og vera svo valin besti leikmaður Domino’s-deildar kvenna á lokahófi KKÍ í gær. „Nei, ég held ekki. Það er erfitt að toppa svona endi,“ sagði Hildur en þetta var í fjórða sinn sem hún er valin besti leikmaður úrvalsdeildar kvenna (2003, 2004 og 2014). Snæfell náði að verja Íslandsmeistaratitilinn sem liðið vann í fyrsta sinn í fyrra þrátt fyrir að hafa misst tvo sterka íslenska leikmenn; Hildi Björgu Kjartansdóttur og Guðrúnu Gróu Þorsteinsdóttur. En Snæfellingar endurheimtu Gunnhildi Gunnarsdóttur úr Haukum og Maríu Björnsdóttur úr Val og duttu í lukkupottinn með bandarískan leikmann. „Líkt og í fyrra var ekki ljóst hversu sterkt liðið yrði en svo fengum við Gunnhildi og Maríu aftur heim. Og þegar við fórum að spila saman í haust sáum við að við vorum með lið sem gat orðið Íslandsmeistari,“ sagði Hildur sem bar mikið lof á hina bandarísku Kristen McCarthy sem var valin best erlendi leikmaður deildarinnar á lokahófinu í gær. „Hún er frábær, ekki bara fyrir liðið heldur allt bæjarfélagið. Hún gekk um bæinn í gær og kvaddi fólkið. Hún er alveg yndisleg stelpa og þetta er í fyrsta skipti sem það er virkilega erfitt að kveðja Kana. Þótt manni þyki alltaf vænt um leikmennina tengdist hún okkur sérstökum böndum,“ sagði Hildur en nokkrir leikmenn Snæfells ætla út að heimsækja McCarthy í sumar.Hildur ásamt Öldu Leif Jónsdóttur eftir að Snæfell tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn.vísir/óójHildur er fædd og uppalin í Stykkishólmi en gekk ung í raðir KR þar sem hún vann þrjá Íslandsmeistaratitla. Hún segir að það hafi alltaf verið á stefnuskránni að ljúka ferlinum með uppeldisfélaginu. „Það var alltaf planið en ég gat auðvitað ekki séð að það yrði að veruleika fyrr en það kom framhaldsskóli í Grundarfjörð og leikmenn héldust lengur í Hólminum. Svo komst liðið upp um deild og þá varð þetta að veruleika,“ sagði Hildur og bætti við: „Ég átti mjög góð ár í KR og hef miklar taugar til liðsins en auðvitað eru tengslin meiri við Snæfell. Þessir titlar sem ég hef unnið með liðinu eru einstakir og það er magnað að svona lítið bæjarfélag eigi svona gott lið. Bæði karla- og kvennaliðin hafa verið í fremstu röð á síðustu árum.“ Hildur segir óvíst hvað taki við hjá henni: „Ég er að skoða ýmislegt og hef áhuga á mörgu. En ég verð alltaf tengd íþróttum,“ sagði Hildur sem er menntaður íþróttafræðingur. En kemur þjálfun til greina á næstu árum? „Ég hef þjálfað yngri flokka en ég held að ég fari ekki í meistaraflokksþjálfun strax en ég hef alveg hug á því að reyna mig á þeim vettvangi,“ sagði Hildur Sigurðardóttir að lokum.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Pavel og Hildur bestu leikmenn tímabilsins Leikstjórnendur meistaraliðanna þóttu bera af í Dominos-deildunum í vetur. 8. maí 2015 12:20 Viðtöl við verðlaunahafana á lokahófi KKÍ Lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, fór fram í hádeginu í dag. 8. maí 2015 16:43 Sigmundur: Enginn ís með dýfu Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómari Domino's deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ í Laugardalnum í hádeginu í dag. Þetta er í níunda sinn sem Sigmundur hlýtur þessi verðlaun. 8. maí 2015 14:30 Gunnhildur: Alltaf best að spila heima Gunnhildur Gunnarsdóttir var valinn besti varnarmaður Domino's deildar kvenna auk þess að vera í úrvalsliði deildarinnar. 8. maí 2015 13:53 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Pavel og Hildur bestu leikmenn tímabilsins Leikstjórnendur meistaraliðanna þóttu bera af í Dominos-deildunum í vetur. 8. maí 2015 12:20
Viðtöl við verðlaunahafana á lokahófi KKÍ Lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, fór fram í hádeginu í dag. 8. maí 2015 16:43
Sigmundur: Enginn ís með dýfu Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómari Domino's deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ í Laugardalnum í hádeginu í dag. Þetta er í níunda sinn sem Sigmundur hlýtur þessi verðlaun. 8. maí 2015 14:30
Gunnhildur: Alltaf best að spila heima Gunnhildur Gunnarsdóttir var valinn besti varnarmaður Domino's deildar kvenna auk þess að vera í úrvalsliði deildarinnar. 8. maí 2015 13:53