Spá Fréttablaðsins og Vísis: KR hafnar í 2. sæti 1. maí 2015 09:00 Gary Martin og Stefán Logi Magnússon fagna bikarmeistaratitlinum í fyrra. vísir/andri marinó Fréttablaðið og Vísir telur niður í Pepsi-deild karla í knattspyrnu með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 3. maí og þar á Stjarnan titil að verja eftir að verða meistari í fyrsta skipti í sögu félagsins. Fréttablaðið og Vísir spáir KR öðru sætinu í Pepsi-deildinni í sumar og þar með baráttu við FH um Íslandsmeistaratitilinn. KR hafnaði í þriðja sæti á síðustu leiktíð eftir að verða Íslandsmeistari í 26. sinn árið 2013. KR varð bikarmeistari í fyrra í 14. sinn með sigri á Keflavík. Bjarni Guðjónsson var ráðinn eftirmaður Rúnars Kristinssonar hjá KR en honum til aðstoðar er Guðmundur Benediktsson. Tveir KR-ingar að snúa aftur heim. Fyrsta ár Bjarna sem meistaraflokksþjálfari endaði skelfilega, en hann féll með lið Fram. Bjarni spilaði í sex ár með KR, var fyrirliði liðsins, vann Íslandsmeistaratitilinn tvisvar sinnum og bikarinn þrisvar sinnum. LÍKLEGT BYRJUNARLIÐ:graf/garðarEINKUNNASPJALDIÐ Vörnin: 4 stjörnur (af 5) Sóknin: 5 stjörnur Þjálfarinn: 2 stjörnur Breiddin: 4 stjörnur Liðsstyrkurinn: 4 stjörnur Hefðin: 5 stjörnurSkúli Jón Friðgeirsson, Pálmi Rafn Pálmason og Óskar Örn Hauksson.vísir/pjeturÞRÍR SEM KR TREYSTIR ÁSkúli Jón Friðgeirsson: KR-ingar verða með mjög sterkt miðvarðapar í þeim Skúla Jóni og Rasmus Christiansen. Skúli Jón hefur litið stórvel út á undirbúningstímabilinu, en hann er að snúa aftur eftir þriggja ára dvöl í atvinnumennsku. Rasmus er að jafna sig eftir krossbandsslit og því þarf Skúli Jón að vera leiðtoginn í nýrri varnarlínu KR.Pálmi Rafn Pálmason: KR barðist hatrammlega við FH, Val og KA til að landa Pálma Rafni, en hann er að koma aftur heim eftir sjö ár í atvinnumennsku. Pálmi er ekki að koma heim á niðurleið, en síðasta tímabilið hans hjá Lilleström í fyrra var það besta á hans ferli. Miðjan hefur verið mjög sterk og lykillinn í spili KR undanfarin ár. Pálmi Rafn þarf að standa undir væntingum og fylla í skarð Baldurs Sigurðssonar.Óskar Örn Hauksson: Þvílíkur fengur fyrir KR að fá Óskar aftur heim svona skömmu fyrir mót, en hann var á láni hjá kanadíska liðinu Edmonton. Sóknarleikur KR hefur ekki verið liðinu líkur oft á undirbúningstímabilinu, en hann mun vafalítið lagast með komu Óskars. Njarðvíkingurinn hefur verið lykilmaður hjá KR í mörg ár, en þegar liðið varð meistari síðast fyrir tveimur árum kom hann með beinum eða óbeinum hætti að 20 mörkum liðsins (7 mörk, 7 stoðsendingar, 6 hjálparsendingar).Sören vann dönsku deildina með Aab.vísir/pjeturNýstirnið: Sören Frederiksen Þessi 25 ára gamli sóknarmaður kom til KR frá Álaborg í Danmörku þar sem hann varð Danmerkurmeistari og bikarmeistari á síðustu leiktíð. Hann skoraði meira að segja í bikarúrslitaleiknum gegn FC Kaupmannahöfn. Sören hefur átt erfitt uppdráttar á undirbúningstímabilinu en er að komast í takt við spilið hjá KR. Það eru gæði í Dananum sem bundnar eru væntingar við í Vesturbænum í sumar. Leikmaður sem getur lagt upp mörk og skorað.Baldur Sigurðsson fór í atvinnumennsku.vísir/vilhelmMARKAÐURINNKomnir: Hörður Fannar Björgvinsson frá Fram Kristinn Jóhannesson Magnússon frá Víkingi R. Pálmi Rafn Pálmason frá Lilleström Skúli Jón Friðgeirsson frá Elfsborg Sören Frederiksen frá Aab Rasmus Christiansen frá Ull/Kisa Jacob Schoop frá OBFarnir: Baldur Sigurðsson til SönderjyskE Egill Jónsson í Víking Ólafsík á láni Guðmundur Reynir Gunnarsson í Víking Ólafsvík á láni Haukur Heiðar Hauksson til AIK Emil Atlason til Þýskalands KR-ingar misstu mjög sterka leikmenn í þeim Baldri Sigurðssyni og Hauki Heiðari Haukssyni. Haukur var algjörlega frábær á síðustu leiktíð, en það er ekki alltaf sem leikmenn hafa jafn mikil áhrif á lið úr hægri bakvarðarstöðunni. Guðmundur Reynir Gunnarsson fór einnig til Ólafsvíkur á láni, en það eru bakvarðastöðurnar sem KR-ingar hafa ekki leyst nægilega vel. Þar leitar Bjarni inn á við og ætlar að leysa þetta með Gonzalo Balbi og Gunnari Þór Gunnarssyni. Vesturbæingar eru þó enn að leita að vinstri bakverði. Framar á vellinum hefur KR styrkt sig mikið. Það er búið að fá tvo öfluga danska leikmenn; Sören Fredriksen frá Danmerkurmeisturum Álaborgar og Jacob Schoop frá OB. Sören hefur verið lengi í gang en lítur betur út og Schoop er góður leikmaður. Nýtt miðvarðapar er komið með Skúla Jóni, sem þekkir hvern krók og kima í KR, auk Rasmusar Christiansen sem var besti miðvörður Pepsi-deildarinnar þegar hann spilaði með ÍBV. Pálmi Rafn er svo kominn og mun spila í holunni. KR ætlar sér Íslandsmeistaratitilinn eins og sést á þessum kaupum.HVAÐ SEGIR SÉRFRÆÐINGURINN? Pepsi-mörkin fóru af stað á fimmtudaginn með árlegum upphitunarþætti. Þar var KR spáð öðru sæti líkt og á Vísi, en Hjörvar Hafliðason og Hjörtur Hjartarson, sérfræðingar Pepsi-markanna, fóru yfir KR-liðið. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.Bjarni Guðjónsson og Guðmundur Benediktsson stýra KR-liðinu.vísir/vilhelmSTYRKLEIKAR LIÐSINS: Ótrúlega öflugur mannskapur með stórstjörnur sem ættu að geta klárað leiki upp á sitt einsdæmi. Mikil sigurhefð, sterkur heimavöllur og þekking á að vinna titla. Vel mannað lið nánast í hverri einustu stöðu og leikmenn á bekknum sem kæmust í byrjunarlið flestra annarra liða í deildinni.VEIKLEIKAR LIÐSINS: Mikið af nýjum mönnum og óreyndur þjálfari sem á það eitt á ferilskránni að hafa fallið með fyrsta liðið sem hann stýrði. Ekki nógu öflugir bakverðir og varnarlínan alveg ný þó hún sé vel mönnuð. Nái Bjarna ekki að skapa liðsheild úr stjörnum prýddu lið KR gæti liðið lent í vandræðum.vísir/andri marinóBINNI BJARTSÝNI SEGIR: Kristinn Kjærnested, formaður knd. KR, sagði það best: „Við erum ekki Fram.“ Það skiptir engu máli þó Bjarni hafi fallið með Fram; hann er KR-ingur og við erum KR. Hann þekkir hvað þarf til að spila vel og standa sig fyrir KR. Sjáið bara innkaupalistann; hvernig á þetta lið ekki að verða Íslandsmeistari?SIGGI SVARTSÝNI SEGIR: Leikmennirnir eru góðir sem einstaklingar en er þetta lið? Breiddin er fín en ekkert miðað við atvinnumannaliðið í Hafnarfirðinum. Ég hef alveg trú á að við verðum í baráttunni, ég er ekki svo svartsýnn með þennan hóp. En með óreyndan þjálfara, sama þó hann hafi spilað fyrir KR, höfum við ekkert í FH að gera. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fylkir hafnar í 5. sæti Fylkismenn eru með sama kjarna og kom liðinu í Evrópusæti fyrir sex árum en árangurinn verður ekki sá sami samkvæmt spánni. 28. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Breiðablik hafnar í 4. sæti Blikar unnu tvo bikara á undirbúningstímabilinu og verða í baráttunni um Evrópusæti í Pepsi-deildinni. 29. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn, sem eru nýliðar í Pepsi-deildinni í ár, halda sæti sínu ef marka má spána. 22. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Stjarnan hafnar í 3. sæti Íslandsmeistarar Stjörnunnar verja ekki titilinn sem liðið vann í fyrra í fyrsta skipti í sögu félagsins. 30. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Víkingur hafnar í 7. sæti Víkingar ná ekki að leika eftir sama árangur og í fyrra ef spáin rætist. 25. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Valur hafnar í 6. sæti Valsmenn eru komnir með fyrrverandi landsliðsþjálfara í brúnna og enda um miðja deild samkvæm spánni. 27. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍBV hafnar í 11. sæti Eyjamenn kveðja Pepsi-deildina í fótbolta í haust rætist spá Fréttablaðsins og Vísis. 21. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Keflavík hafnar í 8. sæti Keflavík fékk tvo týnda syni heim fyrir tímabilið en það endar í sömu stöðu og í fyrra samkvæmt spánni. 24. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fjölnir hafnar í 9. sæti Fjölnismenn úr Grafarvogi lenda í sama sæti í Pepsi-deildinni í ár og í fyrra samvæmt spánni. 23. apríl 2015 09:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Fréttablaðið og Vísir telur niður í Pepsi-deild karla í knattspyrnu með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 3. maí og þar á Stjarnan titil að verja eftir að verða meistari í fyrsta skipti í sögu félagsins. Fréttablaðið og Vísir spáir KR öðru sætinu í Pepsi-deildinni í sumar og þar með baráttu við FH um Íslandsmeistaratitilinn. KR hafnaði í þriðja sæti á síðustu leiktíð eftir að verða Íslandsmeistari í 26. sinn árið 2013. KR varð bikarmeistari í fyrra í 14. sinn með sigri á Keflavík. Bjarni Guðjónsson var ráðinn eftirmaður Rúnars Kristinssonar hjá KR en honum til aðstoðar er Guðmundur Benediktsson. Tveir KR-ingar að snúa aftur heim. Fyrsta ár Bjarna sem meistaraflokksþjálfari endaði skelfilega, en hann féll með lið Fram. Bjarni spilaði í sex ár með KR, var fyrirliði liðsins, vann Íslandsmeistaratitilinn tvisvar sinnum og bikarinn þrisvar sinnum. LÍKLEGT BYRJUNARLIÐ:graf/garðarEINKUNNASPJALDIÐ Vörnin: 4 stjörnur (af 5) Sóknin: 5 stjörnur Þjálfarinn: 2 stjörnur Breiddin: 4 stjörnur Liðsstyrkurinn: 4 stjörnur Hefðin: 5 stjörnurSkúli Jón Friðgeirsson, Pálmi Rafn Pálmason og Óskar Örn Hauksson.vísir/pjeturÞRÍR SEM KR TREYSTIR ÁSkúli Jón Friðgeirsson: KR-ingar verða með mjög sterkt miðvarðapar í þeim Skúla Jóni og Rasmus Christiansen. Skúli Jón hefur litið stórvel út á undirbúningstímabilinu, en hann er að snúa aftur eftir þriggja ára dvöl í atvinnumennsku. Rasmus er að jafna sig eftir krossbandsslit og því þarf Skúli Jón að vera leiðtoginn í nýrri varnarlínu KR.Pálmi Rafn Pálmason: KR barðist hatrammlega við FH, Val og KA til að landa Pálma Rafni, en hann er að koma aftur heim eftir sjö ár í atvinnumennsku. Pálmi er ekki að koma heim á niðurleið, en síðasta tímabilið hans hjá Lilleström í fyrra var það besta á hans ferli. Miðjan hefur verið mjög sterk og lykillinn í spili KR undanfarin ár. Pálmi Rafn þarf að standa undir væntingum og fylla í skarð Baldurs Sigurðssonar.Óskar Örn Hauksson: Þvílíkur fengur fyrir KR að fá Óskar aftur heim svona skömmu fyrir mót, en hann var á láni hjá kanadíska liðinu Edmonton. Sóknarleikur KR hefur ekki verið liðinu líkur oft á undirbúningstímabilinu, en hann mun vafalítið lagast með komu Óskars. Njarðvíkingurinn hefur verið lykilmaður hjá KR í mörg ár, en þegar liðið varð meistari síðast fyrir tveimur árum kom hann með beinum eða óbeinum hætti að 20 mörkum liðsins (7 mörk, 7 stoðsendingar, 6 hjálparsendingar).Sören vann dönsku deildina með Aab.vísir/pjeturNýstirnið: Sören Frederiksen Þessi 25 ára gamli sóknarmaður kom til KR frá Álaborg í Danmörku þar sem hann varð Danmerkurmeistari og bikarmeistari á síðustu leiktíð. Hann skoraði meira að segja í bikarúrslitaleiknum gegn FC Kaupmannahöfn. Sören hefur átt erfitt uppdráttar á undirbúningstímabilinu en er að komast í takt við spilið hjá KR. Það eru gæði í Dananum sem bundnar eru væntingar við í Vesturbænum í sumar. Leikmaður sem getur lagt upp mörk og skorað.Baldur Sigurðsson fór í atvinnumennsku.vísir/vilhelmMARKAÐURINNKomnir: Hörður Fannar Björgvinsson frá Fram Kristinn Jóhannesson Magnússon frá Víkingi R. Pálmi Rafn Pálmason frá Lilleström Skúli Jón Friðgeirsson frá Elfsborg Sören Frederiksen frá Aab Rasmus Christiansen frá Ull/Kisa Jacob Schoop frá OBFarnir: Baldur Sigurðsson til SönderjyskE Egill Jónsson í Víking Ólafsík á láni Guðmundur Reynir Gunnarsson í Víking Ólafsvík á láni Haukur Heiðar Hauksson til AIK Emil Atlason til Þýskalands KR-ingar misstu mjög sterka leikmenn í þeim Baldri Sigurðssyni og Hauki Heiðari Haukssyni. Haukur var algjörlega frábær á síðustu leiktíð, en það er ekki alltaf sem leikmenn hafa jafn mikil áhrif á lið úr hægri bakvarðarstöðunni. Guðmundur Reynir Gunnarsson fór einnig til Ólafsvíkur á láni, en það eru bakvarðastöðurnar sem KR-ingar hafa ekki leyst nægilega vel. Þar leitar Bjarni inn á við og ætlar að leysa þetta með Gonzalo Balbi og Gunnari Þór Gunnarssyni. Vesturbæingar eru þó enn að leita að vinstri bakverði. Framar á vellinum hefur KR styrkt sig mikið. Það er búið að fá tvo öfluga danska leikmenn; Sören Fredriksen frá Danmerkurmeisturum Álaborgar og Jacob Schoop frá OB. Sören hefur verið lengi í gang en lítur betur út og Schoop er góður leikmaður. Nýtt miðvarðapar er komið með Skúla Jóni, sem þekkir hvern krók og kima í KR, auk Rasmusar Christiansen sem var besti miðvörður Pepsi-deildarinnar þegar hann spilaði með ÍBV. Pálmi Rafn er svo kominn og mun spila í holunni. KR ætlar sér Íslandsmeistaratitilinn eins og sést á þessum kaupum.HVAÐ SEGIR SÉRFRÆÐINGURINN? Pepsi-mörkin fóru af stað á fimmtudaginn með árlegum upphitunarþætti. Þar var KR spáð öðru sæti líkt og á Vísi, en Hjörvar Hafliðason og Hjörtur Hjartarson, sérfræðingar Pepsi-markanna, fóru yfir KR-liðið. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.Bjarni Guðjónsson og Guðmundur Benediktsson stýra KR-liðinu.vísir/vilhelmSTYRKLEIKAR LIÐSINS: Ótrúlega öflugur mannskapur með stórstjörnur sem ættu að geta klárað leiki upp á sitt einsdæmi. Mikil sigurhefð, sterkur heimavöllur og þekking á að vinna titla. Vel mannað lið nánast í hverri einustu stöðu og leikmenn á bekknum sem kæmust í byrjunarlið flestra annarra liða í deildinni.VEIKLEIKAR LIÐSINS: Mikið af nýjum mönnum og óreyndur þjálfari sem á það eitt á ferilskránni að hafa fallið með fyrsta liðið sem hann stýrði. Ekki nógu öflugir bakverðir og varnarlínan alveg ný þó hún sé vel mönnuð. Nái Bjarna ekki að skapa liðsheild úr stjörnum prýddu lið KR gæti liðið lent í vandræðum.vísir/andri marinóBINNI BJARTSÝNI SEGIR: Kristinn Kjærnested, formaður knd. KR, sagði það best: „Við erum ekki Fram.“ Það skiptir engu máli þó Bjarni hafi fallið með Fram; hann er KR-ingur og við erum KR. Hann þekkir hvað þarf til að spila vel og standa sig fyrir KR. Sjáið bara innkaupalistann; hvernig á þetta lið ekki að verða Íslandsmeistari?SIGGI SVARTSÝNI SEGIR: Leikmennirnir eru góðir sem einstaklingar en er þetta lið? Breiddin er fín en ekkert miðað við atvinnumannaliðið í Hafnarfirðinum. Ég hef alveg trú á að við verðum í baráttunni, ég er ekki svo svartsýnn með þennan hóp. En með óreyndan þjálfara, sama þó hann hafi spilað fyrir KR, höfum við ekkert í FH að gera.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fylkir hafnar í 5. sæti Fylkismenn eru með sama kjarna og kom liðinu í Evrópusæti fyrir sex árum en árangurinn verður ekki sá sami samkvæmt spánni. 28. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Breiðablik hafnar í 4. sæti Blikar unnu tvo bikara á undirbúningstímabilinu og verða í baráttunni um Evrópusæti í Pepsi-deildinni. 29. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn, sem eru nýliðar í Pepsi-deildinni í ár, halda sæti sínu ef marka má spána. 22. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Stjarnan hafnar í 3. sæti Íslandsmeistarar Stjörnunnar verja ekki titilinn sem liðið vann í fyrra í fyrsta skipti í sögu félagsins. 30. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Víkingur hafnar í 7. sæti Víkingar ná ekki að leika eftir sama árangur og í fyrra ef spáin rætist. 25. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Valur hafnar í 6. sæti Valsmenn eru komnir með fyrrverandi landsliðsþjálfara í brúnna og enda um miðja deild samkvæm spánni. 27. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍBV hafnar í 11. sæti Eyjamenn kveðja Pepsi-deildina í fótbolta í haust rætist spá Fréttablaðsins og Vísis. 21. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Keflavík hafnar í 8. sæti Keflavík fékk tvo týnda syni heim fyrir tímabilið en það endar í sömu stöðu og í fyrra samkvæmt spánni. 24. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fjölnir hafnar í 9. sæti Fjölnismenn úr Grafarvogi lenda í sama sæti í Pepsi-deildinni í ár og í fyrra samvæmt spánni. 23. apríl 2015 09:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fylkir hafnar í 5. sæti Fylkismenn eru með sama kjarna og kom liðinu í Evrópusæti fyrir sex árum en árangurinn verður ekki sá sami samkvæmt spánni. 28. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Breiðablik hafnar í 4. sæti Blikar unnu tvo bikara á undirbúningstímabilinu og verða í baráttunni um Evrópusæti í Pepsi-deildinni. 29. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn, sem eru nýliðar í Pepsi-deildinni í ár, halda sæti sínu ef marka má spána. 22. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Stjarnan hafnar í 3. sæti Íslandsmeistarar Stjörnunnar verja ekki titilinn sem liðið vann í fyrra í fyrsta skipti í sögu félagsins. 30. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Víkingur hafnar í 7. sæti Víkingar ná ekki að leika eftir sama árangur og í fyrra ef spáin rætist. 25. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Valur hafnar í 6. sæti Valsmenn eru komnir með fyrrverandi landsliðsþjálfara í brúnna og enda um miðja deild samkvæm spánni. 27. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍBV hafnar í 11. sæti Eyjamenn kveðja Pepsi-deildina í fótbolta í haust rætist spá Fréttablaðsins og Vísis. 21. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Keflavík hafnar í 8. sæti Keflavík fékk tvo týnda syni heim fyrir tímabilið en það endar í sömu stöðu og í fyrra samkvæmt spánni. 24. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fjölnir hafnar í 9. sæti Fjölnismenn úr Grafarvogi lenda í sama sæti í Pepsi-deildinni í ár og í fyrra samvæmt spánni. 23. apríl 2015 09:00