Verkalýðsforingi vill ekki leyfa bensínsölu í gegnum sjálfsala meðan verkfalli stendur Birgir Olgeirsson skrifar 30. apríl 2015 16:40 Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður stéttarfélagsins Bárunnar, vill skoða það hvort leyfi eigi ökumönnum að taka bensín í gegnum sjálfsala á meðan verkfalli félagsins stendur. Vísir/GVA Formaður stéttarfélagsins Bárunnar á Selfossi, Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, er þeirrar skoðunar að ekki ætti að vera hægt að taka bensín í gegnum sjálfsala á bensínstöðvum á meðan verkfall félagsins stendur yfir. Félagsmenn Bárunnar eru ásamt meðlimum fimmtán annarra félaga innan Starfsgreinasambandsins í verkfalli fram að miðnætti í kvöld. Undir Báruna heyra til dæmis starfsmenn í ferðaþjónustu, veitingastöðum og verslunum og einnig starfsmenn bensínstöðva. Verkfallsverðir á vegum Bárunnar hafa farið um svæðið sem félagið nær til í dag og segir Halldóra Sigríður lokað sé á Olís en stjórnandi á N1 hafi haldið þeirri stöð opinni á Selfossi. Spurð hvort ökumenn geti keypt bensín á bíla í gegnum bensínsjálfsala á stöðvunum á meðan verkfallinu stendur segir hún svo vera en hún er á því að það eigi ekki að vera mögulegt á meðan aðgerðum stendur. „Ég fór að spá í þennan vinkil á áðan með sjálfsalana, einhver þarf að þjónusta þá. Sumir kunna ekkert á þetta og þá er þetta ekki sjálfbært þegar enginn er til að aðstoða fólk. Mér finnst að það ætti ekki að vera hægt að taka bensín þannig á meðan verkfallinu stendur,“ segir Halldóra Sigríður og segir þetta verða skoðað þegar félagsmenn Bárunnar fara aftur í verkfall 6. og 7. maí. „Við ákváðum að fara rólega af stað og treysta hér fyrirtækjum. Við erum nokkuð sátt. Auðvitað eru annmarkar á þessu. Við erum að skrá það sem er ekki í lagi og það verður farið í það fullum þunga sjötta og sjöunda maí.“Heldur verra í ferðaþjónustunni Hún segir hóp félagsmanna hafa sinnt verkfallsvörslu og margar fúsar hendur til góðra verka. „Almennt eru menn að standa sig vel. Það er heldur verra í ferðaþjónustunni. Menn teygja sig ansi langt. Allir eru þó að reyna að gera þetta rétt.“ Spurð nánar út í ummælin um ferðaþjónustuna svarar hún: „Menn eru með bókað í mat og bókað fram í tímann og menn voru að vonast til að málið yrði leyst,“ segir Halldóra Sigríður og segir aðila innan þjónustunnar hafa reynt að leysa þetta með ýmsum hætti og spurt til að mynda hvort meðlimir úr fjölskyldunni megi sinna þeim ferðamönnum sem áttu bókaða gistingu eða mat.Fáir sem hafa prófað að fara í verkfall Á Akureyri eru félagsmenn stéttarfélagsins Einingar einnig í verkfalli og segir Anna Júlíusdóttir, formaður félagsins það hafa gengið þokkalega. „Það er lítið um brot, það er smá sem við erum að fást við en ekkert alvarlegt. Það eru fáir sem hafa prófað að fara í verkfall sem eru á vinnumarkaðinum í dag og það þarf að uppfræða fólk. Fólk heldur oft að það sé nóg að skipta um stéttarfélög en það eru störfin sem gilda,“ segir Anna. Verkfall Einingar nær til veitingastaða, hótela, gistiheimila, bílstjóra, hópferðabíla, verkafólks í byggingageiranum, kjötvinnslu og fiskvinnslu svo dæmi séu tekin. Spurð hvort að mörg fyrirtæki séu lokuð á Akureyri í dag vegna verkfallsins svarar hún: „Það er reyndar misjafnt. Sumir eru að loka en aðrir eru að berjast við að halda opnu með eigendum, kokkum og þjónustufólki í veitingageiranum. En þetta er mjög misjafnt, sumir hafa einfaldlega lokað. “ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hvalfjarðargöngin opin í verkfalli og forsvarsmenn Spalar sakaðir um lögbrot „Það er dapurt til þess að vita að svo vandað fyrirtæki sem Spölur er skuli ekki virða þau mannréttindi sem fólgin eru í verkfallsréttinum.“ 30. apríl 2015 14:44 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Formaður stéttarfélagsins Bárunnar á Selfossi, Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, er þeirrar skoðunar að ekki ætti að vera hægt að taka bensín í gegnum sjálfsala á bensínstöðvum á meðan verkfall félagsins stendur yfir. Félagsmenn Bárunnar eru ásamt meðlimum fimmtán annarra félaga innan Starfsgreinasambandsins í verkfalli fram að miðnætti í kvöld. Undir Báruna heyra til dæmis starfsmenn í ferðaþjónustu, veitingastöðum og verslunum og einnig starfsmenn bensínstöðva. Verkfallsverðir á vegum Bárunnar hafa farið um svæðið sem félagið nær til í dag og segir Halldóra Sigríður lokað sé á Olís en stjórnandi á N1 hafi haldið þeirri stöð opinni á Selfossi. Spurð hvort ökumenn geti keypt bensín á bíla í gegnum bensínsjálfsala á stöðvunum á meðan verkfallinu stendur segir hún svo vera en hún er á því að það eigi ekki að vera mögulegt á meðan aðgerðum stendur. „Ég fór að spá í þennan vinkil á áðan með sjálfsalana, einhver þarf að þjónusta þá. Sumir kunna ekkert á þetta og þá er þetta ekki sjálfbært þegar enginn er til að aðstoða fólk. Mér finnst að það ætti ekki að vera hægt að taka bensín þannig á meðan verkfallinu stendur,“ segir Halldóra Sigríður og segir þetta verða skoðað þegar félagsmenn Bárunnar fara aftur í verkfall 6. og 7. maí. „Við ákváðum að fara rólega af stað og treysta hér fyrirtækjum. Við erum nokkuð sátt. Auðvitað eru annmarkar á þessu. Við erum að skrá það sem er ekki í lagi og það verður farið í það fullum þunga sjötta og sjöunda maí.“Heldur verra í ferðaþjónustunni Hún segir hóp félagsmanna hafa sinnt verkfallsvörslu og margar fúsar hendur til góðra verka. „Almennt eru menn að standa sig vel. Það er heldur verra í ferðaþjónustunni. Menn teygja sig ansi langt. Allir eru þó að reyna að gera þetta rétt.“ Spurð nánar út í ummælin um ferðaþjónustuna svarar hún: „Menn eru með bókað í mat og bókað fram í tímann og menn voru að vonast til að málið yrði leyst,“ segir Halldóra Sigríður og segir aðila innan þjónustunnar hafa reynt að leysa þetta með ýmsum hætti og spurt til að mynda hvort meðlimir úr fjölskyldunni megi sinna þeim ferðamönnum sem áttu bókaða gistingu eða mat.Fáir sem hafa prófað að fara í verkfall Á Akureyri eru félagsmenn stéttarfélagsins Einingar einnig í verkfalli og segir Anna Júlíusdóttir, formaður félagsins það hafa gengið þokkalega. „Það er lítið um brot, það er smá sem við erum að fást við en ekkert alvarlegt. Það eru fáir sem hafa prófað að fara í verkfall sem eru á vinnumarkaðinum í dag og það þarf að uppfræða fólk. Fólk heldur oft að það sé nóg að skipta um stéttarfélög en það eru störfin sem gilda,“ segir Anna. Verkfall Einingar nær til veitingastaða, hótela, gistiheimila, bílstjóra, hópferðabíla, verkafólks í byggingageiranum, kjötvinnslu og fiskvinnslu svo dæmi séu tekin. Spurð hvort að mörg fyrirtæki séu lokuð á Akureyri í dag vegna verkfallsins svarar hún: „Það er reyndar misjafnt. Sumir eru að loka en aðrir eru að berjast við að halda opnu með eigendum, kokkum og þjónustufólki í veitingageiranum. En þetta er mjög misjafnt, sumir hafa einfaldlega lokað. “
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hvalfjarðargöngin opin í verkfalli og forsvarsmenn Spalar sakaðir um lögbrot „Það er dapurt til þess að vita að svo vandað fyrirtæki sem Spölur er skuli ekki virða þau mannréttindi sem fólgin eru í verkfallsréttinum.“ 30. apríl 2015 14:44 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Hvalfjarðargöngin opin í verkfalli og forsvarsmenn Spalar sakaðir um lögbrot „Það er dapurt til þess að vita að svo vandað fyrirtæki sem Spölur er skuli ekki virða þau mannréttindi sem fólgin eru í verkfallsréttinum.“ 30. apríl 2015 14:44
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“