Nýr Bugatti á að vera 2 sekúndur í 100 Finnur Thorlacius skrifar 30. apríl 2015 16:45 Bugatti Chiron, en taka verður fram að ekki er víst að þetta sé endanlegt útlit bílsins, heldur er hér um að ræða tilraunabíl frá Bugatti. Á undanförnum árum hefur Bugatti rutt nýjar brautir og sett nokkur metin í hraða og afli meðal bíla. Því ætla þeir greinilega að halda áfram því í smíðum er nýr bíll, Bugatti Chiron, sem verður svo aflmikill að hann kemst á 100 km hraða á sléttum 2 sekúndum. Hann er með 1.500 hestafla aflrás svo það er ekki nema von að hann sé snöggur. Hann bakar þá þrjá ofurbíla sem mest hefur borið á á undanförnum árum, þ.e. McLaren P1, Porsche 918 Spyder og Ferrari La Ferrari. Chiron verður 0,5 sekúndum sneggri en La Ferrari í hundraðið, 0,6 fljótari en McLaren P1 og 0,9 sekúndum á undan Porsche 918. Víst er að til þess að þetta takist þarf Chiron að vera miklu léttari en Bugatti Veyron, sem í sinni öflugustu útfærslu skartaði 1.200 hestöflum. Bugatti segir að 92% íhluta í Chiron verði nýir og þá 8% úr Bugatti Veyron. Bugatti Chiron verður með rafdrifnar forþjöppur. Von er á þessum nýja bíl Bugatti á næsta ári og hefur komu hans verið frestað um 1 ár til að gera hann betur úr garði en upphaflegar áætlanir sögðu til um. Var það nýfráfarandi stjórnarformaður Volkswagen Group, Ferdinand Piëch, sem fyrirskipaði að betur þyrfti að standa að þessum nýja bíl og að hann ætti að slá öllum öðrum bílum við og það rösklega. Tölurnar benda til þess. Það er spurning hvað Koenigsegg segir við því. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent
Á undanförnum árum hefur Bugatti rutt nýjar brautir og sett nokkur metin í hraða og afli meðal bíla. Því ætla þeir greinilega að halda áfram því í smíðum er nýr bíll, Bugatti Chiron, sem verður svo aflmikill að hann kemst á 100 km hraða á sléttum 2 sekúndum. Hann er með 1.500 hestafla aflrás svo það er ekki nema von að hann sé snöggur. Hann bakar þá þrjá ofurbíla sem mest hefur borið á á undanförnum árum, þ.e. McLaren P1, Porsche 918 Spyder og Ferrari La Ferrari. Chiron verður 0,5 sekúndum sneggri en La Ferrari í hundraðið, 0,6 fljótari en McLaren P1 og 0,9 sekúndum á undan Porsche 918. Víst er að til þess að þetta takist þarf Chiron að vera miklu léttari en Bugatti Veyron, sem í sinni öflugustu útfærslu skartaði 1.200 hestöflum. Bugatti segir að 92% íhluta í Chiron verði nýir og þá 8% úr Bugatti Veyron. Bugatti Chiron verður með rafdrifnar forþjöppur. Von er á þessum nýja bíl Bugatti á næsta ári og hefur komu hans verið frestað um 1 ár til að gera hann betur úr garði en upphaflegar áætlanir sögðu til um. Var það nýfráfarandi stjórnarformaður Volkswagen Group, Ferdinand Piëch, sem fyrirskipaði að betur þyrfti að standa að þessum nýja bíl og að hann ætti að slá öllum öðrum bílum við og það rösklega. Tölurnar benda til þess. Það er spurning hvað Koenigsegg segir við því.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent