Enski boltinn

Reina lykillinn að sigri Bayern

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pepe Reina.
Pepe Reina. Vísir/Getty
Bayern München er komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlegan 6-1 sigur á heimavelli gegn Porto í gær.

Portúgalarnir unnu fyrri leikinn á heimavelli, 3-1, og töldu margir möguleika þeirra þýsku takmarkaða fyrir leikinn á Allianz Arena í gær.

En Bayern skoraði fimm mörk strax í fyrri hálfleik og gerði í raun út um rimmuna þá.

Müller segir að varamarkvörðurinn Pepe Reina hafi komið með góðar ráðleggingar fyrir liðið eftir að hafa mætt Porto með Napoli í fyrra.

„Hann var innanbúðarmaður fyrir okkur. Hann spilaði gegn þeim þegar hann var hjá Napoli og sagði okkur að Porto var gjörólíkt lið á útivelli og heimavelli,“ sagði Müler.

„Við þurftum að breyta sóknarleiknum okkar og við gerðum það. Við fundum mun meira pláss á síðasta þriðjungi vallarins en í síðasta leik.“


Tengdar fréttir

Bayern valtaði yfir Porto | Sjáðu mörkin

Bayern München þurfti aðeins einn hálfleik til þess að snúa 1-3 stöðu við gegn Porto. Liðið skoraði fimm mörk á 26 mínútum og gerði út um einvígið. Lokatölur 6-1 og Bayern komið í undanúrslit í Meistaradeildinni með því að vinna rimmuna 7-4 samanlagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×