Handbolti

Stefán Baldin áfram í herbúðum Fram

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stefán Baldvin skorar eitt af 93 mörkum sínum á Íslandsmótinu gegn Stjörnunni.
Stefán Baldvin skorar eitt af 93 mörkum sínum á Íslandsmótinu gegn Stjörnunni. vísir/valli
Stefán Baldvin Stefánsson, hornamaður Fram í Olís-deild karla í handbolta, hefur framlengt samning sinn við félagið um eitt ár.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Fram, en Stefán, sem er fæddur árið 1981, hefur spilað allan sinn feril með Safamýrarliðinu.

Stefán Baldvin hefur verið einn af burðarásum Fram í mörg ár, en hann skoraði 93 mörk í 25 leikjum fyrir liðið í Olís-deildinni í vetur.

Hann varð Íslandsmeistari með liðinu fyrir tveimur árum þegar Fram hafði betur gegn Haukum í lokaúrslitum Íslandsmótsins, en Framarar töpuðu fyrir Valsmönnum, 2-0, í átta liða úrslitunum í ár




Fleiri fréttir

Sjá meira


×