Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 76-85 | Snæfellingar í góðum málum Árni Jóhannsson í Sláturhúsinu skrifar 24. apríl 2015 17:25 Kristen, Gunnar og Ingi þjálfari kát eftir leik. vísir/óój Snæfell er komið í 2-0 í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna. Þær unnu Keflvíkinga í Keflavík í hörkuleik þar sem Snæfell var betri aðilinn í fyrri hálfleik og gerðu nóg í seinni til að klára leikinn sem endaði 76-85. Gestirnir úr Stykkishólmi byrjuðu leikinn mun betur og skoruðu fyrstu fjögur stig leiksins. Næstu andartök fyrsta leikhlutans þá skiptust liðin á körfum en Keflvíkingar voru meiri klaufar í sóknarleik sínum en þrátt fyrir það héldu þær í við gestina þangað til tæpar þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhlutanum þegar Snæfellingar náðu að rífa sig níu stigum frá heimakonum sem var mesta forskot þangað til í leiknum. Leikhlutanum lauk í stöðunni 22-31 og voru Snæfellskonur vel að forskotinu komnar. Snæfellskonur byrjuðu annan leikhlutann betur og voru ekki á því að taka fótinn af bensíngjöfinni og opnuðu þær fjórðunginn á 7-0 sprett áður en heimakonur komust á blað. Þegar um þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum þá þurfti að gera hlé á leiknum vegna bilunar á skotklukkunni en Snæfellskonur komu betur út úr því og náðu þær mest 17 stiga forskoti um miðjan annan fjórðung 25-42 og voru Keflvíkingar ekki í sambandi. Heimakonurnar tóku síðan við sér og náðu að laga stöðuna niður í 10 stig áður en flautað var til hálfleiks. Það sem var að skila Snæfellingum forskotinu var mjög góð hittni ásamt því að heimakonur misstu boltann klaufalega frá sér á mikilvægum tímapunktum sem Snæfellingar nýttu sér vel. Munurinn í þriðja leikhluta var lengi vel 8-10 stig og var mikið jafnvægi í leiknum. Það voru síðan Keflvíkingar sem náðu góðum leikkafla þegar um þrjár mínútur voru eftir af þriðja fjórðung sem skilaði sér í því að munurinn var ekki nema þrjú stig fyrir lokafjórðunginn. Fínn varnarleikur sem neyddi gestina úr Stykkishólmi í erfið skot eða tapaða bolta voru lykilatriði fyrir heimakonur í þriðja leikhluta ásamt því að vítin fóru að rata niður fyrir Keflvíkinga en hittni þeirra af línunni hafði verið mjög döpur í fyrri hálfleik. Staðan 63-66 fyrir Snæfell þegar þriðja fjórðung lauk og allt í járnum. Bæði lið skoruðu körfu á fyrstu mínútu fjórða leikhluta en næstu andartökin á eftir frysti í skothöndunum og var mikil spenna í leikmönnum beggja liða. Heimakonur náðu muninum niður í eitt stig sem var minnsti munur síðan í stöðunni 0-0. Þegar liðin byrjuðu að hitta aftur varð aftur mikið jafnvægi í leiknum og skiptust liðin á körfum en Snæfellingar náðu að halda Keflvíkingum fyrir aftan sig, einu til þremur stigum. Keflvíkingar náðu loksins að jafna og komast yfir þegar hálfur leikhluti var eftir af leiknum en í stöðunni 74-74 skoraði Helga Hjördís Björgvinsdóttir svakalegann þrist sem kom Snæfellingum yfir 74-77 þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Þá skelltu gestirnir í lás í vörninni og það sem eftir lifði leiks skoruðu Keflvíkingar ekki nema tvö stig á móti átta stigum gestanna. Snæfellingar eru því komnar í 2-0 og geta klárað einvígið og tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna á mánudaginn kemur í Stykkishólmi. Þær voru vel að sigrinum komnar og má segja að mikil áræðni í lok leiks hafi skilað sigrinum.Ingi Þór Steinþórsson: Langt í frá að vera búið Mjög svo ánægður þjálfari Snæfells var spurður að því í leikslok hvað hans leikmenn hafi gert rétt í sigrinum á Keflavík á föstudagskvöld. „Við mættum til leiks með rosalega áræðni og reynslu af tveimur tapleikjum hérna í Keflavík bæði í deild og bikar. Í þeim leikjum verðum við hræddar og bökkum þegar Keflvíkingar réðust að okkur. Í dag bökkuðum við ekki og vorum áræðnar og stýrðum þessum leik þó að þær hafi náð forystu í fjórða leikhluta. Við vorum að fá framlag frá öllum einnig.“ Ingi var því næst spurður út í frammistöðu Kristen McCarthy sem sallaði 43 stigum á Keflvíkinga í kvöld. „Báðir útlendingar núlla sig út og voru þær báðar frábærar í dag en við fengum aðeins meira framlag frá fleirum í dag en Keflavík og fannst mér það munurinn í kvöld. Í fyrri hálfleik sýndum við besta sóknarleikinn okkar í allan vetur og erum að skjóta vel, setjum t.d. sjö þriggja stiga skot í röð en það hafa komið nokkrir leikir í röð þar sem við skorum ekki þriggja stiga körfu. Þetta kom úr vörninni, eins og gamla klisjan segir, með góðri vörn kemur sjálfstraust.“ „Bæði lið voru að spila vel í kvöld, Keflvíkingar skora 42 stig í fyrri hálfleiks sem er mjög mikið en við setjum 52 stig sem er frábært. Við vitum það hinsvegar að þetta er langt í frá að vera búið.“ Hvað þurfa Snæfellingar að gera til að gera út um einvígið á mánudaginn kemur? „Við þurfum að spila betur, ná betri vörn og halda áfram að fá framlag frá öllum. Við megum ekki við einu eða neinu. Það eru tvær hjá okkur, ef við segjum að það séu 130 þræðir í vöðvunum, þá eru þær með sex eða sjö þræði eftir. Við þurfum að jafna okkur um helgina og fara yfir það sem við gerðum vel og leiðrétta það sem við gerðum rangt og bara vera betri á mánudaginn heldur en við höfum verið í fyrstu leikjunum.“Sigurður Ingimundarson: Við ætlum að vinna á mánudaginn, það er alveg klárt Þjálfar Keflavíkur var spurður að því á hvað væri hægt að skrifa tap Keflvíkinga fyrir Snæfell í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. „Við erum náttúrulega að spila við mjög gott lið sem urðu deildarmeistarar í vetur sem spiluðu frábærlega í kvöld. Við hinsvegar vorum of köflóttar og á tímum gátum við bara ekkert í sóknarleiknum. Við erum ungt lið og þær eiga það til að fara út úr því sem þær eiga að vera að gera og það eru fáar sem eru að skora. Það er vandamálið núna.“ Sigurður var því næst spurður út í hvað hægt væri að gera svo að einvígið sneri aftur til Keflavíkur í næstu viku. „Við gerum helling. Það gerir okkur hinsvegar erfitt fyrir að úrslitakeppni yngir flokka er um helgina, einhver snillingur ákvað það, þannig að flestar af stelpunum mínum verða í Hólminum að keppa í úrslitum um helgina. Þannig ég hef engar æfingar og getum við því ekki breytt neinu en við ætlum að vinna á mánudaginn, það er alveg klárt.“ Þannig að það er hugarfarið hjá leikmönnum sem Sigurður verður að vinna með fyrir leikinn á mánudag? „Já, þær eru alveg nógu góðar en eiga það til að fara út úr því sem þær eiga að gera og má skrifa það á reynsluleysi enda mjög margar enn í unglingaflokk og hafa aldrei verið aðalleikmenn í einvígi áður. Það tekur tíma að ná því.“ Sigurður var spurður hvort eitthvað væri hægt að gera varðandi Kristen McCarthy. „Hún er hrikalega góð, ég hef reyndar ekki oft séð Snæfell hitta eins og þær hittu í dag. Þær hittu nánast úr öllu og McCarthy sérstaklega, hjá okkur er ekkert vandamál hver skorar hjá þeim bara er við skorum meira. Sóknarleikurinn okkar hefur verið smá vandamál hjá okkur, við erum að fá stig frá fáum leikmönnum og það er ekki það sem við viljum. Svo er kaninn okkar að skora mjög mikið fyrir okkur og við viljum það ekki heldur við viljum hafa þetta öðruvísi. Snæfellingar eru sáttir við að kaninn sinn taki öll þessi skot en það viljum við ekk.“Keflavík-Snæfell 76-85 (22-31, 20-21, 21-14, 13-19)Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 43/11 fráköst/7 stolnir, Sara Rún Hinriksdóttir 16/10 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 9/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 6, Hallveig Jónsdóttir 2, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 0/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 0, Marín Laufey Davíðsdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Ingunn Embla Kristínardóttir 0, Elfa Falsdottir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 43/11 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Hildur Sigurðardóttir 17/13 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9/7 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5, Alda Leif Jónsdóttir 5/6 fráköst/6 stoðsendingar, María Björnsdóttir 4, Berglind Gunnarsdóttir 2, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 0/6 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Rósa Indriðadóttir 0, Anna Soffía Lárusdóttir 0, Silja Katrín Davíðsdóttir 0.Leiklýsing: Keflavík - Snæfell4. leikhluti | 76-85: Leiknum er lokið. Snæfell getur klárað einvígið á heimavelli í næsta leik. Þetta var vel gert hjá gestunum í kvöld.4. leikhluti | 76-81: Aftur missa Keflavíkurkonur boltann, Snæfellingar eru á leiðinni á línuna þegar 23 sek. eru eftir og það er tekið leikhlé. Hitti þær úr vítunum er þetta nánast komið.4. leikhluti | 76-81: Aftur geiga heimakonur í sókn sinni og Snæfellingar nýta sér það ekki þegar 50 sek. eru eftir.4. leikhluti | 76-81: Þær eru of fljótar á sér í sóknaraðgerðum sínum Keflavíkur konur og eru ekki að hitta úr skotum sem eru jafnvel ótímabær. Leikhlé tekið þegar 1:22 eru eftir.4. leikhluti | 76-81: Snæfellingar skora fjögur stig í röð og auka muninn í fimm stig þegar 2 mín lifa af leiknum.4. leikhluti | 76-77: Heimakonur reyndu þrist sem geigaði en náðu sóknarfrákasti og lögðu boltann ofan í. Eins stiga munur og 2:50 eftir af leiknum.4. leikhluti | 74-77: 3:17 eftir af leiknum og risa stór þristur ratar ofan í frá gestunum. Keflvíkingar taka leikhlé, ef þetta heldur svona áfram þurfa hjartveikir frá að hverfa þetta gæti verið of mikið.4. leikhluti | 74-74: Snæfellskonur jafna metin en McCarthy náði að stela boltanum liggjandi á gólfinu og auðvelt sniðskot fylgdi, ótrúlegt. 4:10 eftir.4. leikhluti | 74-72: Keflvíkingar eru komnar yfir. Villa og karfa góð og Tyson-Thomas nýtti vítið og heimakonur komnar yfir í fyrsta sinn í leiknum. 5:18 eftir.4. leikhluti | 71-72: Aftur skipst á körfum. Snæfellingar missa síðan boltann sökum sóknarvillu og Keflvíkingar reyndu að komast yfir í fyrsta sinn í leiknum en náðu ekki að nýta sér tækifærið. Snæfellingar fengu þá tækifæri á að auka muninn aftur en klikkuðu sjálfar. 5:25 eftir.4. leikhluti | 69-70: Bæði lið tapa boltanum í beit og skiptast síðan á körfum. Enn eins stiga munur, enn mikil spenna. 6:29 eftir.4. leikhluti | 67-68: Bæði lið eru skítköld eftir fyrstu körfunar. Boltinn vill bara ekki í gegnum hringinn utan af velli. Keflvíkingar bæta við stigum af línunni og minnka muninn í eitt stig sem er minnsti munur síðan í fyrsta leikhluta. 7:21 eftir.4. leikhluti | 65-68: Fjórði leikhlutinn er byrjaður og geiga fyrstu sóknir liðanna áður en Snæfell stelur boltanum og þær ná að leggja boltann auðveldlega í körfuna. Heimakonur svara um hæl og enn er þriggja stiga munur. 8:55 eftir.3. leikhluti | 63-66: Þriðja leikhlutanum er lokið og áttu heimakonur seinustu sóknina sem þær náðu ekki að nýta sér. Því er munurinn þrjú stig fyrir lokaleikhlutann. Þetta lítur betur út hjá Keflavík en Snæfellingar þyrftu að herða á sér til að þetta fari ekki illa eins vel og þetta leit út í hálfleik.3. leikhluti | 63-66: Þetta gerist hratt núna oen skipst er á körfum og Keflvíkingar minnka muninn aftur niður í þrjú stig þega 33 sek. eru eftir.3. leikhluti | 58-64: Næstu þrjú stig eru Snæfellinga og eykst þá munurinn aftur í sex stig þegar 1:28 eru eftir.3. leikhluti | 58-61: Snæfellingar eru líka að missa víti sem er alveg jafndýrt þegar viðhalda á forskoti. Eitt víti fer niður en annar þristur kemur frá Keflavík strax á eftir og minnkar muninn í þrjú stig. 2:15 eftir.3. leikhluti | 55-60: Snæfellingar skora og auka muninn í átta stig aftur áður en Tyson-Thomas kveikir í áhangendum Keflvíkinga með þrist og minnkar muninn í fimm stig. 2:45 eftir.3. leikhluti | 52-58: Keflvíkinga ná muninum niður í sex stig af vítalínunni. Það er komin spenna í þetta, sem kemur niður á gæðum körfuboltans en það er í góðu lagi. 4:05 eftir.3. leikhluti | 50-58: Bæði lið missa boltann en heimakonur nýta það ekki jafn vel og Snæfellingar gerðu í fyrri hálfleik og því er munurinn átta stig og ekki minni. 5:20 eftir.3. leikhluti | 48-58: Skipst er á körfum en gestirnir ná að halda Keflavík 10 stigum frá sér. Sóknarleikur beggja liða hefur verið stopull í upphafi seinni hálfleiks. 6:20 eftir.3. leikhluti | 46-54: Í fyrsta skipti í langan tíma er munurinn kominn niður í eins stafa tölu og er það átta stiga munur fyrir Snæfell. Tvisvar á skömmum tíma hefur McCarthy lent í baráttu um boltann og liggur eftir þau viðskipti. Við vonum að það sé ekki alvarlegt. 7:50 eftir.3. leikhluti | 44-54: Heimakonur komast á blað, bæði lið missa síðan boltann frá sér og staðan er enn 10 stig fyrir Snæfell. 8:40 eftir.3. leikhluti | 42-54: Seinni hálfleikur byrjar og það eru gestirnir sem byrja með boltann. McCarthy setur niður fyrstu stig hálfleiksins og það eru 9:40 eftir.2. leikhluti | 42-52: Það er kominn hálfleikur og hafa Keflvíkingar lagað stöðuna til muna með því að byrja leikinn loksins í öðrum fjórðung. Gestirnir halda samt sem áður 10 stiga forskoti en þetta er langt í frá að vera búið en Snæfellingar virtust bara ætla að klára heimakonur á tímabili í fyrri hálfleik.2. leikhluti | 39-52: Þetta er besti kafli Keflvíkinga og virtust þær vera á leið á einhvern sprett en McCarthy hélt nú ekki og dritaði þrist á heimakonur og er munurinn því 13 sti í stað 10 eins og hann var kominn niður í. 1 mín eftir.2. leikhluti | 36-49: Carmen Tyson-Thomas fór á línuna og setti niður þrjú víti úr þremur skotum. 2:26 eftir.2. leikhluti | 34-49: Liðin skiptast nú á að skora stig en Snæfellingar halda 15 stigum í forskot. Leikhlé tekið þegar 2:26 eru eftir og Keflvíkingar eru á leiðinni á vítalínuna að skjóta þremur vítaskotum.2. leikhluti | 28-47: Aftur ratar þristur heim frá gestunum og aftur vill víti ekki niður hjá heimakonum. Þær fengu reyndar þrjú slík og fóru tvö víti niður en eins og áður segir þá er það rándýrt að hitta ekki úr vítum þegar verið er að elta andstæðing. 3:25 eftir.2. leikhluti | 28-44: Hittni Snæfellinga er til fyrirmyndar á meðan Keflvíkingar geta ekki keypt sér körfu og eru vítaskotin ekki einu sinni að rata rétta leið. 3:59 eftir.2. leikhluti | 27-42: 17 stiga forskot gestanna áður en Keflvíkingar komast á blað af vítalínunni og minnka muninn aftur í 15 stig. 4:35 eftir.2. leikhluti | 25-40: Snæfellingar náðu 15 stiga forskoti. Þær eru miklu gráðugri Snæfellskonur, viljinn og baráttan er miklu meiri. Eins og einn áhorfandi benti réttilega á þá þarf Keflavík að byrja leikinn. 5:10 eftir.2. leikhluti | 25-38: Jæja þá byrjum við aftur, skotklukkan öðru megin vill ekki vera með okkur í kvöld og því bara hægt að sjá hana á öðrum enda vallarins. Bæði lið klúðra sókn. 6:25 eftir.2. leikhluti | 25-38: Aftur missa Keflvíkingar boltann en nú kvitta þær fyrir það með því að stela boltanum til baka og fá villu dæmda og tvö víti. Hvorugt vítið ratar heim sem er rándýrt en þær ná tveimur sóknarfráköstum sem þær ná ekki að nýta þar sem skotklukkan rennur út. Síðan þarf að gera hlé á leiknum þar sem flautan hættir ekki að flauta og mun á endanum æra alla. 7:03 eftir.2. leikhluti | 25-38: 7-0 sprettur til að byrja þetta hjá Snæfellingum. Þær ætla svo sannarlega að reyna að ganga frá þessu snemma. Keflvíkingar ná að svara með þrist og munurinn er 13 stig fyrir Snæfell og sprettinum lýkur. Leikhlé tekið þegar 7:46 eru eftir.2. leikhluti | 22-35: Annar fjórðungur er byrjaður, Keflvíkingar klúðra tveimur sóknum og Snæfellingar eiga fyrstu fjögur stigin í leikhlutanum og halda áfram þaðan sem frá var horfið. 9 mín. eftir.1. leikhluti | 22-31: Leihlutanum er lokið. Snæfell er með völdin, heimakonur eru að tapa of mörgum boltum sem Snæfell nýtir sér til fullnustu og eru með verðskuldaða forystu upp á níu stig en Tyson-Thomas lagaði stöðuna með flautu körfu fyrir aftan þriggja stiga línuna.1. leikhluti | 19-27: Snæfell náði mest níu stiga forskoti áðan, 15-24, en klaufagangur heimakvenna er að kosta þær mjög. Gestirnir úr Hólminum eru hinsvegar að gera flest rétt og hafa átta stiga forskot eins og staðan er núna. 1 mín eftir.1. leikhluti | 13-18: Aftur ná Snæfellingar fimm stiga forskoti og aftur er það þristur sem ratar heim sem gerir það að verkum. Keflvíkingar virðast alltaf ná að vera skammt undan en ef þær ætla að vera að klúðra vítum eins og þær hafa gert verður þetta erfitt. Þrjú víti hafa farið forgörðum hingað til. 3:30 eftir.1. leikhluti | 10-13: Þristur rataði heim frá Snæfellingum og mesta forysta leiksins, fimm stig, leit dagsins ljós. Keflvíkingar minnkuðu það niður í þrjú stig og klúðruðu víti til að minnka muninn enn frekar. Bæði lið hafa misst boltann og það er mikil barátta í leiknum. 5:20 eftir.1. leikhluti | 8-10: Snæfell byrjar mun betur hefur í tvígang náð fjögurra stiga forystu, Keflvíkingar hafa verið klaufar bæði í skotum og með því að missa boltann en ná samt að halda í við Snæfellinga. 6:15 eftir.1. leikhluti | 4-6: Heimakonur komast þá á blað og skipst er síðan á körfum, þar með er leikurinn byrjaður og áhorfendur taka heldur betur við sér. 7:51 eftir.1. leikhluti | 0-4: Snæfell skorar fyrstu fjögur stig leiksins, heimakonur misstu boltann og klúðruðu tveimur góðum skotum í sömu ókninni. 9 mín. eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er byrjaður og það eru Snæfellingar sem byrjar. 9:59 eftir.Fyrir leik: Eins og áður segir var fyrsti leikur liðanna æsispennandi og til marks um það þá skipti forystan um hendur sex sinnum og sex sinnum í leiknum var jafnt á öllum tölum. Við náttúrulega vonum að sama verði upp á teningnum í kvöld og að við fáum mikla skemmtun.Fyrir leik: Liðin mættust þrisvar sinnum í deildarkeppninni í vetur en þar hafði Snæfell betur innbyrðis en þær unnu tvo leiki á móti einum Keflvíkinga. Þar af einn í Keflavík. Allar klisjur um að það sé heimavöllurinn sem skiptir máli í þessari rimmu eru þar með afþakkaðar. Það er þó líklegt að heimakonur í Keflavík mæti dýrvitlausar til leiks og verji heimavöllinn en það eru konurnar úr Stykkishólmi örugglega líka og vilja örugglega vinna í kvöld til að minnka líkurnar á því að koma aftur til Keflavíkur.Fyrir leik: Snæfell varð deildarmeistari í vetur en Keflavík endaði í öðru sæti, það er því rétt að þessi lið eigast við í rimmunni um þann stóra.Fyrir leik: Það er alveg örugglega búið að tíunda það hvernig liðin komust í úrslitaeinvígið en ég ætla samt að fara yfir það enda er góð vísa sjaldan of oft kveðin. Snæfell lagði Grindavík 3-1 á meðan Keflavík sópaði Haukum út úr keppni 3-0 í undanúrslitunum.Fyrir leik: Þetta er annar leikur liðanna í rimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna. Fyrsti leikurinn fór fram á miðvikudaginn síðastliðinn og var munurinn á liðunum eins lítill og hann getur verið, 1 stig. Snæfell tók forystuna í einvíginu með því að vinna Keflvíkinga 75-74. Það eru ansi góð fyrirheit fyrir rimmuna en þetta eru bestu lið landsins í körfubolta. Ekki láta ykkur koma ykkur á óvart ef þetta einvígi fer í alla fimm leikina sem mögulegir eru.Fyrir leik: Hér verður leik Keflavíkur og Snæfells lýst. &nocache=1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Sjá meira
Snæfell er komið í 2-0 í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna. Þær unnu Keflvíkinga í Keflavík í hörkuleik þar sem Snæfell var betri aðilinn í fyrri hálfleik og gerðu nóg í seinni til að klára leikinn sem endaði 76-85. Gestirnir úr Stykkishólmi byrjuðu leikinn mun betur og skoruðu fyrstu fjögur stig leiksins. Næstu andartök fyrsta leikhlutans þá skiptust liðin á körfum en Keflvíkingar voru meiri klaufar í sóknarleik sínum en þrátt fyrir það héldu þær í við gestina þangað til tæpar þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhlutanum þegar Snæfellingar náðu að rífa sig níu stigum frá heimakonum sem var mesta forskot þangað til í leiknum. Leikhlutanum lauk í stöðunni 22-31 og voru Snæfellskonur vel að forskotinu komnar. Snæfellskonur byrjuðu annan leikhlutann betur og voru ekki á því að taka fótinn af bensíngjöfinni og opnuðu þær fjórðunginn á 7-0 sprett áður en heimakonur komust á blað. Þegar um þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum þá þurfti að gera hlé á leiknum vegna bilunar á skotklukkunni en Snæfellskonur komu betur út úr því og náðu þær mest 17 stiga forskoti um miðjan annan fjórðung 25-42 og voru Keflvíkingar ekki í sambandi. Heimakonurnar tóku síðan við sér og náðu að laga stöðuna niður í 10 stig áður en flautað var til hálfleiks. Það sem var að skila Snæfellingum forskotinu var mjög góð hittni ásamt því að heimakonur misstu boltann klaufalega frá sér á mikilvægum tímapunktum sem Snæfellingar nýttu sér vel. Munurinn í þriðja leikhluta var lengi vel 8-10 stig og var mikið jafnvægi í leiknum. Það voru síðan Keflvíkingar sem náðu góðum leikkafla þegar um þrjár mínútur voru eftir af þriðja fjórðung sem skilaði sér í því að munurinn var ekki nema þrjú stig fyrir lokafjórðunginn. Fínn varnarleikur sem neyddi gestina úr Stykkishólmi í erfið skot eða tapaða bolta voru lykilatriði fyrir heimakonur í þriðja leikhluta ásamt því að vítin fóru að rata niður fyrir Keflvíkinga en hittni þeirra af línunni hafði verið mjög döpur í fyrri hálfleik. Staðan 63-66 fyrir Snæfell þegar þriðja fjórðung lauk og allt í járnum. Bæði lið skoruðu körfu á fyrstu mínútu fjórða leikhluta en næstu andartökin á eftir frysti í skothöndunum og var mikil spenna í leikmönnum beggja liða. Heimakonur náðu muninum niður í eitt stig sem var minnsti munur síðan í stöðunni 0-0. Þegar liðin byrjuðu að hitta aftur varð aftur mikið jafnvægi í leiknum og skiptust liðin á körfum en Snæfellingar náðu að halda Keflvíkingum fyrir aftan sig, einu til þremur stigum. Keflvíkingar náðu loksins að jafna og komast yfir þegar hálfur leikhluti var eftir af leiknum en í stöðunni 74-74 skoraði Helga Hjördís Björgvinsdóttir svakalegann þrist sem kom Snæfellingum yfir 74-77 þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Þá skelltu gestirnir í lás í vörninni og það sem eftir lifði leiks skoruðu Keflvíkingar ekki nema tvö stig á móti átta stigum gestanna. Snæfellingar eru því komnar í 2-0 og geta klárað einvígið og tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna á mánudaginn kemur í Stykkishólmi. Þær voru vel að sigrinum komnar og má segja að mikil áræðni í lok leiks hafi skilað sigrinum.Ingi Þór Steinþórsson: Langt í frá að vera búið Mjög svo ánægður þjálfari Snæfells var spurður að því í leikslok hvað hans leikmenn hafi gert rétt í sigrinum á Keflavík á föstudagskvöld. „Við mættum til leiks með rosalega áræðni og reynslu af tveimur tapleikjum hérna í Keflavík bæði í deild og bikar. Í þeim leikjum verðum við hræddar og bökkum þegar Keflvíkingar réðust að okkur. Í dag bökkuðum við ekki og vorum áræðnar og stýrðum þessum leik þó að þær hafi náð forystu í fjórða leikhluta. Við vorum að fá framlag frá öllum einnig.“ Ingi var því næst spurður út í frammistöðu Kristen McCarthy sem sallaði 43 stigum á Keflvíkinga í kvöld. „Báðir útlendingar núlla sig út og voru þær báðar frábærar í dag en við fengum aðeins meira framlag frá fleirum í dag en Keflavík og fannst mér það munurinn í kvöld. Í fyrri hálfleik sýndum við besta sóknarleikinn okkar í allan vetur og erum að skjóta vel, setjum t.d. sjö þriggja stiga skot í röð en það hafa komið nokkrir leikir í röð þar sem við skorum ekki þriggja stiga körfu. Þetta kom úr vörninni, eins og gamla klisjan segir, með góðri vörn kemur sjálfstraust.“ „Bæði lið voru að spila vel í kvöld, Keflvíkingar skora 42 stig í fyrri hálfleiks sem er mjög mikið en við setjum 52 stig sem er frábært. Við vitum það hinsvegar að þetta er langt í frá að vera búið.“ Hvað þurfa Snæfellingar að gera til að gera út um einvígið á mánudaginn kemur? „Við þurfum að spila betur, ná betri vörn og halda áfram að fá framlag frá öllum. Við megum ekki við einu eða neinu. Það eru tvær hjá okkur, ef við segjum að það séu 130 þræðir í vöðvunum, þá eru þær með sex eða sjö þræði eftir. Við þurfum að jafna okkur um helgina og fara yfir það sem við gerðum vel og leiðrétta það sem við gerðum rangt og bara vera betri á mánudaginn heldur en við höfum verið í fyrstu leikjunum.“Sigurður Ingimundarson: Við ætlum að vinna á mánudaginn, það er alveg klárt Þjálfar Keflavíkur var spurður að því á hvað væri hægt að skrifa tap Keflvíkinga fyrir Snæfell í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. „Við erum náttúrulega að spila við mjög gott lið sem urðu deildarmeistarar í vetur sem spiluðu frábærlega í kvöld. Við hinsvegar vorum of köflóttar og á tímum gátum við bara ekkert í sóknarleiknum. Við erum ungt lið og þær eiga það til að fara út úr því sem þær eiga að vera að gera og það eru fáar sem eru að skora. Það er vandamálið núna.“ Sigurður var því næst spurður út í hvað hægt væri að gera svo að einvígið sneri aftur til Keflavíkur í næstu viku. „Við gerum helling. Það gerir okkur hinsvegar erfitt fyrir að úrslitakeppni yngir flokka er um helgina, einhver snillingur ákvað það, þannig að flestar af stelpunum mínum verða í Hólminum að keppa í úrslitum um helgina. Þannig ég hef engar æfingar og getum við því ekki breytt neinu en við ætlum að vinna á mánudaginn, það er alveg klárt.“ Þannig að það er hugarfarið hjá leikmönnum sem Sigurður verður að vinna með fyrir leikinn á mánudag? „Já, þær eru alveg nógu góðar en eiga það til að fara út úr því sem þær eiga að gera og má skrifa það á reynsluleysi enda mjög margar enn í unglingaflokk og hafa aldrei verið aðalleikmenn í einvígi áður. Það tekur tíma að ná því.“ Sigurður var spurður hvort eitthvað væri hægt að gera varðandi Kristen McCarthy. „Hún er hrikalega góð, ég hef reyndar ekki oft séð Snæfell hitta eins og þær hittu í dag. Þær hittu nánast úr öllu og McCarthy sérstaklega, hjá okkur er ekkert vandamál hver skorar hjá þeim bara er við skorum meira. Sóknarleikurinn okkar hefur verið smá vandamál hjá okkur, við erum að fá stig frá fáum leikmönnum og það er ekki það sem við viljum. Svo er kaninn okkar að skora mjög mikið fyrir okkur og við viljum það ekki heldur við viljum hafa þetta öðruvísi. Snæfellingar eru sáttir við að kaninn sinn taki öll þessi skot en það viljum við ekk.“Keflavík-Snæfell 76-85 (22-31, 20-21, 21-14, 13-19)Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 43/11 fráköst/7 stolnir, Sara Rún Hinriksdóttir 16/10 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 9/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 6, Hallveig Jónsdóttir 2, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 0/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 0, Marín Laufey Davíðsdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Ingunn Embla Kristínardóttir 0, Elfa Falsdottir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 43/11 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Hildur Sigurðardóttir 17/13 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9/7 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5, Alda Leif Jónsdóttir 5/6 fráköst/6 stoðsendingar, María Björnsdóttir 4, Berglind Gunnarsdóttir 2, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 0/6 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Rósa Indriðadóttir 0, Anna Soffía Lárusdóttir 0, Silja Katrín Davíðsdóttir 0.Leiklýsing: Keflavík - Snæfell4. leikhluti | 76-85: Leiknum er lokið. Snæfell getur klárað einvígið á heimavelli í næsta leik. Þetta var vel gert hjá gestunum í kvöld.4. leikhluti | 76-81: Aftur missa Keflavíkurkonur boltann, Snæfellingar eru á leiðinni á línuna þegar 23 sek. eru eftir og það er tekið leikhlé. Hitti þær úr vítunum er þetta nánast komið.4. leikhluti | 76-81: Aftur geiga heimakonur í sókn sinni og Snæfellingar nýta sér það ekki þegar 50 sek. eru eftir.4. leikhluti | 76-81: Þær eru of fljótar á sér í sóknaraðgerðum sínum Keflavíkur konur og eru ekki að hitta úr skotum sem eru jafnvel ótímabær. Leikhlé tekið þegar 1:22 eru eftir.4. leikhluti | 76-81: Snæfellingar skora fjögur stig í röð og auka muninn í fimm stig þegar 2 mín lifa af leiknum.4. leikhluti | 76-77: Heimakonur reyndu þrist sem geigaði en náðu sóknarfrákasti og lögðu boltann ofan í. Eins stiga munur og 2:50 eftir af leiknum.4. leikhluti | 74-77: 3:17 eftir af leiknum og risa stór þristur ratar ofan í frá gestunum. Keflvíkingar taka leikhlé, ef þetta heldur svona áfram þurfa hjartveikir frá að hverfa þetta gæti verið of mikið.4. leikhluti | 74-74: Snæfellskonur jafna metin en McCarthy náði að stela boltanum liggjandi á gólfinu og auðvelt sniðskot fylgdi, ótrúlegt. 4:10 eftir.4. leikhluti | 74-72: Keflvíkingar eru komnar yfir. Villa og karfa góð og Tyson-Thomas nýtti vítið og heimakonur komnar yfir í fyrsta sinn í leiknum. 5:18 eftir.4. leikhluti | 71-72: Aftur skipst á körfum. Snæfellingar missa síðan boltann sökum sóknarvillu og Keflvíkingar reyndu að komast yfir í fyrsta sinn í leiknum en náðu ekki að nýta sér tækifærið. Snæfellingar fengu þá tækifæri á að auka muninn aftur en klikkuðu sjálfar. 5:25 eftir.4. leikhluti | 69-70: Bæði lið tapa boltanum í beit og skiptast síðan á körfum. Enn eins stiga munur, enn mikil spenna. 6:29 eftir.4. leikhluti | 67-68: Bæði lið eru skítköld eftir fyrstu körfunar. Boltinn vill bara ekki í gegnum hringinn utan af velli. Keflvíkingar bæta við stigum af línunni og minnka muninn í eitt stig sem er minnsti munur síðan í fyrsta leikhluta. 7:21 eftir.4. leikhluti | 65-68: Fjórði leikhlutinn er byrjaður og geiga fyrstu sóknir liðanna áður en Snæfell stelur boltanum og þær ná að leggja boltann auðveldlega í körfuna. Heimakonur svara um hæl og enn er þriggja stiga munur. 8:55 eftir.3. leikhluti | 63-66: Þriðja leikhlutanum er lokið og áttu heimakonur seinustu sóknina sem þær náðu ekki að nýta sér. Því er munurinn þrjú stig fyrir lokaleikhlutann. Þetta lítur betur út hjá Keflavík en Snæfellingar þyrftu að herða á sér til að þetta fari ekki illa eins vel og þetta leit út í hálfleik.3. leikhluti | 63-66: Þetta gerist hratt núna oen skipst er á körfum og Keflvíkingar minnka muninn aftur niður í þrjú stig þega 33 sek. eru eftir.3. leikhluti | 58-64: Næstu þrjú stig eru Snæfellinga og eykst þá munurinn aftur í sex stig þegar 1:28 eru eftir.3. leikhluti | 58-61: Snæfellingar eru líka að missa víti sem er alveg jafndýrt þegar viðhalda á forskoti. Eitt víti fer niður en annar þristur kemur frá Keflavík strax á eftir og minnkar muninn í þrjú stig. 2:15 eftir.3. leikhluti | 55-60: Snæfellingar skora og auka muninn í átta stig aftur áður en Tyson-Thomas kveikir í áhangendum Keflvíkinga með þrist og minnkar muninn í fimm stig. 2:45 eftir.3. leikhluti | 52-58: Keflvíkinga ná muninum niður í sex stig af vítalínunni. Það er komin spenna í þetta, sem kemur niður á gæðum körfuboltans en það er í góðu lagi. 4:05 eftir.3. leikhluti | 50-58: Bæði lið missa boltann en heimakonur nýta það ekki jafn vel og Snæfellingar gerðu í fyrri hálfleik og því er munurinn átta stig og ekki minni. 5:20 eftir.3. leikhluti | 48-58: Skipst er á körfum en gestirnir ná að halda Keflavík 10 stigum frá sér. Sóknarleikur beggja liða hefur verið stopull í upphafi seinni hálfleiks. 6:20 eftir.3. leikhluti | 46-54: Í fyrsta skipti í langan tíma er munurinn kominn niður í eins stafa tölu og er það átta stiga munur fyrir Snæfell. Tvisvar á skömmum tíma hefur McCarthy lent í baráttu um boltann og liggur eftir þau viðskipti. Við vonum að það sé ekki alvarlegt. 7:50 eftir.3. leikhluti | 44-54: Heimakonur komast á blað, bæði lið missa síðan boltann frá sér og staðan er enn 10 stig fyrir Snæfell. 8:40 eftir.3. leikhluti | 42-54: Seinni hálfleikur byrjar og það eru gestirnir sem byrja með boltann. McCarthy setur niður fyrstu stig hálfleiksins og það eru 9:40 eftir.2. leikhluti | 42-52: Það er kominn hálfleikur og hafa Keflvíkingar lagað stöðuna til muna með því að byrja leikinn loksins í öðrum fjórðung. Gestirnir halda samt sem áður 10 stiga forskoti en þetta er langt í frá að vera búið en Snæfellingar virtust bara ætla að klára heimakonur á tímabili í fyrri hálfleik.2. leikhluti | 39-52: Þetta er besti kafli Keflvíkinga og virtust þær vera á leið á einhvern sprett en McCarthy hélt nú ekki og dritaði þrist á heimakonur og er munurinn því 13 sti í stað 10 eins og hann var kominn niður í. 1 mín eftir.2. leikhluti | 36-49: Carmen Tyson-Thomas fór á línuna og setti niður þrjú víti úr þremur skotum. 2:26 eftir.2. leikhluti | 34-49: Liðin skiptast nú á að skora stig en Snæfellingar halda 15 stigum í forskot. Leikhlé tekið þegar 2:26 eru eftir og Keflvíkingar eru á leiðinni á vítalínuna að skjóta þremur vítaskotum.2. leikhluti | 28-47: Aftur ratar þristur heim frá gestunum og aftur vill víti ekki niður hjá heimakonum. Þær fengu reyndar þrjú slík og fóru tvö víti niður en eins og áður segir þá er það rándýrt að hitta ekki úr vítum þegar verið er að elta andstæðing. 3:25 eftir.2. leikhluti | 28-44: Hittni Snæfellinga er til fyrirmyndar á meðan Keflvíkingar geta ekki keypt sér körfu og eru vítaskotin ekki einu sinni að rata rétta leið. 3:59 eftir.2. leikhluti | 27-42: 17 stiga forskot gestanna áður en Keflvíkingar komast á blað af vítalínunni og minnka muninn aftur í 15 stig. 4:35 eftir.2. leikhluti | 25-40: Snæfellingar náðu 15 stiga forskoti. Þær eru miklu gráðugri Snæfellskonur, viljinn og baráttan er miklu meiri. Eins og einn áhorfandi benti réttilega á þá þarf Keflavík að byrja leikinn. 5:10 eftir.2. leikhluti | 25-38: Jæja þá byrjum við aftur, skotklukkan öðru megin vill ekki vera með okkur í kvöld og því bara hægt að sjá hana á öðrum enda vallarins. Bæði lið klúðra sókn. 6:25 eftir.2. leikhluti | 25-38: Aftur missa Keflvíkingar boltann en nú kvitta þær fyrir það með því að stela boltanum til baka og fá villu dæmda og tvö víti. Hvorugt vítið ratar heim sem er rándýrt en þær ná tveimur sóknarfráköstum sem þær ná ekki að nýta þar sem skotklukkan rennur út. Síðan þarf að gera hlé á leiknum þar sem flautan hættir ekki að flauta og mun á endanum æra alla. 7:03 eftir.2. leikhluti | 25-38: 7-0 sprettur til að byrja þetta hjá Snæfellingum. Þær ætla svo sannarlega að reyna að ganga frá þessu snemma. Keflvíkingar ná að svara með þrist og munurinn er 13 stig fyrir Snæfell og sprettinum lýkur. Leikhlé tekið þegar 7:46 eru eftir.2. leikhluti | 22-35: Annar fjórðungur er byrjaður, Keflvíkingar klúðra tveimur sóknum og Snæfellingar eiga fyrstu fjögur stigin í leikhlutanum og halda áfram þaðan sem frá var horfið. 9 mín. eftir.1. leikhluti | 22-31: Leihlutanum er lokið. Snæfell er með völdin, heimakonur eru að tapa of mörgum boltum sem Snæfell nýtir sér til fullnustu og eru með verðskuldaða forystu upp á níu stig en Tyson-Thomas lagaði stöðuna með flautu körfu fyrir aftan þriggja stiga línuna.1. leikhluti | 19-27: Snæfell náði mest níu stiga forskoti áðan, 15-24, en klaufagangur heimakvenna er að kosta þær mjög. Gestirnir úr Hólminum eru hinsvegar að gera flest rétt og hafa átta stiga forskot eins og staðan er núna. 1 mín eftir.1. leikhluti | 13-18: Aftur ná Snæfellingar fimm stiga forskoti og aftur er það þristur sem ratar heim sem gerir það að verkum. Keflvíkingar virðast alltaf ná að vera skammt undan en ef þær ætla að vera að klúðra vítum eins og þær hafa gert verður þetta erfitt. Þrjú víti hafa farið forgörðum hingað til. 3:30 eftir.1. leikhluti | 10-13: Þristur rataði heim frá Snæfellingum og mesta forysta leiksins, fimm stig, leit dagsins ljós. Keflvíkingar minnkuðu það niður í þrjú stig og klúðruðu víti til að minnka muninn enn frekar. Bæði lið hafa misst boltann og það er mikil barátta í leiknum. 5:20 eftir.1. leikhluti | 8-10: Snæfell byrjar mun betur hefur í tvígang náð fjögurra stiga forystu, Keflvíkingar hafa verið klaufar bæði í skotum og með því að missa boltann en ná samt að halda í við Snæfellinga. 6:15 eftir.1. leikhluti | 4-6: Heimakonur komast þá á blað og skipst er síðan á körfum, þar með er leikurinn byrjaður og áhorfendur taka heldur betur við sér. 7:51 eftir.1. leikhluti | 0-4: Snæfell skorar fyrstu fjögur stig leiksins, heimakonur misstu boltann og klúðruðu tveimur góðum skotum í sömu ókninni. 9 mín. eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er byrjaður og það eru Snæfellingar sem byrjar. 9:59 eftir.Fyrir leik: Eins og áður segir var fyrsti leikur liðanna æsispennandi og til marks um það þá skipti forystan um hendur sex sinnum og sex sinnum í leiknum var jafnt á öllum tölum. Við náttúrulega vonum að sama verði upp á teningnum í kvöld og að við fáum mikla skemmtun.Fyrir leik: Liðin mættust þrisvar sinnum í deildarkeppninni í vetur en þar hafði Snæfell betur innbyrðis en þær unnu tvo leiki á móti einum Keflvíkinga. Þar af einn í Keflavík. Allar klisjur um að það sé heimavöllurinn sem skiptir máli í þessari rimmu eru þar með afþakkaðar. Það er þó líklegt að heimakonur í Keflavík mæti dýrvitlausar til leiks og verji heimavöllinn en það eru konurnar úr Stykkishólmi örugglega líka og vilja örugglega vinna í kvöld til að minnka líkurnar á því að koma aftur til Keflavíkur.Fyrir leik: Snæfell varð deildarmeistari í vetur en Keflavík endaði í öðru sæti, það er því rétt að þessi lið eigast við í rimmunni um þann stóra.Fyrir leik: Það er alveg örugglega búið að tíunda það hvernig liðin komust í úrslitaeinvígið en ég ætla samt að fara yfir það enda er góð vísa sjaldan of oft kveðin. Snæfell lagði Grindavík 3-1 á meðan Keflavík sópaði Haukum út úr keppni 3-0 í undanúrslitunum.Fyrir leik: Þetta er annar leikur liðanna í rimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna. Fyrsti leikurinn fór fram á miðvikudaginn síðastliðinn og var munurinn á liðunum eins lítill og hann getur verið, 1 stig. Snæfell tók forystuna í einvíginu með því að vinna Keflvíkinga 75-74. Það eru ansi góð fyrirheit fyrir rimmuna en þetta eru bestu lið landsins í körfubolta. Ekki láta ykkur koma ykkur á óvart ef þetta einvígi fer í alla fimm leikina sem mögulegir eru.Fyrir leik: Hér verður leik Keflavíkur og Snæfells lýst. &nocache=1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Sjá meira