Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 23-18 | Stjarnan jafnaði metin Anton Ingi Leifsson í TM-höllinni skrifar 25. apríl 2015 17:45 Florentina Stanciu, markvörður Stjörnunnar. vísir/valli Stjarnan jafnaði metin í undanúrslitareinvíginu gegn Fram í Olís-deild kvenna, en annar leikur liðanna fór fram í TM-höllinni í Garðarbæ í dag. Lokatölur urðu 23-18, en Stjarnan náði góðri forystu í fyrri hálfleik sem liðið hélt út allan leikinn. Fram gerði gífurlega mikið af mistökum í fyrri hálfleik og var ekki sjón að sjá liðið. Staðan 13-8 fyrir Stjörnunni í hálfleik. Stjarnan hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik og vann að lokum fimm marka sigur, 23-18. Gestirnir úr Safamýri virtust ætla að fylgja eftir sigrinum í síðasta leik liðanna, en Fram skoruðu fyrstu tvö mörkin. Eftir það tók Stjarnan öll völd á vellinum. Florentina Stanciu varði nokkur dauðafæri á nokkura mínútna kafla í fyrri hálfleik, en sóknarleikur Framara var ekki til að hrópa húrra fyrir. Þær misstu boltann hvað eftir annað og skoruðu einungis átta mörk í fyrri hálfleik. Ólíkt Fram-liðinu. Stjarnan breytti stöðunni úr 7-6 í 11-6 sér í vil og þær héldu þessu fimm marka forskoti út hálfleikinn, en staðan í hálfleik var 13-8. Fyrri hálfleikurinn bar ekki þess keim að um undanúrslitaviðureign væri að ræða. Bæði lið gerðu sig sek um klaufaleg mistök, en mistökin voru mikið fleiri hjá Fram. Síðari hálfleikur virtist ætla að þróast svipað og sá fyrri. Á tímapunkti var Stjarnan komið með forskot, en þá tóku gestirnir aðeins við sér. Þær minnkuðu muninn hægt og bítandi og þegar tólf mínútur voru eftir af síðari hálfleik var munurinn orðinn þrjú mörk. Þegar Framarar fengu þó tækifæri til að gera betur og komast enn nær glutruðu þær boltanum eða tóku ótímabær skot. Sóknarleikur beggja liða í síðari hálfleik var dálítið furðulegur. Hvorugu liðinu tókst að ná alvöru ryþma í sinn sóknarleik, en varnarleikur beggja liða var lengstum virkilega flottur. Fram náði ekki að komast nær Stjörnunni og Garðarbæjarliðið vann að lokum fimm marka sigur, 23-18. Helena Rut Örvarsdóttir var frábær í liði Stjörnunnar, en hún skoraði allt í allt sex mörk. Florentina Stanciu varði vel í markinu, en margir leikmenn Stjörnunnar lögðu lóð sín á vogaskálarnar. Hjá Fram áttu fáir leikmenn góðan dag. María Karlsdóttir kom með fína baráttu inn á línuna, en lykilmenn eins og Steinunn Björnsdóttir, Ragnheiður Júlíusdóttir og Ásta Birna Gunnarsdóttir voru lengst af heillum horfnar. Þær áttu erfitt gegn framliggjandi varnarleik Stjörnunnar. Næsti leikur liðanna fer fram í Safamýrinni á mánudag og þarf Fram að spila mun betur ætli liðið sér að komast aftur yfir í einvíginu á sínum heimavelli.Sólveig: Þurfum að sækja sigur í Safamýrina og ætlum að gera það á mánudaginn „Það var klárlega varnarleikurinn sem skóp þennan sigur hér í dag,” sagði Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunar, í samtali við Vísi í leikslok. „Síðasta leikur var alls ekkert slæmur. Í dag spiluðum við bara örlítið betur. Við spiluðum betri sókn og klárlega smá framfarir þar.” „Mér fannst við virkilega tilbúnar í dag. Það var þvílík barátta í liðinu og það voru allar tilbúnar. Allar að hjálpast að og mér fannst við bara frábærar varnalega.” „Mér fannst koma tveir kaflar, í lok fyrri hálfleiks og smá kafli í síðari hálfleik þar sem þær ógnuðu okkur verulega. Þá fannst mér þær vera að komast inn í þetta, en þá stigum við bara upp aftur og gáfum í varnarlega þá var þetta komið.” „Það er yfirleitt þannig hjá okkur. Þetta hefur verið þannig í vetur og þetta var algjörlega sigur liðsheildarinnar. Þetta þurfum við, við þurfum framlag frá öllum.” „Hún hjálpar okkur gífurlega með að verja þessi dauðafæri og þá kveikir hún dálítið í okkur. Hún fékk frábæra vörn fyrir framan sig í dag og við hjálpuðum henni og hún hjálpar okkur.” „Við þurfum að sækja einn sigur í Safamýrina og við stefnum á að gera það á mánudaginn,” sagði Sólveig Lára við Vísi að lokum.Ásta Birna: Mjög jöfn lið „Við vorum að klára okkar færilega virkilega illa. Við létum Florentinu verja alltof mikið frá okkur,” sagði Ásta Birna Gunnarsdóttir, fyrirliði Fram, í samtali við Vísi í leikslok. „Þar af leiðandi fór hausinn aðeins niður í bringu. Þá misstum við sjálfstraustið og því fór sem fór. Mér fannst við standa vörnina vel á köflum, en við fengum á okkur slæman kafla í fyrri hálfleik þegar þær skora fimm í röð.” „Við fengum of mikið af hröðum upphlaupum á okkur, bæði í fyrstu bylgju og seinni bylgju, og við náðum ekki að koma til baka eftir það.” „Það sem varð okkur að falli voru alltof mikið af tæknifeilum. Við vorum að kasta boltanum frá okkur trekk í trekk og hausinn var ekki rétt stilltur í dag.” „Allt! Nei, við vorum bara ekki nægilega einbeittar. Það var aðeins of mikill æsingur í okkur og mikið um feilsendingar. Við vorum heldur ekki að hlaupa nægilega vel til baka,” sagði Ásta Birna. Hún sagðist Framara ætla að koma sér aftur yfir á mánudag. „Klárlega. Við ætlum að koma okkur aftur yfir, en nú er staðan 1-1. Þetta eru mjög jöfn lið,” sagði Ásta Birna að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Stjarnan jafnaði metin í undanúrslitareinvíginu gegn Fram í Olís-deild kvenna, en annar leikur liðanna fór fram í TM-höllinni í Garðarbæ í dag. Lokatölur urðu 23-18, en Stjarnan náði góðri forystu í fyrri hálfleik sem liðið hélt út allan leikinn. Fram gerði gífurlega mikið af mistökum í fyrri hálfleik og var ekki sjón að sjá liðið. Staðan 13-8 fyrir Stjörnunni í hálfleik. Stjarnan hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik og vann að lokum fimm marka sigur, 23-18. Gestirnir úr Safamýri virtust ætla að fylgja eftir sigrinum í síðasta leik liðanna, en Fram skoruðu fyrstu tvö mörkin. Eftir það tók Stjarnan öll völd á vellinum. Florentina Stanciu varði nokkur dauðafæri á nokkura mínútna kafla í fyrri hálfleik, en sóknarleikur Framara var ekki til að hrópa húrra fyrir. Þær misstu boltann hvað eftir annað og skoruðu einungis átta mörk í fyrri hálfleik. Ólíkt Fram-liðinu. Stjarnan breytti stöðunni úr 7-6 í 11-6 sér í vil og þær héldu þessu fimm marka forskoti út hálfleikinn, en staðan í hálfleik var 13-8. Fyrri hálfleikurinn bar ekki þess keim að um undanúrslitaviðureign væri að ræða. Bæði lið gerðu sig sek um klaufaleg mistök, en mistökin voru mikið fleiri hjá Fram. Síðari hálfleikur virtist ætla að þróast svipað og sá fyrri. Á tímapunkti var Stjarnan komið með forskot, en þá tóku gestirnir aðeins við sér. Þær minnkuðu muninn hægt og bítandi og þegar tólf mínútur voru eftir af síðari hálfleik var munurinn orðinn þrjú mörk. Þegar Framarar fengu þó tækifæri til að gera betur og komast enn nær glutruðu þær boltanum eða tóku ótímabær skot. Sóknarleikur beggja liða í síðari hálfleik var dálítið furðulegur. Hvorugu liðinu tókst að ná alvöru ryþma í sinn sóknarleik, en varnarleikur beggja liða var lengstum virkilega flottur. Fram náði ekki að komast nær Stjörnunni og Garðarbæjarliðið vann að lokum fimm marka sigur, 23-18. Helena Rut Örvarsdóttir var frábær í liði Stjörnunnar, en hún skoraði allt í allt sex mörk. Florentina Stanciu varði vel í markinu, en margir leikmenn Stjörnunnar lögðu lóð sín á vogaskálarnar. Hjá Fram áttu fáir leikmenn góðan dag. María Karlsdóttir kom með fína baráttu inn á línuna, en lykilmenn eins og Steinunn Björnsdóttir, Ragnheiður Júlíusdóttir og Ásta Birna Gunnarsdóttir voru lengst af heillum horfnar. Þær áttu erfitt gegn framliggjandi varnarleik Stjörnunnar. Næsti leikur liðanna fer fram í Safamýrinni á mánudag og þarf Fram að spila mun betur ætli liðið sér að komast aftur yfir í einvíginu á sínum heimavelli.Sólveig: Þurfum að sækja sigur í Safamýrina og ætlum að gera það á mánudaginn „Það var klárlega varnarleikurinn sem skóp þennan sigur hér í dag,” sagði Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunar, í samtali við Vísi í leikslok. „Síðasta leikur var alls ekkert slæmur. Í dag spiluðum við bara örlítið betur. Við spiluðum betri sókn og klárlega smá framfarir þar.” „Mér fannst við virkilega tilbúnar í dag. Það var þvílík barátta í liðinu og það voru allar tilbúnar. Allar að hjálpast að og mér fannst við bara frábærar varnalega.” „Mér fannst koma tveir kaflar, í lok fyrri hálfleiks og smá kafli í síðari hálfleik þar sem þær ógnuðu okkur verulega. Þá fannst mér þær vera að komast inn í þetta, en þá stigum við bara upp aftur og gáfum í varnarlega þá var þetta komið.” „Það er yfirleitt þannig hjá okkur. Þetta hefur verið þannig í vetur og þetta var algjörlega sigur liðsheildarinnar. Þetta þurfum við, við þurfum framlag frá öllum.” „Hún hjálpar okkur gífurlega með að verja þessi dauðafæri og þá kveikir hún dálítið í okkur. Hún fékk frábæra vörn fyrir framan sig í dag og við hjálpuðum henni og hún hjálpar okkur.” „Við þurfum að sækja einn sigur í Safamýrina og við stefnum á að gera það á mánudaginn,” sagði Sólveig Lára við Vísi að lokum.Ásta Birna: Mjög jöfn lið „Við vorum að klára okkar færilega virkilega illa. Við létum Florentinu verja alltof mikið frá okkur,” sagði Ásta Birna Gunnarsdóttir, fyrirliði Fram, í samtali við Vísi í leikslok. „Þar af leiðandi fór hausinn aðeins niður í bringu. Þá misstum við sjálfstraustið og því fór sem fór. Mér fannst við standa vörnina vel á köflum, en við fengum á okkur slæman kafla í fyrri hálfleik þegar þær skora fimm í röð.” „Við fengum of mikið af hröðum upphlaupum á okkur, bæði í fyrstu bylgju og seinni bylgju, og við náðum ekki að koma til baka eftir það.” „Það sem varð okkur að falli voru alltof mikið af tæknifeilum. Við vorum að kasta boltanum frá okkur trekk í trekk og hausinn var ekki rétt stilltur í dag.” „Allt! Nei, við vorum bara ekki nægilega einbeittar. Það var aðeins of mikill æsingur í okkur og mikið um feilsendingar. Við vorum heldur ekki að hlaupa nægilega vel til baka,” sagði Ásta Birna. Hún sagðist Framara ætla að koma sér aftur yfir á mánudag. „Klárlega. Við ætlum að koma okkur aftur yfir, en nú er staðan 1-1. Þetta eru mjög jöfn lið,” sagði Ásta Birna að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira