Handbolti

Agnar Smári búinn að semja við Mors-Thy

Agnar Smári í nýja búningnum.
Agnar Smári í nýja búningnum. mynd/mors-thy
ÍBV missti sterkan leikmann í kvöld þegar Agnar Smári Jónsson skrifaði undir samning við danskt félag.

Agnar Smári skrifaði undir tveggja ára samning við úrvalsdeildarliðið Mors-Thy. Hann verður þriðji Íslendingurinn í herbúðum félagsins þar eru fyrir Guðmundur Árni Ólafsson og Róbert Aron Hostert.

„Ég er mjög ánægður að hafa skrifað undir hérna. Ég valdi Danmörk og Mors-Thy því hér tel ég mig geta bætt mig sem leikmaður," sagði Agnar Smári við heimasíðu félagsins.

Agnar Smári er uppalinn Valsmaður en var lánaður til ÍBV þar sem Valur ákvað að veðja á aðra menn.

Leikmaðurinn sér þó líklega ekki eftir því að farið til Eyja því þar varð hann bæði Íslands- og bikarmeistari. Hann var í aðalhlutverki hjá ÍBV og þarf því ekki að koma á óvart að danska liðið hafi haft áhuga á honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×