Sport

Floyd ætti að hætta eftir bardagann gegn Pacquaio

Floyd Mayweather.
Floyd Mayweather. vísir/getty
Faðir Floyd Mayweather vill sjá soninn fara að leggja hanskana á hilluna.

Floyd Mayweather eldri hefur nefnilega ráðlagt syni sínum að henda hönskunum inn í bílskúr eftir bardagann gegn Manny Pacquaio um næstu helgi.

Sjálfur hefur hinn 38 ára gamli boxari sagt að hann ætli að keppa einu sinni í viðbót og þá væntanlega í september. Hann er bundinn samningi um einn bardaga eftir Pacquaio-bardagann.

„Ég vona samt að hann hætti bara um helgina. Menn eru að leika sér með heilsuna í þessu sporti og Floyd ætti ekki að taka of mikla áhættu með sína heilsu," sagði pabbinn.

Mayweather hefur verið atvinnumaður í 19 ár og unnið alla 47 bardaga sína. 26 sinnum hefur hann unnið með rothöggi.

Bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport um næstu helgi.

Box

Tengdar fréttir

Dýrustu miðarnir kostuðu eina milljón

Miðar á bardaga Floyd Mayweather og Manny Pacquaio fóru loksins í sölu í dag. Ekki seinna vænna því þeir berjast eftir rúma viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×