41% aukning hagnaðar hjá Benz Finnur Thorlacius skrifar 28. apríl 2015 09:53 Mjög góð sala var í Mercedes Benz C-Class. Áfram gengur vel hjá þýsku lúxusbílaframleiðendunum og fyrsti ársfjórðungur Mercedes Benz skilaði fyrirtækinu 41% meiri hagnaði en í fyrra. Þar er ekki um litlar tölur að ræða en á þessum þremur fyrstu mánuðum ársins skiluðu 434 milljörðum króna sér í kassann í hagnað fyrir skatta. Hagnaður af sölu var 9,2% og reis frá 7,0% frá fyrra ári. Stefna Mercedes Benz í þeim efnum er að ná 10% hagnaði af sölu. Annað markmið Mercedes Benz er að ná bæði BMW og Audi í sölu bíla fyrir enda þessa áratugar og víst er að Benz er að draga á hina tvo þessa dagana. Mercedes Benz seldi 18% fleiri bíla á ársfjórðungnum en í fyrra og næsta öruggt er að það er meiri vöxtur en bæði BMW og Audi hafa náð. Mercedes Benz ætlar að fjárfesta fyrir 3.650 milljarða króna í nýjum bílum og verksmiðjum til enda ársins 2016. Það er ekki bara góð sala í fólksbílum sem skilað hefur Mercedes Benz þessum góða árangri á fjórðungnum heldur einnig mjög góð sala í trukkum og sendibílum. Heitasti sölubíll Benz, þ.e. C-Class seldist 58% betur í ár en í fyrra og ágæt sala Smart bíla hjálpaði þeirri deild sem hefur með sölu smærri bíla fyrirtækisins og skilaði hún miklum hagnaði fyrir vikið. Trukkadeildin jók sölu sína um 38% á milli ára og sendibíladeildin um 75%. Það eru því góðir tímar sem gengið hafa í garð hjá Mercedes Benz. Mercedes Benz er fyrst allra þýskra lúxusbílaframleiðenda að skila tölum fyrir fyrsta ársfjórðung en von er á uppgjöri frá BMW og Audi í næstu viku. Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
Áfram gengur vel hjá þýsku lúxusbílaframleiðendunum og fyrsti ársfjórðungur Mercedes Benz skilaði fyrirtækinu 41% meiri hagnaði en í fyrra. Þar er ekki um litlar tölur að ræða en á þessum þremur fyrstu mánuðum ársins skiluðu 434 milljörðum króna sér í kassann í hagnað fyrir skatta. Hagnaður af sölu var 9,2% og reis frá 7,0% frá fyrra ári. Stefna Mercedes Benz í þeim efnum er að ná 10% hagnaði af sölu. Annað markmið Mercedes Benz er að ná bæði BMW og Audi í sölu bíla fyrir enda þessa áratugar og víst er að Benz er að draga á hina tvo þessa dagana. Mercedes Benz seldi 18% fleiri bíla á ársfjórðungnum en í fyrra og næsta öruggt er að það er meiri vöxtur en bæði BMW og Audi hafa náð. Mercedes Benz ætlar að fjárfesta fyrir 3.650 milljarða króna í nýjum bílum og verksmiðjum til enda ársins 2016. Það er ekki bara góð sala í fólksbílum sem skilað hefur Mercedes Benz þessum góða árangri á fjórðungnum heldur einnig mjög góð sala í trukkum og sendibílum. Heitasti sölubíll Benz, þ.e. C-Class seldist 58% betur í ár en í fyrra og ágæt sala Smart bíla hjálpaði þeirri deild sem hefur með sölu smærri bíla fyrirtækisins og skilaði hún miklum hagnaði fyrir vikið. Trukkadeildin jók sölu sína um 38% á milli ára og sendibíladeildin um 75%. Það eru því góðir tímar sem gengið hafa í garð hjá Mercedes Benz. Mercedes Benz er fyrst allra þýskra lúxusbílaframleiðenda að skila tölum fyrir fyrsta ársfjórðung en von er á uppgjöri frá BMW og Audi í næstu viku.
Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent