Erlent

250 saknað eftir nýja aurskriðu í Nepal

Atli Ísleifsson skrifar
Mikil eyðilegging blasir við íbúum Nepals. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Mikil eyðilegging blasir við íbúum Nepals. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Um 250 manns er saknað eftir að aurskriða féll í morgun í þorpi í Nepal, nærri þeim stað sem upptök skjálftans á laugardagsins var.

Að sögn Reuters varð flóðið í Rasuwa-héraði, um 120 kílómetrum norður af nepölsku höfuðborginni Katmandú.

Héraðsstjórinn Uddhav Bhattarai staðfestir þetta í samtali við fjölmiðla. Hann segist ekki geta útilokað að erlendir ferðamenn hafi orðið fyrir flóðinu. „Þetta svæði er vinsælt á meðal ferðamanna.“

Hann segir slæmt veður vera á staðnum og að mikið rigningaveður geri björgunarmönnum erfitt fyrir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×