Lífið

Fimm ára og perlar til styrktar fórnarlömbum skjálftans í Nepal

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hér eru þær mægður og slaufurnar sem eru til styrktar UNICEF.
Hér eru þær mægður og slaufurnar sem eru til styrktar UNICEF.
„Í gær var hún að horfa á fréttirnar með okkur, fréttir af skjálftanum í Nepal, þá rann upp fyrir henni ljós og hún sagði: „Mamma, nú þurfum við að fara að selja slaufurnar“,“ segir Hafdís Priscilla Magnúsdóttir. Fimm ára dóttir hennar Emma Sigrún Jónsdóttir Ljós hefur hafið söfnun fyrir UNICEF og Nepal með því að perla slaufur og selja gegn vægu verði.

„Ég hef sjálf verið að safna fyrir UNICEF í gegnum árin og í fyrra vildi hún fara með peningabaukinn sinn og gefa UNICEF. Hún gerði það en maður á ekki alltaf pening í bauknum. Síðustu vikur höfum við verið að skoða hvað hún getur gert til þess að safna en hún vildi stofna fyrirtæki í kringum perluslaufurnar, Emmuslaufur eða Slaufurnar hennar Emmu, og gefa allan ágóða til UNICEF.“ Í gærkvöldi ýtti Emma verkefninu úr vör og pantanirnar hafa streymt inn síðan. „Við erum komnar með milli fjörtíu og fimmtíu slaufupantanir.“

Sjá einnig:UNICEF óttast um afdrif barna í Nepal

Þegar Vísir náði tali af Hafdísi var Emma í leikskólanum og Hafdís sat og perlaði útlínur af slaufunum svo Emma gæti fyllt inn í. Fleiri pantanir bárust en þær mægður höfðu gert ráð fyrir. „En það er bara gaman, þá hjálpumst við fjölskyldan að.“ Hægt er að panta slaufur af Emmu og leggja þannig söfnun hennar lið með því að senda einkaskilaboð á Hafdísi á Facebook. „Hún er búin að ráða mig í vinnu,“ segir Hafdís. „Ég fæ greitt í kossum og knúsum.“

Sjá einnig: Hefja neyðarsöfnun vegna skjálftans í Nepal

Hafdís segir að henni hafi alltaf þótt mikilvægt að börnin hennar viti að það er alltaf hægt að leggja náunganum lið. „Það er sama hversu lítill maður er, gamall eða ungur, maður getur alltaf aðstoðað.“

Hafdís og Emma benda einnig á söfnunarreikning UNICEF ef fólk vill leggja söfnuninni lið án þess að versla perluslaufu.  

Emma Sigrún vill leggja sitt af mörkunum fyrir börnin í Nepal. Hún býr til þessar slaufur og selur á 500kr. Allur peningurinn fer hún með til UNICEF. Hafið samband í einkaskilaboðum til að panta :)

Posted by Hafdís Magn on Monday, April 27, 2015

Tengdar fréttir

Tala látinna hækkar enn

Neyðarástandið versnar hratt víða í einangruðum þorpum þar sem matar- og vatnsskortur blasir við. Tala látinna var í gær komin yfir fjögur þúsund og átti líklega eftir að hækka. Nærri sjö þúsund manns slösuðust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.