Stjóri Kára: Ég er með tólf flöskur af kampavíni þannig hann getur haldið kjafti Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. apríl 2015 22:14 Steven Evans er litríkur karakter. vísir/getty „Þetta er stærsti sigur sem ég hef unnið á ferlinum,“ sagði Steve Evans, knattspyrnustjóri Rotherham, í mögnuðu viðtali við BBC eftir að liðið vann Reading, 2-1, á heimavelli í kvöld og tryggði sér þannig áframhaldandi veru í ensku B-deildinni. Kári Árnason, landsliðsmiðvörður, spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Rotherham sem fór upp um tvær deildir á tveimur árum og hélt sér í B-deildinni með sigrinum í kvöld. Útlitið var ekki gott hjá Rotherham eftir að þrjú stig voru dregin af liðinu á dögunum fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni, degi eftir að lánssamningur hans rann út. „Það féllu tár þegar stigin voru dregin af okkur. Ég hringdi í dætur mínar og grét. En ég talaði við fólkið hjá Rotherham og sagði að ég yrði hérna áfram sama hvað myndi gerast,“ sagði Evans sem réð ekkert við tilfinningar sínar í viðtalinu. Hann hefur fengið mikla gagnrýni á Twitter í kvöld fyrir ummæli sem hann lét falla í garð eins leikmanns Millwall, en sá átti að hafa sagt að Rotherham færi niður. Með sigrinum felldi Rotherham lið Millwall, en allt varð vitlaust í leik liðanna fyrr í vetur þegar Kári Árnason skoraði sigurmarkið undir lokin. Slagsmál brutust þá út í stúkunni. „Leikmaður Millwall sagði að við myndum klúðra (e. bottle) þessu,“ sagði Evans, en enska orðið bottle er bæði samheiti yfir að klúðra hlutunum og orðið yfir flösku. Þennan orðaleik nýtti Evans sér. „Ég er með tólf flöskur af hágæða bleiku kampavíni sem við munum drekka alla vikuna. Farðu bara að hlakka til að spila í C-deildinni, strákur. Haltu bara kjafti,“ hrópaði Steve Evans, knattspyrnustjóri Rotherham. Lokaflautið og stemninguna auk viðtala við leikmenn má heyra í spilaranum hér að neðan. Viðtalið við Steven Evans hefst eftir ríflega 14 mínútur.listen to 'ROTHERHAM V READING FINAL WHISTLE AND STEVE EVANS LIVE' on audioBoom Enski boltinn Tengdar fréttir Lið Kára notaði ólöglegan leikmann Rotherham, lið íslenska landsliðsmannsins Kára Árnasonar, gæti misst þrjú stig á næstunni en enska sambandið hefur kært félagið fyrir að nota ólöglegan leikmann í leik í ensku b-deildinni í fótbolta. 13. apríl 2015 14:30 Tvö mörk í þremur leikjum hjá miðjumanninum Kára | Sjáðu markið Kári Árnason skoraði í 2-0 sigri Rotherham sem fjarlægist fallsvæðið. 9. mars 2015 16:30 Þrjú stig dregin af liði Kára Rotherham er aðeins einu stigi frá fallsæti eftir að liðinu var refsað fyrir að nota ólöglegan leikmann. 24. apríl 2015 14:00 Allt varð vitlaust eftir að Kári skoraði sigurmarkið í gær | Myndband Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason tryggði Rotherham 2-1 sigur á Millwall í ensku b-deildinni í gær. Allt varð hinsvegar vitlaust á pöllunum eftir markið. 1. mars 2015 11:18 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Sjá meira
„Þetta er stærsti sigur sem ég hef unnið á ferlinum,“ sagði Steve Evans, knattspyrnustjóri Rotherham, í mögnuðu viðtali við BBC eftir að liðið vann Reading, 2-1, á heimavelli í kvöld og tryggði sér þannig áframhaldandi veru í ensku B-deildinni. Kári Árnason, landsliðsmiðvörður, spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Rotherham sem fór upp um tvær deildir á tveimur árum og hélt sér í B-deildinni með sigrinum í kvöld. Útlitið var ekki gott hjá Rotherham eftir að þrjú stig voru dregin af liðinu á dögunum fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni, degi eftir að lánssamningur hans rann út. „Það féllu tár þegar stigin voru dregin af okkur. Ég hringdi í dætur mínar og grét. En ég talaði við fólkið hjá Rotherham og sagði að ég yrði hérna áfram sama hvað myndi gerast,“ sagði Evans sem réð ekkert við tilfinningar sínar í viðtalinu. Hann hefur fengið mikla gagnrýni á Twitter í kvöld fyrir ummæli sem hann lét falla í garð eins leikmanns Millwall, en sá átti að hafa sagt að Rotherham færi niður. Með sigrinum felldi Rotherham lið Millwall, en allt varð vitlaust í leik liðanna fyrr í vetur þegar Kári Árnason skoraði sigurmarkið undir lokin. Slagsmál brutust þá út í stúkunni. „Leikmaður Millwall sagði að við myndum klúðra (e. bottle) þessu,“ sagði Evans, en enska orðið bottle er bæði samheiti yfir að klúðra hlutunum og orðið yfir flösku. Þennan orðaleik nýtti Evans sér. „Ég er með tólf flöskur af hágæða bleiku kampavíni sem við munum drekka alla vikuna. Farðu bara að hlakka til að spila í C-deildinni, strákur. Haltu bara kjafti,“ hrópaði Steve Evans, knattspyrnustjóri Rotherham. Lokaflautið og stemninguna auk viðtala við leikmenn má heyra í spilaranum hér að neðan. Viðtalið við Steven Evans hefst eftir ríflega 14 mínútur.listen to 'ROTHERHAM V READING FINAL WHISTLE AND STEVE EVANS LIVE' on audioBoom
Enski boltinn Tengdar fréttir Lið Kára notaði ólöglegan leikmann Rotherham, lið íslenska landsliðsmannsins Kára Árnasonar, gæti misst þrjú stig á næstunni en enska sambandið hefur kært félagið fyrir að nota ólöglegan leikmann í leik í ensku b-deildinni í fótbolta. 13. apríl 2015 14:30 Tvö mörk í þremur leikjum hjá miðjumanninum Kára | Sjáðu markið Kári Árnason skoraði í 2-0 sigri Rotherham sem fjarlægist fallsvæðið. 9. mars 2015 16:30 Þrjú stig dregin af liði Kára Rotherham er aðeins einu stigi frá fallsæti eftir að liðinu var refsað fyrir að nota ólöglegan leikmann. 24. apríl 2015 14:00 Allt varð vitlaust eftir að Kári skoraði sigurmarkið í gær | Myndband Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason tryggði Rotherham 2-1 sigur á Millwall í ensku b-deildinni í gær. Allt varð hinsvegar vitlaust á pöllunum eftir markið. 1. mars 2015 11:18 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Sjá meira
Lið Kára notaði ólöglegan leikmann Rotherham, lið íslenska landsliðsmannsins Kára Árnasonar, gæti misst þrjú stig á næstunni en enska sambandið hefur kært félagið fyrir að nota ólöglegan leikmann í leik í ensku b-deildinni í fótbolta. 13. apríl 2015 14:30
Tvö mörk í þremur leikjum hjá miðjumanninum Kára | Sjáðu markið Kári Árnason skoraði í 2-0 sigri Rotherham sem fjarlægist fallsvæðið. 9. mars 2015 16:30
Þrjú stig dregin af liði Kára Rotherham er aðeins einu stigi frá fallsæti eftir að liðinu var refsað fyrir að nota ólöglegan leikmann. 24. apríl 2015 14:00
Allt varð vitlaust eftir að Kári skoraði sigurmarkið í gær | Myndband Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason tryggði Rotherham 2-1 sigur á Millwall í ensku b-deildinni í gær. Allt varð hinsvegar vitlaust á pöllunum eftir markið. 1. mars 2015 11:18