Íslenski boltinn

Rúnar Páll og Brynjar Gauti fengu lungnabólgu

Stjörnumenn fagna hér að hafa unnið Meistarakeppni KSÍ á dögunum.
Stjörnumenn fagna hér að hafa unnið Meistarakeppni KSÍ á dögunum. vísir/valli
Flensa hefur herjað á leikmenn karlaliðs Stjörnunnar í fótbolta.  Í fyrstu var talið að leikmenn hefðu fengið matareitrun í æfingaferð á Spáni.  

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari liðsins, segir að tveir leikmenn hafi komið veikir heim en telur að örsökin liggi ekki í matareitrun.  

„Við borðuðum allir sama matinn. Ég held frekar að þetta sé flensa sem herjaði svona kröftuglega á okkur," segir Rúnar.

Brynjar Gauti Guðjónsson og Rúnar Páll fengu báðir lungnabólgu.  Brynjar gat ekkert æft en fékk grænt ljós frá lækni um að spila gegn KR í meistarakeppninni í fyrrakvöld.  

„Það voru fáir á æfingu í gær," segir Rúnar en hann gaf 5-7 leikmönnum frí. Hann reiknar með því að allir verði með á æfingu á morgun.  

Stjarnan hefur titilvörn sína á Akranesi á sunnudag.

Leikur Skagamanna og Stjörnunnar verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 17.00.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×