Vill hækka tóbakskaupaaldur svo hægt sé að fækka nýliðun sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. apríl 2015 19:22 "Þeir sem byrja að reykja eru oftast ungmenni sem eru ekki að taka að margra mati upplýsta ákvörðun,“ segir Siv. vísir/ernir Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, segir að hækka ætti tóbaksaldurinn. Líta ætti til annarra þjóða sem hækkað hafa tóbakskaupaaldur í 21 ár því með því sé hægt að hindra nýliðun reykingafólks. „Það eru mjög fáir sem byrja að reykja, sem eru eins og maður segir innan gæsalappa, fullorðnir. Þeir sem byrja að reykja eru oftast ungmenni sem eru ekki að taka að margra mati upplýsta ákvörðun sem er grundvöllur á einhverri þekkingu og skynsemi,“ sagði Siv í þættinum Reykjavík síðdegis. Umræðuefni þáttarins var fyrirhuguð lagasetning á Hawaii þar sem bannað verður að selja fólki undir 21 árs tóbak. Siv segir það skref í rétta átt, New York sé til að mynda á meðal þeirra sem tekið hafa upp þetta sama fyrirkomulag. „Það er verið að skoða þessi mál mjög víða um heim þar sem verið er að setja fram strangari reglur. Ekki bara í tóbaksvörnum heldur líka í áfengisvörnum. Það er svolítið svona nútíminn. Það er gamaldags að vera svona værukær gagnvart svona málaflokkum,“ sagði hún. Siv hefur í gegnum tíðina verið ötull talsmaður þess að koma þurfi í veg fyrir reykingar hér á landi. Lagði hún fram frumvarp á Alþingi þess efnis að reykingar yrðu bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum, sem varð að lögum 1. júní 2007. Þá lagði hún einnig til árið 2011 að tóbak yrði lyfseðilsskylt. Náði það þó ekki fram að ganga. Þá hefur hún áður lagt til að tóbakskaupaaldur verði hækkaður. Viðtalið við Siv má heyra í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Tengdar fréttir LÍ styður reykingafrumvarp Stjórn Læknafélags Íslands styður eindregið það frumvarp sem Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur ásamt öðrum þingmönnum lagt fram um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. 4. mars 2005 00:01 Frumvarp um reykingabann Siv Friðleifsdóttir og þrír aðrir þingmenn lögðu í gær fram frumvarp á Alþingi um að reykingar yrðu alfarið bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum, sem og við aðrar menningar- og félagssamkomur. 17. febrúar 2005 00:01 Þingmenn leggja til að sala tóbaks verði bönnuð Bannað verður að selja tóbak, annarsstaðar en í apótekum, verði þingsályktunartillaga sem liggur fyrir Alþingi samþykkt. Það er Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, sem er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. 30. maí 2011 14:12 Lagt til að Norðurlöndin verði tóbakslaus árið 2040 „Þessar tillögur eru mjög framsýnar og í raun átti ég ekki von á því að nefndin gengi svona langt," segir Siv Friðleifsdóttir þingmaður og formaður velferðarnefndar Norðurlandaráðs. Þing ráðsins stendur nú yfir í Helsinki og í dag verður fjallað um víðtækar tillögur nefndarinnar í lýðheilsustefnu í áfengis- og fíkniefnamálum. Meðal þess sem nefndin leggur til er að Norðurlöndin verði tóbakslaus árið 2040, áfengisauglýsingar sem beinast sérstaklega að ungu fólki verði bannaðar og settir verði áfengislásar í bíla sem komi í veg fyrir það að bílstjórar undir áhrifum áfengis geti ekið af stað. 1. nóvember 2012 08:00 Tímaspursmál hvenær bannið tekur gildi Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segist sannfærð um að almennt bann við sölu tóbaks, á öllum sölustöðum nema apótekum, verði að veruleika. Það sé aðeins tímaspursmál hvenær það taki gildi. 30. maí 2011 16:28 Mest lesið Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Innlent Fleiri fréttir Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Sjá meira
Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, segir að hækka ætti tóbaksaldurinn. Líta ætti til annarra þjóða sem hækkað hafa tóbakskaupaaldur í 21 ár því með því sé hægt að hindra nýliðun reykingafólks. „Það eru mjög fáir sem byrja að reykja, sem eru eins og maður segir innan gæsalappa, fullorðnir. Þeir sem byrja að reykja eru oftast ungmenni sem eru ekki að taka að margra mati upplýsta ákvörðun sem er grundvöllur á einhverri þekkingu og skynsemi,“ sagði Siv í þættinum Reykjavík síðdegis. Umræðuefni þáttarins var fyrirhuguð lagasetning á Hawaii þar sem bannað verður að selja fólki undir 21 árs tóbak. Siv segir það skref í rétta átt, New York sé til að mynda á meðal þeirra sem tekið hafa upp þetta sama fyrirkomulag. „Það er verið að skoða þessi mál mjög víða um heim þar sem verið er að setja fram strangari reglur. Ekki bara í tóbaksvörnum heldur líka í áfengisvörnum. Það er svolítið svona nútíminn. Það er gamaldags að vera svona værukær gagnvart svona málaflokkum,“ sagði hún. Siv hefur í gegnum tíðina verið ötull talsmaður þess að koma þurfi í veg fyrir reykingar hér á landi. Lagði hún fram frumvarp á Alþingi þess efnis að reykingar yrðu bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum, sem varð að lögum 1. júní 2007. Þá lagði hún einnig til árið 2011 að tóbak yrði lyfseðilsskylt. Náði það þó ekki fram að ganga. Þá hefur hún áður lagt til að tóbakskaupaaldur verði hækkaður. Viðtalið við Siv má heyra í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Tengdar fréttir LÍ styður reykingafrumvarp Stjórn Læknafélags Íslands styður eindregið það frumvarp sem Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur ásamt öðrum þingmönnum lagt fram um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. 4. mars 2005 00:01 Frumvarp um reykingabann Siv Friðleifsdóttir og þrír aðrir þingmenn lögðu í gær fram frumvarp á Alþingi um að reykingar yrðu alfarið bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum, sem og við aðrar menningar- og félagssamkomur. 17. febrúar 2005 00:01 Þingmenn leggja til að sala tóbaks verði bönnuð Bannað verður að selja tóbak, annarsstaðar en í apótekum, verði þingsályktunartillaga sem liggur fyrir Alþingi samþykkt. Það er Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, sem er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. 30. maí 2011 14:12 Lagt til að Norðurlöndin verði tóbakslaus árið 2040 „Þessar tillögur eru mjög framsýnar og í raun átti ég ekki von á því að nefndin gengi svona langt," segir Siv Friðleifsdóttir þingmaður og formaður velferðarnefndar Norðurlandaráðs. Þing ráðsins stendur nú yfir í Helsinki og í dag verður fjallað um víðtækar tillögur nefndarinnar í lýðheilsustefnu í áfengis- og fíkniefnamálum. Meðal þess sem nefndin leggur til er að Norðurlöndin verði tóbakslaus árið 2040, áfengisauglýsingar sem beinast sérstaklega að ungu fólki verði bannaðar og settir verði áfengislásar í bíla sem komi í veg fyrir það að bílstjórar undir áhrifum áfengis geti ekið af stað. 1. nóvember 2012 08:00 Tímaspursmál hvenær bannið tekur gildi Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segist sannfærð um að almennt bann við sölu tóbaks, á öllum sölustöðum nema apótekum, verði að veruleika. Það sé aðeins tímaspursmál hvenær það taki gildi. 30. maí 2011 16:28 Mest lesið Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Innlent Fleiri fréttir Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Sjá meira
LÍ styður reykingafrumvarp Stjórn Læknafélags Íslands styður eindregið það frumvarp sem Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur ásamt öðrum þingmönnum lagt fram um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. 4. mars 2005 00:01
Frumvarp um reykingabann Siv Friðleifsdóttir og þrír aðrir þingmenn lögðu í gær fram frumvarp á Alþingi um að reykingar yrðu alfarið bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum, sem og við aðrar menningar- og félagssamkomur. 17. febrúar 2005 00:01
Þingmenn leggja til að sala tóbaks verði bönnuð Bannað verður að selja tóbak, annarsstaðar en í apótekum, verði þingsályktunartillaga sem liggur fyrir Alþingi samþykkt. Það er Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, sem er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. 30. maí 2011 14:12
Lagt til að Norðurlöndin verði tóbakslaus árið 2040 „Þessar tillögur eru mjög framsýnar og í raun átti ég ekki von á því að nefndin gengi svona langt," segir Siv Friðleifsdóttir þingmaður og formaður velferðarnefndar Norðurlandaráðs. Þing ráðsins stendur nú yfir í Helsinki og í dag verður fjallað um víðtækar tillögur nefndarinnar í lýðheilsustefnu í áfengis- og fíkniefnamálum. Meðal þess sem nefndin leggur til er að Norðurlöndin verði tóbakslaus árið 2040, áfengisauglýsingar sem beinast sérstaklega að ungu fólki verði bannaðar og settir verði áfengislásar í bíla sem komi í veg fyrir það að bílstjórar undir áhrifum áfengis geti ekið af stað. 1. nóvember 2012 08:00
Tímaspursmál hvenær bannið tekur gildi Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segist sannfærð um að almennt bann við sölu tóbaks, á öllum sölustöðum nema apótekum, verði að veruleika. Það sé aðeins tímaspursmál hvenær það taki gildi. 30. maí 2011 16:28