Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - ÍR 23-20 | Oddaleikur í Austurbergi á sunnudaginn Siguróli Sigurðsson skrifar 10. apríl 2015 15:08 Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrarliðsins. Vísir/Ernir ÍR-ingar sóttu Akureyringa heim í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik. Með sigri hefðu ÍR-ingar getað sent Norðanmenn í snemmbúið sumarfrí en þeir leiddu einvígið 1-0. Akureyringar voru ekki á þeim buxunum, enda allt á kafi í snjó ennþá og unnu þeir leikinn, 23-20. Það var greinilegt á upphafsmínútum leiksins að það var mikið undir. Liðin skiptust á að gera mistök en það hafði þó engin áhrif á hraða leiksins. Hálfleikurinn var nokkuð kaflaskiptur en ÍR-ingar leiddu þar til í stöðunni 6-6. Þá kom góður kafli hjá heimamönnum þar sem að hinn ungi Brynjar Hólm Grétarsson dró vagninn í sókninni. Eftir að heimamenn náðu þriggja marka forystu, 10-7, þá hrukku gestirnir aftur í gang. Næstu fjögur mörk voru sunnlensk og gekk allt upp hjá gestunum. Þá tók leikurinn hinsvegar stakkaskiptum og skoruðu Akureyringar síðustu fimm mörk fyrri hálfleiks og leiddu að honum loknum, 15-11. Verðskulduð forysta í hálfleik en stangirnar reyndust ÍR-ingum erfiðar og rötuðu þó nokkrir boltarnir í þær á meðan Akureyringar settu sín skot frekar í stöng og inn. Akureyringar komu vel stemmdir til síðari hálfleiks og skoruðu fyrsta mark hans og virtust hreinlega ætla að keyra yfir ÍR-inga. Gestirnir neituðu þó að gefast upp og héldu í við Akureyringa. Í stöðunni 19-15 kom enn ein kaflaskiptingin í leiknum. Akureyringar skoruðu ekki í sjö mínútur og ÍR náði að jafna 20-20, þrátt fyrir að hafa leikið rúmlega tvær mínútur einum færri eftir að Jón Heiðari Gunnarssyni hafði verið vikið af velli með rautt spjald. Dómur sem þótti afar umdeildur en hann virtist kveikja neista í ÍR-ingum. Bæði lið fengu urmul af tækifærum til þess að taka forystuna í stöðunni 20-20 en það var ekki fyrr en rétt rúmum þremur mínútum fyrir leikslok að Kristján Orri skoraði fyrir Akureyringa tvívegis. Það reyndist smiðshöggið sem þurfti og fóru gestirnir illa með nokkur færi. Brynjar Hólm Grétarsson skoraði síðan síðasta mark leiksins, 23-20 en þá höfðu ÍR-ingar ekki náð að skora í sjö mínútur og munar um minna. Varnir og markverðir beggja liða voru í aðalhlutverki í kvöld og eru það mikilvægar markvörslur Tomas Olasonar sem skilja á milli. Kristján Orri skoraði 7 af 8 mörkum Akureyringa í síðari hálfleik og verður því ekki komist hjá því að minnast á framgang hans. Hjá ÍR var Arnór Stefánsson, markvörður, maður leiksins en frábærir sóknarmenn ÍR-liðsins fundu sig illa í dag og sést það best á skotnýtingu þeirra. Það má búast við algerri orrustu þegar að liðin mætast í Austurbergi á sunnudaginn, í eina oddaleik 8-liða úrslitanna.Bjarni Fritzson: Dómararnir bara með dónaskap Bjarni Fritzson, spilandi þjálfari ÍR, var langt frá því að vera sáttur eftir að hafa þurft að þola þriggja marka tap á Akureyri í kvöld en norðanmenn tryggðu sér með því oddaleik í Austurberginu á sunnudaginn. „Við vorum komnir með leikinn í okkar hendur en tökum slæmar ákvarðanir á þeim kafla og þannig tapast þetta. Þetta hefði alveg getað verið okkar dagur en þá hefðum við þurft að slútta betur. Við vorum að spila vel þar til það voru fimm mínútur eftir og þá förum við í einhverja steypu,“ sagði Bjarni. Leikurinn var afar kaflaskiptur og skiptust liðin á að skora ekki í fleiri mínútur í einu. Bjarni taldi það vera sök dómaranna, að þeir væru að flauta leikinn kaflaskiptan: „Ég hef bara ekki séð annað eins í allan vetur. Það voru dómar hérna sem ég skil ekki. Leikurinn er kaflaskiptur því að þeir taka í taumana. Það er ekkert samræmi milli helminga“ sagði Bjarni og hélt áfram: „Þeir eru á tíma að flauta okkur út úr þessum leik. Þetta eru 8-liða úrslit sem að við höfum verið að berjast fyrir í allan vetur og svo fáum við svona. Þetta er ekki ásættanlegt. Það er ekki hægt að bjóða mönnum sem leggja svona mikla vinnu í veturinn upp á svona dómara," sagði Bjarni. Jón Heiðar Gunnarsson fékk umdeilt rautt spjald og hafði Bjarni sína skoðun á því og hvernig dómararnir tóku á málinu: „Síðan er ekki hægt að tala við þá [dómarana innsk. blm.]. Þeir eru bara með dónaskap og henda mönnum hérna útaf með rautt spjald þegar menn eru að reyna að fá útskýringu einhverju, sem er alveg ótrúlegt. Þetta var bara slæmur árekstur, þetta er bara einn dómur af fjölmörgum. Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef séð.Þeir dæma eitthvað öðru megin, og allt annað hinum megin – ekkert samræmi. Það er mjög leiðinlegt að upplifa að maður sé að spila leik sem er ekki sanngjarn og heiðarlegur.“ sagði Bjarni gríðarlega svekktur.Heimir Örn Árnason: Með þessa vörn er allt hægt Heimir Örn Árnason átti góðan leik í kvöld og var hann léttur í bragði þegar blaðamaður Vísis náði af honum spjalli: „Við spilum frábærlega í 45 mínútur í kvöld og það dugði til. Þetta var ekki fallegasti sigurinn en þetta hafðist“ sagði Heimir léttur. „Við skorum ekki alltof margar mínútur í seinni hálfleik, það kom svona klassískt stress, veturinn undir og allt það. Ég og fleiri vorum ekki að hitta og Arnór varði allt of mikið en við fáum annan séns og þurfum að spila betri sókn á sunnudaginn. Með þessa vörn er samt allt hægt," sagði Heimir. ÍR-ingar voru án Björgvins Hólmgeirssonar í dag og munar um minna: „Auðvitað vantaði Bjögga en mér fannst samt Daníel frábær í fyrri hálfleik – það koma alltaf nýir menn inn í staðin“ sagði Heimir „Það er allt eða ekkert á sunnudaginn. Við vorum gíraðari núna en á þriðjudaginn síðasta en samt vantar ennþá að ná upp geðveiki í fullar 60 mínútur. Það vantar aðeins meiri ástríðu, við eigum það inni“ sagði Heimir og bætti við: „Sumarfrí í snjó er ekki freistandi.“ Olís-deild karla Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira
ÍR-ingar sóttu Akureyringa heim í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik. Með sigri hefðu ÍR-ingar getað sent Norðanmenn í snemmbúið sumarfrí en þeir leiddu einvígið 1-0. Akureyringar voru ekki á þeim buxunum, enda allt á kafi í snjó ennþá og unnu þeir leikinn, 23-20. Það var greinilegt á upphafsmínútum leiksins að það var mikið undir. Liðin skiptust á að gera mistök en það hafði þó engin áhrif á hraða leiksins. Hálfleikurinn var nokkuð kaflaskiptur en ÍR-ingar leiddu þar til í stöðunni 6-6. Þá kom góður kafli hjá heimamönnum þar sem að hinn ungi Brynjar Hólm Grétarsson dró vagninn í sókninni. Eftir að heimamenn náðu þriggja marka forystu, 10-7, þá hrukku gestirnir aftur í gang. Næstu fjögur mörk voru sunnlensk og gekk allt upp hjá gestunum. Þá tók leikurinn hinsvegar stakkaskiptum og skoruðu Akureyringar síðustu fimm mörk fyrri hálfleiks og leiddu að honum loknum, 15-11. Verðskulduð forysta í hálfleik en stangirnar reyndust ÍR-ingum erfiðar og rötuðu þó nokkrir boltarnir í þær á meðan Akureyringar settu sín skot frekar í stöng og inn. Akureyringar komu vel stemmdir til síðari hálfleiks og skoruðu fyrsta mark hans og virtust hreinlega ætla að keyra yfir ÍR-inga. Gestirnir neituðu þó að gefast upp og héldu í við Akureyringa. Í stöðunni 19-15 kom enn ein kaflaskiptingin í leiknum. Akureyringar skoruðu ekki í sjö mínútur og ÍR náði að jafna 20-20, þrátt fyrir að hafa leikið rúmlega tvær mínútur einum færri eftir að Jón Heiðari Gunnarssyni hafði verið vikið af velli með rautt spjald. Dómur sem þótti afar umdeildur en hann virtist kveikja neista í ÍR-ingum. Bæði lið fengu urmul af tækifærum til þess að taka forystuna í stöðunni 20-20 en það var ekki fyrr en rétt rúmum þremur mínútum fyrir leikslok að Kristján Orri skoraði fyrir Akureyringa tvívegis. Það reyndist smiðshöggið sem þurfti og fóru gestirnir illa með nokkur færi. Brynjar Hólm Grétarsson skoraði síðan síðasta mark leiksins, 23-20 en þá höfðu ÍR-ingar ekki náð að skora í sjö mínútur og munar um minna. Varnir og markverðir beggja liða voru í aðalhlutverki í kvöld og eru það mikilvægar markvörslur Tomas Olasonar sem skilja á milli. Kristján Orri skoraði 7 af 8 mörkum Akureyringa í síðari hálfleik og verður því ekki komist hjá því að minnast á framgang hans. Hjá ÍR var Arnór Stefánsson, markvörður, maður leiksins en frábærir sóknarmenn ÍR-liðsins fundu sig illa í dag og sést það best á skotnýtingu þeirra. Það má búast við algerri orrustu þegar að liðin mætast í Austurbergi á sunnudaginn, í eina oddaleik 8-liða úrslitanna.Bjarni Fritzson: Dómararnir bara með dónaskap Bjarni Fritzson, spilandi þjálfari ÍR, var langt frá því að vera sáttur eftir að hafa þurft að þola þriggja marka tap á Akureyri í kvöld en norðanmenn tryggðu sér með því oddaleik í Austurberginu á sunnudaginn. „Við vorum komnir með leikinn í okkar hendur en tökum slæmar ákvarðanir á þeim kafla og þannig tapast þetta. Þetta hefði alveg getað verið okkar dagur en þá hefðum við þurft að slútta betur. Við vorum að spila vel þar til það voru fimm mínútur eftir og þá förum við í einhverja steypu,“ sagði Bjarni. Leikurinn var afar kaflaskiptur og skiptust liðin á að skora ekki í fleiri mínútur í einu. Bjarni taldi það vera sök dómaranna, að þeir væru að flauta leikinn kaflaskiptan: „Ég hef bara ekki séð annað eins í allan vetur. Það voru dómar hérna sem ég skil ekki. Leikurinn er kaflaskiptur því að þeir taka í taumana. Það er ekkert samræmi milli helminga“ sagði Bjarni og hélt áfram: „Þeir eru á tíma að flauta okkur út úr þessum leik. Þetta eru 8-liða úrslit sem að við höfum verið að berjast fyrir í allan vetur og svo fáum við svona. Þetta er ekki ásættanlegt. Það er ekki hægt að bjóða mönnum sem leggja svona mikla vinnu í veturinn upp á svona dómara," sagði Bjarni. Jón Heiðar Gunnarsson fékk umdeilt rautt spjald og hafði Bjarni sína skoðun á því og hvernig dómararnir tóku á málinu: „Síðan er ekki hægt að tala við þá [dómarana innsk. blm.]. Þeir eru bara með dónaskap og henda mönnum hérna útaf með rautt spjald þegar menn eru að reyna að fá útskýringu einhverju, sem er alveg ótrúlegt. Þetta var bara slæmur árekstur, þetta er bara einn dómur af fjölmörgum. Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef séð.Þeir dæma eitthvað öðru megin, og allt annað hinum megin – ekkert samræmi. Það er mjög leiðinlegt að upplifa að maður sé að spila leik sem er ekki sanngjarn og heiðarlegur.“ sagði Bjarni gríðarlega svekktur.Heimir Örn Árnason: Með þessa vörn er allt hægt Heimir Örn Árnason átti góðan leik í kvöld og var hann léttur í bragði þegar blaðamaður Vísis náði af honum spjalli: „Við spilum frábærlega í 45 mínútur í kvöld og það dugði til. Þetta var ekki fallegasti sigurinn en þetta hafðist“ sagði Heimir léttur. „Við skorum ekki alltof margar mínútur í seinni hálfleik, það kom svona klassískt stress, veturinn undir og allt það. Ég og fleiri vorum ekki að hitta og Arnór varði allt of mikið en við fáum annan séns og þurfum að spila betri sókn á sunnudaginn. Með þessa vörn er samt allt hægt," sagði Heimir. ÍR-ingar voru án Björgvins Hólmgeirssonar í dag og munar um minna: „Auðvitað vantaði Bjögga en mér fannst samt Daníel frábær í fyrri hálfleik – það koma alltaf nýir menn inn í staðin“ sagði Heimir „Það er allt eða ekkert á sunnudaginn. Við vorum gíraðari núna en á þriðjudaginn síðasta en samt vantar ennþá að ná upp geðveiki í fullar 60 mínútur. Það vantar aðeins meiri ástríðu, við eigum það inni“ sagði Heimir og bætti við: „Sumarfrí í snjó er ekki freistandi.“
Olís-deild karla Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira