Sigurgeir Árni leggur skóna á hilluna Anton Ingi Leifsson skrifar 11. apríl 2015 14:00 Sigurgeir Árni lyftir titlinum fyrir FH. vísir/ Sigurgeir Árni Ægisson, handboltakappi, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Sigurgeir er fæddur og uppalinn í Kaplakrika, en hann lék lengst af með FH. Sigurgeir greindi frá þessu á fésbókarsíðu sinni, en Sigurgeir hefur undanfarin ár leikið með Kristiansund í Noregi með fleiri Íslendingum. „En þrátt fyrir að ferill minn fari ekki í sögubækurnar, þá er ég stoltur af honum. Ég fékk að spila í útlandi, spilaði úrslitaleiki, Evópuleiki, landsleiki og varð Íslandsmeistari. Allt þetta er ég þakklátur fyrir," sagði Sigurgeir í tilkynningu á Facebook. „Það að fara heim og að lyfta Íslandsmeistarabikarnum fyrir FH - uppeldisfélagið mitt og félagsmiðstöðina mína - var að sjálfsögðu toppurinn. FH, 19 ára bið, fullt hús – þetta augnablik gerði allt bröltið þess virði." Alla færsluna má sjá hér að neðan, en Sigurgeir verður 36 ára gamall í september. Færsla Sigurgeirs í heild sinni: Allt tekur nú enda og nú fara skórnir á hilluna. Þetta er nú erfiðara en ég hélt enda hefur þessi blessaði bolti fylgt mér lengi. Fyrsti meistaraflokksleikurinn var spilaður 1996 og var ég þess heiður aðnjótandi fyrstu árin mín að kynnast og æfa/spila með mörgum hetjum úr gullaldarliði FH. "Back in the days" ætlaði maður að verða alvöru handboltamaður en það að verða "groundaður" af læknisráði frá 23ja til 27 ára aldurs var kannski ekki mjög gott skref fyrir ferilinn. Ég er þó feginn að hafa slegið til og prófað aftur. HK á í því samhengi miklar þakkir skyldar. Þetta áttu að vera tvær vikur til að byrja með en þær urðu aðeins fleiri. Þessi "ferill tvö" var þó alltaf með öðrum formerkjum. Ég gerði það að móttói mínu að fara í alla leiki eins og hann væri sá síðasti, minnugur þess að hafa spilað minn "síðasta leik" áður. Fara inn á völlinn, njóta þess að spila og gefa af mér. Þessi ferill tvö var líka meira og minna tóm gleði þegar ég horfi til baka. Ég spilaði í góðum liðum, með toppþjálfurum og með mörgum frábærum handboltamönnum. Ég spilaði með mörgum gömlum pungum og svo var gaman að fá að fylgja efnilegum strákum taka sín fyrstu skref í meistaraflokki – strákum sem eru núna með bestu leikmönnum Íslands. Það sem gaf mér þó mest var að spila með baráttuhundunum. Það finnst ekki betra bensín en að spila með leikmönnum sem brenna fyrir að að berjast og vinna. Þessir leikmenn gáfu mér ofboðslega mikið og ég vona að ég hafi skilað einhverju til þeirra líka. En þrátt fyrir að ferill minn fari ekki í sögubækurnar, þá er ég stoltur af honum. Ég fékk að spila í útlandi, spilaði úrslitaleiki, Evópuleiki, landsleiki og varð Íslandsmeistari. Allt þetta er ég þakklátur fyrir. Það að fara heim og að lyfta Íslandsmeistarabikarnum fyrir FH - uppeldisfélagið mitt og félagsmiðstöðina mína - var að sjálfsögðu toppurinn. FH, 19 ára bið, fullt hús – þetta augnablik gerði allt bröltið þess virði. En nú er mál að linni. Takk fyrir mig. Íslenski handboltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Sjá meira
Sigurgeir Árni Ægisson, handboltakappi, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Sigurgeir er fæddur og uppalinn í Kaplakrika, en hann lék lengst af með FH. Sigurgeir greindi frá þessu á fésbókarsíðu sinni, en Sigurgeir hefur undanfarin ár leikið með Kristiansund í Noregi með fleiri Íslendingum. „En þrátt fyrir að ferill minn fari ekki í sögubækurnar, þá er ég stoltur af honum. Ég fékk að spila í útlandi, spilaði úrslitaleiki, Evópuleiki, landsleiki og varð Íslandsmeistari. Allt þetta er ég þakklátur fyrir," sagði Sigurgeir í tilkynningu á Facebook. „Það að fara heim og að lyfta Íslandsmeistarabikarnum fyrir FH - uppeldisfélagið mitt og félagsmiðstöðina mína - var að sjálfsögðu toppurinn. FH, 19 ára bið, fullt hús – þetta augnablik gerði allt bröltið þess virði." Alla færsluna má sjá hér að neðan, en Sigurgeir verður 36 ára gamall í september. Færsla Sigurgeirs í heild sinni: Allt tekur nú enda og nú fara skórnir á hilluna. Þetta er nú erfiðara en ég hélt enda hefur þessi blessaði bolti fylgt mér lengi. Fyrsti meistaraflokksleikurinn var spilaður 1996 og var ég þess heiður aðnjótandi fyrstu árin mín að kynnast og æfa/spila með mörgum hetjum úr gullaldarliði FH. "Back in the days" ætlaði maður að verða alvöru handboltamaður en það að verða "groundaður" af læknisráði frá 23ja til 27 ára aldurs var kannski ekki mjög gott skref fyrir ferilinn. Ég er þó feginn að hafa slegið til og prófað aftur. HK á í því samhengi miklar þakkir skyldar. Þetta áttu að vera tvær vikur til að byrja með en þær urðu aðeins fleiri. Þessi "ferill tvö" var þó alltaf með öðrum formerkjum. Ég gerði það að móttói mínu að fara í alla leiki eins og hann væri sá síðasti, minnugur þess að hafa spilað minn "síðasta leik" áður. Fara inn á völlinn, njóta þess að spila og gefa af mér. Þessi ferill tvö var líka meira og minna tóm gleði þegar ég horfi til baka. Ég spilaði í góðum liðum, með toppþjálfurum og með mörgum frábærum handboltamönnum. Ég spilaði með mörgum gömlum pungum og svo var gaman að fá að fylgja efnilegum strákum taka sín fyrstu skref í meistaraflokki – strákum sem eru núna með bestu leikmönnum Íslands. Það sem gaf mér þó mest var að spila með baráttuhundunum. Það finnst ekki betra bensín en að spila með leikmönnum sem brenna fyrir að að berjast og vinna. Þessir leikmenn gáfu mér ofboðslega mikið og ég vona að ég hafi skilað einhverju til þeirra líka. En þrátt fyrir að ferill minn fari ekki í sögubækurnar, þá er ég stoltur af honum. Ég fékk að spila í útlandi, spilaði úrslitaleiki, Evópuleiki, landsleiki og varð Íslandsmeistari. Allt þetta er ég þakklátur fyrir. Það að fara heim og að lyfta Íslandsmeistarabikarnum fyrir FH - uppeldisfélagið mitt og félagsmiðstöðina mína - var að sjálfsögðu toppurinn. FH, 19 ára bið, fullt hús – þetta augnablik gerði allt bröltið þess virði. En nú er mál að linni. Takk fyrir mig.
Íslenski handboltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Sjá meira