Volkswagen toppar í innbyrðis deilum Finnur Thorlacius skrifar 13. apríl 2015 14:35 Forstjórinn Winterkorn og stjórnarformaðurinn Piech. Það veit sjaldan á gott ef ósætti er á milli stjórnarformanns fyrirtækis og forstjóra þess. Það er einmitt staðan hjá Volkswagen bílaframleiðandanum nú. Ferdinand Piech er stjórnarformaður Volkswagen bílasamstæðunnar, en hann er skyldmenni Ferdinand Porsche, stofnanda Porsche og á ásamt fjölskyldu sinni stóran hlut í Volkswagen. Piech hefur undanfarið deilt mjög á forstjóra Volkswagen, Martin Winterkorn, og er ekki á eitt sáttur við stefnu hans við rekstur fyrirtækisins. Það merkilega í stöðunni er að skyldmenni Ferdinandi Piech hafa stigið fram og lýst yfir fullum stuðningi við forstjórann. Það hafa reyndar fleiri gert en meðlimir Porsche fjölskyldunnar og því virðist sem stjórnarformaðurinn sé nokkuð einn á báti í afstöðu sinni gegn forstjóranum. Flestir áttu, fyrir þessar deilur, von á því að Winterkorn mundi leysa Piech af hólmi sem stjórnarformaður þegar hann lætur af starfi forstjóra árið 2017, en með þessu deilum virðist það æ ólíklegra. Hvort þessar deilur enda með því að Winterkorn láti fyrr af forstjórastörfum í Volkswagen en áætlað var, að Piech stigi niður sem stjórnarformaður eða að deiluaðilar sættist er ómögulegt að segja, en við þetta ástand verður ekki unað lengi. Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
Það veit sjaldan á gott ef ósætti er á milli stjórnarformanns fyrirtækis og forstjóra þess. Það er einmitt staðan hjá Volkswagen bílaframleiðandanum nú. Ferdinand Piech er stjórnarformaður Volkswagen bílasamstæðunnar, en hann er skyldmenni Ferdinand Porsche, stofnanda Porsche og á ásamt fjölskyldu sinni stóran hlut í Volkswagen. Piech hefur undanfarið deilt mjög á forstjóra Volkswagen, Martin Winterkorn, og er ekki á eitt sáttur við stefnu hans við rekstur fyrirtækisins. Það merkilega í stöðunni er að skyldmenni Ferdinandi Piech hafa stigið fram og lýst yfir fullum stuðningi við forstjórann. Það hafa reyndar fleiri gert en meðlimir Porsche fjölskyldunnar og því virðist sem stjórnarformaðurinn sé nokkuð einn á báti í afstöðu sinni gegn forstjóranum. Flestir áttu, fyrir þessar deilur, von á því að Winterkorn mundi leysa Piech af hólmi sem stjórnarformaður þegar hann lætur af starfi forstjóra árið 2017, en með þessu deilum virðist það æ ólíklegra. Hvort þessar deilur enda með því að Winterkorn láti fyrr af forstjórastörfum í Volkswagen en áætlað var, að Piech stigi niður sem stjórnarformaður eða að deiluaðilar sættist er ómögulegt að segja, en við þetta ástand verður ekki unað lengi.
Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent