Nýr vefur fyrir bílaviðskipti Finnur Thorlacius skrifar 13. apríl 2015 16:23 Er vefur fyrir þá sem vilja selja bílinn sinn sjálfir og spara með því kostnað. Með tilkomu nýrrar vefsíðu, sjalfsalinn.is, hefur seljendum og kaupendum bíla og annarra farartækja verið gert kleift að stunda milliliðalaus bílaviðskipti. Vefurinn byggir á öflugri leitarvél þar sem kaupendur geta leitað draumabílsins og haft samband við seljanda hans í gegnum tölvupóst eða síma. Þá geta kaupendur og seljendur gengið frá eigendaskiptum með rafrænum hætti í gegnum vefinn. Um áratuga skeið hafa einstaklingar auglýst bíla sína til sölu í smáauglýsingum prentmiðla og á einstökum vefmiðlum en skortur hefur verið á flokkun eða leit út frá ákveðnum gerðum eða tegundum bíla, auk þess sem áragamlar skráningar hafa hangið inni á vefmiðlum þó að bílar hafi verið seldir eða teknir úr sölu. Á Sjálfsalinn.is gefst seljendum farartækja kostur á að auglýsa gegn föstu mánaðargjaldi sem tryggir að auglýstir bílar eru raunverulega til sölu og upplýsingar eru ávallt nýjar. „Sjálfsalinn.is er fyrir alla einstaklinga og var meginmarkmið við uppsetningu vefsins að notendaviðmót væri eins einfalt og kostur er,“ segir Gunnar Gunnarsson, annar stofnandi vefsins. „Fyrir seljendur er nóg að skrá fastanúmer ökutækis og í kjölfarið sækir vefurinn allar grunnupplýsingar um farartækið í miðlægan gagnagrunn Samgöngustofu þannig að eigandi þarf aðeins að bæta við upplýsingum á borð við aukabúnað, akstur og verð. Seljandi hefur ávallt aðgengi að auglýsingunni til að breyta upplýsingum á meðan hún er virk.“Engin sölulaun Kaupendur og seljendur sjá sjálfir um að ganga frá kaupsamningi og tilkynningu um eigendaskipti. „Grunnhugmyndin að baki Sjálfsalinn.is er að kaupendur og seljendur sjá sjálfir um að ganga frá viðskiptunum, vefsíðan er bara vettvangur sem tengir þá saman. Sé notast við bílasölur þá fellur til talsverður kostnaður vegna sölulauna sem greiddur eru fyrir þjónustu bílasölunnar. Margir eru tilbúnir að spara sér þennan pening með því að sjá sjálfir um söluna, auk þess sem kaupendur eru meðvitaðir um að hægt er að gera betri díl með því að kaupa beint af seljendum,“ segir Gunnar.Hægt að skoða myndband af bílum Sjálfsalinn.is býður seljendum einnig upp á að setja inn myndbönd af bílum sínum og er það nýbreytni á þessu sviði. „Okkur fannst vanta að bjóða upp á þetta. Kaupendur vilja geta skoðað myndir af þeim bílum sem þeir eru að hugleiða að kaupa og það hefur verið boðið upp á það alla tíð en ef mynd segir þúsund orð af hverju þá ekki að bjóða upp á myndband?“ Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent
Með tilkomu nýrrar vefsíðu, sjalfsalinn.is, hefur seljendum og kaupendum bíla og annarra farartækja verið gert kleift að stunda milliliðalaus bílaviðskipti. Vefurinn byggir á öflugri leitarvél þar sem kaupendur geta leitað draumabílsins og haft samband við seljanda hans í gegnum tölvupóst eða síma. Þá geta kaupendur og seljendur gengið frá eigendaskiptum með rafrænum hætti í gegnum vefinn. Um áratuga skeið hafa einstaklingar auglýst bíla sína til sölu í smáauglýsingum prentmiðla og á einstökum vefmiðlum en skortur hefur verið á flokkun eða leit út frá ákveðnum gerðum eða tegundum bíla, auk þess sem áragamlar skráningar hafa hangið inni á vefmiðlum þó að bílar hafi verið seldir eða teknir úr sölu. Á Sjálfsalinn.is gefst seljendum farartækja kostur á að auglýsa gegn föstu mánaðargjaldi sem tryggir að auglýstir bílar eru raunverulega til sölu og upplýsingar eru ávallt nýjar. „Sjálfsalinn.is er fyrir alla einstaklinga og var meginmarkmið við uppsetningu vefsins að notendaviðmót væri eins einfalt og kostur er,“ segir Gunnar Gunnarsson, annar stofnandi vefsins. „Fyrir seljendur er nóg að skrá fastanúmer ökutækis og í kjölfarið sækir vefurinn allar grunnupplýsingar um farartækið í miðlægan gagnagrunn Samgöngustofu þannig að eigandi þarf aðeins að bæta við upplýsingum á borð við aukabúnað, akstur og verð. Seljandi hefur ávallt aðgengi að auglýsingunni til að breyta upplýsingum á meðan hún er virk.“Engin sölulaun Kaupendur og seljendur sjá sjálfir um að ganga frá kaupsamningi og tilkynningu um eigendaskipti. „Grunnhugmyndin að baki Sjálfsalinn.is er að kaupendur og seljendur sjá sjálfir um að ganga frá viðskiptunum, vefsíðan er bara vettvangur sem tengir þá saman. Sé notast við bílasölur þá fellur til talsverður kostnaður vegna sölulauna sem greiddur eru fyrir þjónustu bílasölunnar. Margir eru tilbúnir að spara sér þennan pening með því að sjá sjálfir um söluna, auk þess sem kaupendur eru meðvitaðir um að hægt er að gera betri díl með því að kaupa beint af seljendum,“ segir Gunnar.Hægt að skoða myndband af bílum Sjálfsalinn.is býður seljendum einnig upp á að setja inn myndbönd af bílum sínum og er það nýbreytni á þessu sviði. „Okkur fannst vanta að bjóða upp á þetta. Kaupendur vilja geta skoðað myndir af þeim bílum sem þeir eru að hugleiða að kaupa og það hefur verið boðið upp á það alla tíð en ef mynd segir þúsund orð af hverju þá ekki að bjóða upp á myndband?“
Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent