Ólafur Darri í Spielbergmynd Jakob Bjarnar skrifar 13. apríl 2015 18:49 Ólafur Darri segir Spielberg afskaplega indælan en það er alltaf furðulegt að hitta fólk sem maður hefur litið lengi upp til. Vegur leikarans Ólafs Darra Ólafssonar fer heldur betur vaxandi og er hann nú á leið til Vancouver þar sem hann verður við tökur á nýjustu mynd Steven Spielberg. Hún heitir BFG og er byggð á sögu eftir Roald Dahl. Stendur til að sýna hana á næsta ári. Myndin er sú fyrsta sem Spielberg leikstýrir fyrir Disney sem er einn framleiðanda. Þeir sem fara með helstu hlutverk eru Mark Rylance, Bill Hader, Ruby Barnhill og þá er talið að Martin Freeman fari einnig með hlutverk í myndinni. Ólafur Darri leikur risa í myndinni en þar segir af yngri stúlku, drottningunni af Englandi og velviljaða risanum BFG sem leggja af stað í ævintýraför sem gengur út á að ná risum sem leggja sér mannfólk til munns. Ólafur Darri segist, í stuttu samtali við Vísi, ekki geta tjáð sig mikið um myndina. Það er skýrt tekið fram í samningi. Og það sé alltaf einkennilegt að vera í viðtölum og mega ekki tala. En, hann er sem sagt að fara að leika einn af risunum. Nú er Spielberg einn af þeim stóru, ef ekki sá stærsti í kvikmyndageranum. Ólafur Darri hefur þegar hitt hann, stutta stund þegar hann fór út til æfinga í Vancouver fyrir stuttu. Ólafur Darri segir hann hafa verið afskaplega indælan.En, fór ekki fiðringur um Íslendinginn þegar hann hitti þessa lifandi goðsögn?„Það er alltaf furðulegt að hitta fólk sem maður hefur litið lengi upp til. Spielberg hefur verið hluti af lífi manns svo lengi, eiginlega bara frá því að ég var ungur strákur.“ Spurður hvort þetta megi ekki teljast „stærsta“ mynd sem hann hefur leikið í segist Ólafur Darri ekki alveg gera sér grein fyrir því. „Ég veit það ekki, en ég get sagt að þetta er skemmtilegt næsta skref, alla vega.“ Ólafur Darri verður næstu vikur í Vancouver við tökur á BFG. Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Sjá meira
Vegur leikarans Ólafs Darra Ólafssonar fer heldur betur vaxandi og er hann nú á leið til Vancouver þar sem hann verður við tökur á nýjustu mynd Steven Spielberg. Hún heitir BFG og er byggð á sögu eftir Roald Dahl. Stendur til að sýna hana á næsta ári. Myndin er sú fyrsta sem Spielberg leikstýrir fyrir Disney sem er einn framleiðanda. Þeir sem fara með helstu hlutverk eru Mark Rylance, Bill Hader, Ruby Barnhill og þá er talið að Martin Freeman fari einnig með hlutverk í myndinni. Ólafur Darri leikur risa í myndinni en þar segir af yngri stúlku, drottningunni af Englandi og velviljaða risanum BFG sem leggja af stað í ævintýraför sem gengur út á að ná risum sem leggja sér mannfólk til munns. Ólafur Darri segist, í stuttu samtali við Vísi, ekki geta tjáð sig mikið um myndina. Það er skýrt tekið fram í samningi. Og það sé alltaf einkennilegt að vera í viðtölum og mega ekki tala. En, hann er sem sagt að fara að leika einn af risunum. Nú er Spielberg einn af þeim stóru, ef ekki sá stærsti í kvikmyndageranum. Ólafur Darri hefur þegar hitt hann, stutta stund þegar hann fór út til æfinga í Vancouver fyrir stuttu. Ólafur Darri segir hann hafa verið afskaplega indælan.En, fór ekki fiðringur um Íslendinginn þegar hann hitti þessa lifandi goðsögn?„Það er alltaf furðulegt að hitta fólk sem maður hefur litið lengi upp til. Spielberg hefur verið hluti af lífi manns svo lengi, eiginlega bara frá því að ég var ungur strákur.“ Spurður hvort þetta megi ekki teljast „stærsta“ mynd sem hann hefur leikið í segist Ólafur Darri ekki alveg gera sér grein fyrir því. „Ég veit það ekki, en ég get sagt að þetta er skemmtilegt næsta skref, alla vega.“ Ólafur Darri verður næstu vikur í Vancouver við tökur á BFG.
Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Sjá meira