Körfubolti

Ljótt ökklabrot varpaði skugga á stórsigur FCK | Björn skoraði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andreas Cornelius í leik með FCK.
Andreas Cornelius í leik með FCK. Vísir/AFP
Björn Bergmann Sigurðarson skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir FCK sem vann stórsigur á Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld, 4-0.

Björn Bergmann var í byrjunarliðinu í annað sinn á tímabilinu og þakkaði fyrir sig með því að skora þriðja mark leiksins á 68. mínútu. Þremur mínútum síðar var hann tekinn af velli.

Ljót meiðsli Andreas Cornelius hjá FCK varpaði skugga á leikinn en hann var borinn sárþjáður af velli með andlitsgrímu fyrir andlitinu. Hann var tæklaður af Dennis Flinta, leikmanni Silkeborg, og hefur félagið nú staðfest að Cornelius sé ökklabrotinn.

Það er því tvísýnt með þátttöku hans með danska U-21 landsliðinu á EM í sumar. Þess má geta að Cornelius var seldur til velska liðsins Cardiff sumarið 2013 fyrir háa upphæð - átta milljónir punda að því er talið. Hann var svo seldur hálfu ári síðar aftur til FCK en fyrir mun lægri upphæð.

Björn Bergmann er í láni hjá FCK frá enska liðinu Wolves. Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi FCK, sem er í öðru sæti deildarinnar ellefu stigum á eftir toppliði Midtjylland, í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×