Handbolti

Fjölmenni í KA-heimilinu er Hamrarnir féllu úr leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frá leiknum í kvöld.
Frá leiknum í kvöld. Mynd/Facebook-síða Hamranna
Víkingur er kominn áfram í umspilinu um sæti í Olísdeild karla að ári eftir sigur á Hömrunum á Akureyri í kvöld, 22-19.

Mikil stemning var í KA-heimilinu þar sem 645 áhorfendur, langflestir á bandi heimamanna, létu vel í sér heyra. Það dugði þó ekki til í kvöld en munurinn í hálfleik var tvö mörk, 12-10, Víkingum í vil.

Víkingur vann fyrri leik liðanna, 29-18, á heimavelli og mætir annað hvort Selfossi eða Fjölni í lokaúrslitarimmu umspilsins, þar sem í ljós kemur hvaða lið fylgir Gróttu upp í Olísdeild karla.

Selfyssingar tryggðu sér oddaleik í rimmunni með sigri á Fjölni á heimavelli í kvöld, 24-20. Selfyssingar höfðu fjögurra marka forystu í hálfleik, 12-8, en Hörður Másson skoraði átta mörk fyrir heimamenn í kvöld.

Oddaleikurinn fer fram í Grafarvogi á miðvikudagskvöld.

Naumt tap, 19-22. Frábær umgjörð og stemning, tæplega 700 manns í KA heimilinu. Þökkum stuðninginn í leiknum og vetur og öllum sem komu að leiknum í dag!

Posted by Hamrarnir on Monday, April 13, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×