Opel á flugi í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 14. apríl 2015 09:32 Opel Corsa. Bílasala á Evrópumarkaði hefur vaxið umtalsvert á milli ára og nemur aukningin um 279,300 bílum á fyrsta ársfjórðungi 2015. Þegar hlutur Opel og enska systurfyrirtækisins Vauxhall er tekinn saman kemur í ljós að vöxtur þeirra er nokkuð yfir því sem aðrir bílaframleiðendur hafa notið á tímabilinu. Aukningin hjá Opel er einnig í góðu samræmi við þá þróun sem átt hefur sér stað hjá fyrirtækinu frá árinu 2013 og nemur vöxturinn 5,8% miðað við sama tímabil í fyrra. Peter Christian Küspert, varaforseti söludeildar hjá Opel samsteypunni var sérlega ánægður með aukna markaðshlutdeild í 11 Evrópuríkjum. “ Eftirspurnin í löndum einsog Bretlandi, Spáni, Ítalíu, Póllandi og Tyrklandi er töluvert meiri en í fyrra og þökkum við það ungri og aðlaðandi bílalínu okkar.” Sportjeppinn Mokka heldur áfram sigurgöngu sinni og leiðir vöxtinn í Ítalíu og Þýskalandi, með verðlaunin “4X4 bíll ársins í Þýskalandi” í farteskinu. Yfir heildina litið sló svo nýskráning marsmánaðar, í Þýskalandi, fyrri met og fór í 23,044 bíla, sem er markaðshlutdeild uppá 7,1%. Vöxtur á atvinnubílamarkaði er einnig umtalsverður í Evrópu og þar hefur Opel líka aukið sinn hlut verulega og átt sinn besta ársfjórðung frá árinu 2009 sem skilaði 4,2% markaðshlutdeild. Nýju módelin af Opel Vivaro og Movano eiga þar stærstan hlut að máli. Hér heima er sömu sögu að segja. “Frá því að við opnuðum nýjan Opel sýningarsal í haust hafa fjölmargir lagt leið sína til okkar og reynsluekið nýjum Opel bifreiðum” segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri bílasviðs hjá Bílabúð Benna. “Við frumsýndum nýjan Opel Corsa á dögunum við mjög góðar undirtektir og seldist hann upp. Ný Corsa hefur vakið gríðarlega athygli fyrir laglega hönnun og gott verð og er hann því afar flott viðbót við Opel línuna okkar. Nú er stór sending á leiðinni til landsins og við sjáum bara góðan vöxt framundan,” segir Björn. Einnig bjóðum við uppá fjölbreytt úrval atvinnubíla frá Opel sem er kærkomin viðbót við framboð okkar enda orðin mikil endurnýjunarþörf á atvinnubílum hér á landi. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent
Bílasala á Evrópumarkaði hefur vaxið umtalsvert á milli ára og nemur aukningin um 279,300 bílum á fyrsta ársfjórðungi 2015. Þegar hlutur Opel og enska systurfyrirtækisins Vauxhall er tekinn saman kemur í ljós að vöxtur þeirra er nokkuð yfir því sem aðrir bílaframleiðendur hafa notið á tímabilinu. Aukningin hjá Opel er einnig í góðu samræmi við þá þróun sem átt hefur sér stað hjá fyrirtækinu frá árinu 2013 og nemur vöxturinn 5,8% miðað við sama tímabil í fyrra. Peter Christian Küspert, varaforseti söludeildar hjá Opel samsteypunni var sérlega ánægður með aukna markaðshlutdeild í 11 Evrópuríkjum. “ Eftirspurnin í löndum einsog Bretlandi, Spáni, Ítalíu, Póllandi og Tyrklandi er töluvert meiri en í fyrra og þökkum við það ungri og aðlaðandi bílalínu okkar.” Sportjeppinn Mokka heldur áfram sigurgöngu sinni og leiðir vöxtinn í Ítalíu og Þýskalandi, með verðlaunin “4X4 bíll ársins í Þýskalandi” í farteskinu. Yfir heildina litið sló svo nýskráning marsmánaðar, í Þýskalandi, fyrri met og fór í 23,044 bíla, sem er markaðshlutdeild uppá 7,1%. Vöxtur á atvinnubílamarkaði er einnig umtalsverður í Evrópu og þar hefur Opel líka aukið sinn hlut verulega og átt sinn besta ársfjórðung frá árinu 2009 sem skilaði 4,2% markaðshlutdeild. Nýju módelin af Opel Vivaro og Movano eiga þar stærstan hlut að máli. Hér heima er sömu sögu að segja. “Frá því að við opnuðum nýjan Opel sýningarsal í haust hafa fjölmargir lagt leið sína til okkar og reynsluekið nýjum Opel bifreiðum” segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri bílasviðs hjá Bílabúð Benna. “Við frumsýndum nýjan Opel Corsa á dögunum við mjög góðar undirtektir og seldist hann upp. Ný Corsa hefur vakið gríðarlega athygli fyrir laglega hönnun og gott verð og er hann því afar flott viðbót við Opel línuna okkar. Nú er stór sending á leiðinni til landsins og við sjáum bara góðan vöxt framundan,” segir Björn. Einnig bjóðum við uppá fjölbreytt úrval atvinnubíla frá Opel sem er kærkomin viðbót við framboð okkar enda orðin mikil endurnýjunarþörf á atvinnubílum hér á landi.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent