Stjórnarþingmenn kvörtuðu yfir stjórnarandstöðunni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. apríl 2015 14:42 Silja Dögg Gunnarsdóttir þingkona sagði stjórnarandstöðuna röfla undir liðnum fundarstjórn forseta. Vísir/Vilhelm Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona framsóknar, sagðist vera orðinn stressuð vegna þeirra stóru mála sem liggja fyrir í þinginu. „Ég geng út frá því að við sem að hér sitjum í þessum sal viljum öll það sama; það er að vinna vel fyrir land og þjóð, afgreiða góð mál og bæta ásýnd Alþingis,“ sagði hún. „Hvernig má það þá vera að ítrekað þurfi maður að vera í þessum virðulega fundarsal alþingis og hlusta á, ég vil leyfa mér að segja röfl, herra forseti, þingmanna undir liðnum fundarstjórn forseta,“ sagði hún og sagði að sínu mati væri það misnotkun á fundarliðnum.Tók undir með Silju Elsa Lára Arnardóttir, flokksystir Silju Daggar, tók í sama streng. „Það er dapurlegt hvernig starfsemi þingsins er þessa dagana,“ sagði Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, í umræðum um störf þingsins í morgun. „Ómældur tími fer í argaþras og leiðindi undir fundarstjórn forseta.“ Vísaði hún til athugasemda stjórnarandstöðuþingmanna sem gert hafa athugasemdir við að stór mál, eins og afnám gjaldeyrishafta, hafi ekki komið inn í þingið en eigi að afgreiða á þeim stutta tíma sem eftir er af vorþingi. „Á meðan viðhalda sömu þingmenn þessum dagskrárlið í gangi og getur þetta talið nokkrum klukkustundum á viku,“ sagði hún.Brugðust illa við Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar Framtíðar, sagði þessi mikilvægu mál væru alls ekki komin í þingið. „Það eru ýmis mál sem við bíðum eftir sem liggja alls ekki fyrir í þinginu,“ sagði hún og nefndi til dæmis húsnæðisfrumvörp félags- og húsnæðismálaráðherra. „Ég vísa þessu algjörlega til föðurhúsanna,“ sagði hún. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna,„Mér var nú bara hálf misboðið hérna áðan undir ræðum háttvirtra þingmanna Silju Daggar Gunnarsdóttir og Elsu Láru Árnadóttur, um að þingmenn væru ekki að vinna að fullum heilindum,“ sagði hún og bætti við að full ástæða hafi verið að gera athugasemdir um fjarveru leiðtoga ríkisstjórnarinnar í gær.Eins og einræðisherra úr Tinnabók Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði að hver einasti þingmaður hefði rétt á því að koma í ræðustól og lýsa skoðunum sínum án þess að vera kallaðir röflarar. „Þegar forsætisráðherra hæstvirtur hagar sér eins og einræðisherra í Tinnabók og heldur að hann geti bara birst á tröppunum á stjórnarráðinu og tilkynnt um tilfærslur á byggingum, nýjar byggingar sem eigi að smíða, útdeilt styrkjum með sms-um hingað og þangað, fært til umdæmismörk lögregluyfirvalda og svo framvegis með pennastrikum, þá verða þingmenn Framsóknarflokksins einfaldlega að þola það að það sé gagnrýnt,“ sagði hann.Uppfært klukkan 15.00. Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona framsóknar, sagðist vera orðinn stressuð vegna þeirra stóru mála sem liggja fyrir í þinginu. „Ég geng út frá því að við sem að hér sitjum í þessum sal viljum öll það sama; það er að vinna vel fyrir land og þjóð, afgreiða góð mál og bæta ásýnd Alþingis,“ sagði hún. „Hvernig má það þá vera að ítrekað þurfi maður að vera í þessum virðulega fundarsal alþingis og hlusta á, ég vil leyfa mér að segja röfl, herra forseti, þingmanna undir liðnum fundarstjórn forseta,“ sagði hún og sagði að sínu mati væri það misnotkun á fundarliðnum.Tók undir með Silju Elsa Lára Arnardóttir, flokksystir Silju Daggar, tók í sama streng. „Það er dapurlegt hvernig starfsemi þingsins er þessa dagana,“ sagði Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, í umræðum um störf þingsins í morgun. „Ómældur tími fer í argaþras og leiðindi undir fundarstjórn forseta.“ Vísaði hún til athugasemda stjórnarandstöðuþingmanna sem gert hafa athugasemdir við að stór mál, eins og afnám gjaldeyrishafta, hafi ekki komið inn í þingið en eigi að afgreiða á þeim stutta tíma sem eftir er af vorþingi. „Á meðan viðhalda sömu þingmenn þessum dagskrárlið í gangi og getur þetta talið nokkrum klukkustundum á viku,“ sagði hún.Brugðust illa við Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar Framtíðar, sagði þessi mikilvægu mál væru alls ekki komin í þingið. „Það eru ýmis mál sem við bíðum eftir sem liggja alls ekki fyrir í þinginu,“ sagði hún og nefndi til dæmis húsnæðisfrumvörp félags- og húsnæðismálaráðherra. „Ég vísa þessu algjörlega til föðurhúsanna,“ sagði hún. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna,„Mér var nú bara hálf misboðið hérna áðan undir ræðum háttvirtra þingmanna Silju Daggar Gunnarsdóttir og Elsu Láru Árnadóttur, um að þingmenn væru ekki að vinna að fullum heilindum,“ sagði hún og bætti við að full ástæða hafi verið að gera athugasemdir um fjarveru leiðtoga ríkisstjórnarinnar í gær.Eins og einræðisherra úr Tinnabók Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði að hver einasti þingmaður hefði rétt á því að koma í ræðustól og lýsa skoðunum sínum án þess að vera kallaðir röflarar. „Þegar forsætisráðherra hæstvirtur hagar sér eins og einræðisherra í Tinnabók og heldur að hann geti bara birst á tröppunum á stjórnarráðinu og tilkynnt um tilfærslur á byggingum, nýjar byggingar sem eigi að smíða, útdeilt styrkjum með sms-um hingað og þangað, fært til umdæmismörk lögregluyfirvalda og svo framvegis með pennastrikum, þá verða þingmenn Framsóknarflokksins einfaldlega að þola það að það sé gagnrýnt,“ sagði hann.Uppfært klukkan 15.00.
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira