Hugsanlegur eftirmaður Jeremy Clarkson fær morðhótanir Finnur Thorlacius skrifar 14. apríl 2015 16:48 Sue Perkins vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Miklar tilfinningar virðast fylgja brottvikningu Jeremy Clarkson úr Top Gear bílaþáttunum vinsælu. Einhversstaðar hafði birst að eftirmaður Clarkson yrði grínistinn og þáttastjórnandinn Sue Perkins, án þess að BBC hafi nokkuð gefið upp um það hver kæmi í stað Clarkson í þáttunum. Sue stjórnar meðal annars þættinum The Great British Bake Off. Ekki var að spyrja að viðbrögðum aðdáenda þáttanna, en í kjölfarið fékk Sue Perkins mýmargar morðhótanir á Twitter og óskir um að hún brynni til ösku. Sue brá á það ráð að loka fyrir Twitter aðgang sinn vegna allra þessara miður geðslegu hótana. Sue hefur sagt að hún hafi ekki fengið nein boð frá BBC að taka sæti Jeremy Clarkson og því séu þessi viðbrögð einkennileg. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent
Miklar tilfinningar virðast fylgja brottvikningu Jeremy Clarkson úr Top Gear bílaþáttunum vinsælu. Einhversstaðar hafði birst að eftirmaður Clarkson yrði grínistinn og þáttastjórnandinn Sue Perkins, án þess að BBC hafi nokkuð gefið upp um það hver kæmi í stað Clarkson í þáttunum. Sue stjórnar meðal annars þættinum The Great British Bake Off. Ekki var að spyrja að viðbrögðum aðdáenda þáttanna, en í kjölfarið fékk Sue Perkins mýmargar morðhótanir á Twitter og óskir um að hún brynni til ösku. Sue brá á það ráð að loka fyrir Twitter aðgang sinn vegna allra þessara miður geðslegu hótana. Sue hefur sagt að hún hafi ekki fengið nein boð frá BBC að taka sæti Jeremy Clarkson og því séu þessi viðbrögð einkennileg.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent