Körfubolti

Stjarnan í efstu deild í fyrsta sinn

Stjörnuliðið sem tryggði félaginu sæti í efstu deild kvenna í fyrsta sinn.
Stjörnuliðið sem tryggði félaginu sæti í efstu deild kvenna í fyrsta sinn. Vísir/ÓskarÓ
Stjarnan tryggði sér í kvöld sæti í Domino's-deild kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins er liðið hafði betur gegn Njarðvík, 57-54.

Þetta var oddaleikur liðanna í úrslitarimmu um eitt laust sæti í deildinni. Njarðvík varð deildarmeistari en liðið tapaði aðeins einum leik í allan vetur.

Njarðvík vann fyrsta leik liðanna á heimavelli en Stjarnan svaraði fyrir sig í Garðabænum á laugadag. Liðin mættust því í hreinum úrslitaleik í kvöld en það var fyrst og fremst frábær kafli í upphafi fjórða leikhluta sem gerði út um leikinn en Stjörnukonur náðu þá mest þrettán stiga forystu, 54-41.

Stjarnan tekur sæti Breiðabliks í efstu deild kvenna en Njarðvíkingar sitja eftir með sárt ennið, þrátt fyrir að hafa orðið deildarmeistari í vetur með talsverðum yfirburðum.

Hittni liðsins fyrir utan þriggja stiga línuna brást á úrslitastundu og það reyndist liðinu dýrkeypt. Njarðvíkurkonur hittu aðeins úr 4 af 28 þriggja stiga skotum sínum í kvöld.

Sævaldur Bjarnason er þjálfari Stjörnuliðsins og hann kom liðinu upp á sínu fyrsta ári. Stjarnan hafði verið nálægt því að komast upp undanfarin ár og meðal annars tvisvar sinnum tapað í úrslitaeinvíginu.

Njarðvík-Stjarnan 54-57 (10-13, 14-14, 14-11, 16-19)

Njarðvík: Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 12/6 fráköst, Erna Hákonardóttir 9, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 9, Andrea Björt Ólafsdóttir 7/12 fráköst/5 varin skot, Björk Gunnarsdótir 7/8 fráköst/5 stoðsendingar, Soffía Rún Skúladóttir 5/8 fráköst, Elínora Guðlaug Einarsdóttir 3, María Jónsdóttir 2.

Stjarnan: Bára Fanney Hálfdanardóttir 12/8 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 12/7 stoðsendingar, Sara Diljá Sigurðardóttir 9/10 fráköst, Helga Þorvaldsdóttir 8, Eva María Emilsdóttir 7/11 fráköst, Kristín Fjóla Reynisdóttir 5/5 fráköst, Heiðrún Ösp Hauksdóttir 2/7 fráköst/5 stoðsendingar, Guðrún Edda Sveinbjörnsdóttir 2.

Vísir/ÓskarÓ
Vísir/ÓskarÓ



Fleiri fréttir

Sjá meira


×