Sport

Síðasti bardagi Mayweather verður í september

Floyd Mayweather.
Floyd Mayweather. vísir/getty
Floyd Mayweather er búinn að ákveða hvenær hann hendir hönskunum upp í hillu.

Hans stærsti bardagi á ferlinum verður þann 2. maí er hann berst við Manny Pacquiao í Las Vegas.

Mayweather er með samning við Showtime og tveir bardagar eru eftir af þeim samningi. Bardaginn við Pacquiao og einn til.

„Síðasti bardaginn minn verður í september," sagði Mayweather á síðustu opnu æfingu sinni fyrir bardagann stóra.

„Ég nýt þess ekki eins að keppa í dag og ég gerði áður. Nú er þetta orðin viðskipti og ég er bara í vinnunni. Ég fer á æfingu og veit hvað ég þarf að gera. Einu sinni var það skemmtilegt en ég er kominn yfir það."

Ef Mayweather tekst að vinna Pacquiao þá jafnar hann met Rocky Marciano frá 1955 en Marciano vann alla 49 bardaga sína á ferlinum. Mayweather er búinn að vinna 48.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×