Handbolti

Aron einn á blaði hjá ÍBV

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron á æfingu með landsliðinu.
Aron á æfingu með landsliðinu. vísir/valli
ÍBV er í leit að þjálfara fyrir karlalið félagsins í handknattleik.

Gunnar Magnússon lét af störfum sem þjálfari félagsins er liðið féll úr leik í úrslitakeppninni á dögunum. Gunnar skilaði frábæru starfi fyrir félagið en það er handhafi beggja stóru bikaranna í dag. Gunnar er búinn að ráða sig hjá Haukum.

Eyjamenn hafa nú sett sig í samband við landsliðsþjálfarann Aron Kristjánsson.

„Við erum búnir að heyra í Aroni og láta vita af okkur," segir Arnar Pétursson hjá handknattleiksdeild ÍBV.

„Hann er sá eini sem er á blaði hjá okkur núna."

Aron er með samning við HSÍ fram á sumar en er í lausu lofti með framtíðina þar sem HSÍ er ekki búið að ákveða hvort samið verði aftur við Aron eður ei. Þjálfarinn er því í lausu lofti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×