Handbolti

Fjölnir mætir Víkingum í úrslitunum | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Facebook-síða Fjölnis
Fjölnir er kominn áfram í lokaúrslitarimmu umspilskeppni 1. deildar karla í handbolta eftir dramatískan sigur á Selfossi í kvöld, 24-23.

Þetta var oddaleikur liðanna í rimmunni en Kristján Örn Kristjánsson skoraði sigurmark Fjölnis þegar ellefu sekúndur voru eftir af leiknum. Samkvæmt heimasíðu Fjölnis voru 650 áhorfendur í Dalhúsum og fullt út að dyrum.

Árni Geir Hilmarsson fór mikinn á lokakafla leiksins en hann skoraði sjö mörk í leiknum, þar af sex síðustu mörk Selfyssinga. Það dugði þó ekki til.

Fjölnir mætir Víkingi í lokaúrslitunum og ræðst það þá hvort liðið fylgir Gróttu í Olísdeildina. Rimman hefst á mánudagskvöldið en þrjá sigra þarf til að tryggja sér úrvalsdeildarsætið.

Fjölnir - Selfoss 24-23 (13-12)

Mörk Fjölnis: Kristján Örn Kristjánsson 4, Bergur Snorrason 4, Sveinn Þorgeirsson 4, Brynjar Loftsson 4, Sigurður Guðjónsson 3, Arnar Ingi Guðmundsson 2, Breki Dagsson 1, Björgvin Páll Rúnarsson 1, Unnar Arnarsson 1.

Mörk Selfoss: Árni Geir Hilmarsson 7, Árni Guðmundsson 3, Sverrir Pálsson 3, Hörður Másson 2, Elvar Örn Jónsson 2, Matthías Örn Halldórsson 2, Teitur Örn Einarsson 2, Hergeir Grímsson 1, Alexander Egan 1.

Lokasekúndur leiksins!Vá þvílík gleði

Posted by Fjölnir handbolti on Wednesday, April 15, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×