Mercedes GT4 á að keppa við Porsche Panamera Finnur Thorlacius skrifar 16. apríl 2015 10:56 Mercedes Benz GT4 svipar nokkuð til Porsche Panamera. Mercedes Benz hefur tilkynnt um framleiðslu á þessum GT4 bíl sem keppa á við Porsche Panamera, Audi RS7 og BMW M6 Gran Coupe. Ekki verður hann ódýr frekar en samkeppnisbílarnir og mun kosta á bilinu 132.000 til 154.000 dollara, eftir útfærslum, eða 18,3 til 21,4 milljónir króna. Þessi nýi GT4 mun fá sama undirvagn og CLS-bíll Mercedes Benz en ekkert í yfirbyggingu bílsins verður þó sameiginlegt með þeim og útlitið afar ólíkt. Innblástur hins nýja GT4 kemur frá hinum tveggja sæta AMG Coupe og útlit hans mun líkara honum. Eins og á myndinni sést fær GT4 eina samfellda línu frá nefi til afturenda bílsins, ólíkt öðrum bílgerðum Mercedes Benz svo hér er komið glænýtt útlit á bíl frá þýska framleiðandanum. Framendinn er líka gerólíkur öðrum Benz bílum með gríðarstórt Panamericana grill. Skottrymi er gott í bílnum og á að taka 4 stórar ferðatöskur. Afturendinn er langur, hár og breiður og með því myndast þetta góða farangursrými. Mjög verður vandað til innréttingar bílsins og lúxus og sportlegt útlit ráðandi. Efnisval og frágangur mun slá hátt í að réttlæta Maybach merki á bílinn. Bíllinn mun fá 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum og skila frá 500 til 600 hestöflum, eftir útfærslum. Það ætti að skila bílnum úr kyrrstöðu í 100 km hraða á 3,4 sekúndum. Þarna fer því enginn letingi.Laglega hannaður bíll. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent
Mercedes Benz hefur tilkynnt um framleiðslu á þessum GT4 bíl sem keppa á við Porsche Panamera, Audi RS7 og BMW M6 Gran Coupe. Ekki verður hann ódýr frekar en samkeppnisbílarnir og mun kosta á bilinu 132.000 til 154.000 dollara, eftir útfærslum, eða 18,3 til 21,4 milljónir króna. Þessi nýi GT4 mun fá sama undirvagn og CLS-bíll Mercedes Benz en ekkert í yfirbyggingu bílsins verður þó sameiginlegt með þeim og útlitið afar ólíkt. Innblástur hins nýja GT4 kemur frá hinum tveggja sæta AMG Coupe og útlit hans mun líkara honum. Eins og á myndinni sést fær GT4 eina samfellda línu frá nefi til afturenda bílsins, ólíkt öðrum bílgerðum Mercedes Benz svo hér er komið glænýtt útlit á bíl frá þýska framleiðandanum. Framendinn er líka gerólíkur öðrum Benz bílum með gríðarstórt Panamericana grill. Skottrymi er gott í bílnum og á að taka 4 stórar ferðatöskur. Afturendinn er langur, hár og breiður og með því myndast þetta góða farangursrými. Mjög verður vandað til innréttingar bílsins og lúxus og sportlegt útlit ráðandi. Efnisval og frágangur mun slá hátt í að réttlæta Maybach merki á bílinn. Bíllinn mun fá 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum og skila frá 500 til 600 hestöflum, eftir útfærslum. Það ætti að skila bílnum úr kyrrstöðu í 100 km hraða á 3,4 sekúndum. Þarna fer því enginn letingi.Laglega hannaður bíll.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent