Matur

Gómsæt skyrkaka Evu Laufeyjar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar

Skyrkökur eru ómótstæðilegar og það sakar ekki að það tekur enga stund að setja slíka köku saman. Það þarf ekki að baka eitt né neitt. Ég byrja á því að gera botninn. Í þennan botn fer 1 ½ pakki af lu bastogne kexkökum og 150 g af bræddu smjöri.

Botn

1 pk lu bastogne kex

150 g smjör

Kexið og smjörið er maukað vel saman í matvinnsluvél. Þrýstið kexblöndunni á botninn og upp með börmunum á bökunarforminu. Geymið botninn í kælið á meðan þið útbúið fyllinguna.

Fylling

500 g vanilluskyr

3 dl rjómi

1 msk flórsykur

1 tsk vanilluduft eða paste

100 g hvítt súkkulaði, brætt

Ber og súkkulaði eftir smekk notað til að toppa 

Aðferð:

1. Léttþeytið rjóma og leggið til hliðar.

2. Hrærið skyrinu, flórsykrinum og vanillu saman í smá sund.

3. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og kælið.

4. Blandið súkkulaðinu varlega saman við skyrblönduna með sleif og bætið rjómanum saman við í lokin með sleif að sjálfsögðu.

5. Setjið skyrblönduna ofan á kexbotninn og kælið í minnsta kosti þrjár klukkustundir eða lengur. Best yfir nótt. Það er hægt að frysta þessa köku.

Skreytið kökuna að vild en mér finnst best að sáldra smá hvítu súkkulaði yfir kökuna og nokkrum jarðarberjum.


Tengdar fréttir

Eva Laufey gerir dýrindis dögurð

Býður upp á amerískar pönnukökur og tilheyrandi. Kartöfluböku með Chorizo pylsum og eggjum, bláberjasíróp, ávaxtaplatta, jógúrt og mímósu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.