Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Afturelding 25-24 | Arnór hetja ÍR Henry Birgir Gunnarsson í Austurbergi skrifar 18. apríl 2015 00:01 Arnór Freyr Stefánsson. vísir/valli ÍR jafnaði einvígið gegn Aftureldingu í dag með eins marks sigri í skrautlegum leik. Fyrri hálfleikur var eign heimamanna frá a til ö. Þeir mættu gríðarlega vel stemmdir til leiks. Spiluðu góða framliggjandi vörn þar sem vinnslan var til mikillar fyrirmyndar. Afturelding komst varla í opið skot. Þegar það gerðist þá varði Svavar Már oftar en ekki í markinu en hann var með 59 prósent markvörslu í hálfleiknum. Markvarslan hjá Aftureldinga var aftur á móti ekki nema fjögur skot eða 25 prósent. ÍR keyrði líka upp hraðann í leiknum. Gerði hraða árás við hvert tækifæri og með hverri mínútu jókst munurinn á liðunum. Þegar blásið var til leikhlés var munurinn orðinn átta mörk, 15-7, og útlitið ekki bjart fyrir gestina. Það var ekkert sem benti til annars um miðbik seinni hálfleiks en að ÍR væri að fara að valta yfir gestina. Þá náði liðið tíu marka forskoti, 22-12. Jóhann Jóhannsson, leikmaður Aftureldingar, fékk svo að líta rauða spjaldið fyrir fólskulegt brot. Mosfellingar efldust aftur á móti við mótlætið. Þjöppuðu sér saman og Davíð datt loksins í gírinn. Upphófst einhver mesta endurkoma sem maður hefur séð lengi. Afturelding fékk tækifæri til þess að jafna leikinn en Arnór Freyr Stefánsson varði skot Arnar Inga Bjarkasonar á lokasekúndunni og sá til þess að staðan í einvígi liðanna er jöfn. Virkilega sterkur sigur hjá ÍR en síðustu 15 mínútur leiksins hjá þeim er áhyggjuefni. Þá fór liðið algjörlega á taugum. Sóknarleikurinn hrundi, menn urðu hræddir og hættu að sækja. Ef Arnór hefði ekki bjargað þeim í lokin þá hefði Afturelding unnið þennan leik í framlengingu. Það var allt í tjóni hjá ÍR en þeir sluppu með skrekkinn. Markvarslan hjá þeim reið baggamuninn í þessum leik sem og frábær varnarleikur framan af. Afturelding mætti ekki til leiks fyrr en korter var eftir. Samt tókst liðinu næstum að krækja í framlengingu. Það segir sitt um styrkleika liðsins. Markvarslan vonbrigði hjá þeim en ungu mennirnir Birkir og Elvar leiddu endurkomuna sem náðist ekki að fullkomna. Þessi rimma stendur vel undir væntingum og kæmi engum á óvart ef við fengjum oddaleik.Arnór: Aldrei verið hetjan áður Arnór Freyr Stefánsson, markvörður ÍR, var að vonum brosmildur eftir að hafa bjargað sínu liði i dag. "Það var virkilega gott að verja lokaskotið. Ég held ég hafi aldrei lent í því áður að verja skot á lokasekúndunni. Tilfinningin er virkilega góð," sagði Arnór Freyr og brosti hringinn. "Varnarleikur Aftureldingar í lokin var frábær og þeir komu á okkur af fullu afli. Við unnum og það er það eina sem skiptir máli. Skiptir ekki máli hvernig eða með hve mörgum mörkum. Staðan í einvígi er 1-1. Það eru einu tölurnar sem skipta máli." Markvörðurinn átti fá svör við því hvað hefði gerst í leik hans liðs á síðustu mínútunum. "Ég veit ekki hvað gerist. Þeir hitta vissulega vel á markið og stela af okkur boltanum. Ég veit ekki hvað gerðist. Ég stend bara í búrinu. Það er mitt hlutverk."Einar Andri: Drullusvekkjandi að fá ekki framlengingu "Eins og fyrri hálfleikurinn var ömurlegur þá var seinni hálfleikurinn hjá okkur jafn frábær," sagði svekktur þjálfari Aftureldingar, Einar Andri Einarsson. "Ég verð að hrósa kjúklingunum, í orðsins fyllstu merkingu, fyrir að spila sóknarleikinn svona vel. Þeir spiluðu eins og kóngar og það var drullusvekkjandi að komast ekki í framlengingu." Einar Andri lét dómarana heyra það í leikslok en hann var ósáttur við að Arnar Birkir skildi ekki fá rautt spjald fyrir gróft brot einum fjórum sekúndum fyrir leikslok. "Dómgæslan var samt ekki vandamálið í dag. Það vorum við sjálfir," segir þjálfarinn en hvernig útskýrir hann þennan hörmulega fyrri hálfleik hjá hans liði? "Það er erfitt að útskýra hann. Það eru oft miklar sveiflur í úrslitakeppninni. Ég ætla ekki að afsaka okkur á því að við séum með ungt lið eða eitthvað svoleiðis. Við vorum búnir að vinna þrjá leiki í röð og menn héldu kannski að þeir væru betri en þeir eru og við fengum á baukinn fyrir vikið. Við verðum samt að fara yfir þetta því þessi fyrri hálfleikur er það lélegasta sem við höfum sýnt í vetur." Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
ÍR jafnaði einvígið gegn Aftureldingu í dag með eins marks sigri í skrautlegum leik. Fyrri hálfleikur var eign heimamanna frá a til ö. Þeir mættu gríðarlega vel stemmdir til leiks. Spiluðu góða framliggjandi vörn þar sem vinnslan var til mikillar fyrirmyndar. Afturelding komst varla í opið skot. Þegar það gerðist þá varði Svavar Már oftar en ekki í markinu en hann var með 59 prósent markvörslu í hálfleiknum. Markvarslan hjá Aftureldinga var aftur á móti ekki nema fjögur skot eða 25 prósent. ÍR keyrði líka upp hraðann í leiknum. Gerði hraða árás við hvert tækifæri og með hverri mínútu jókst munurinn á liðunum. Þegar blásið var til leikhlés var munurinn orðinn átta mörk, 15-7, og útlitið ekki bjart fyrir gestina. Það var ekkert sem benti til annars um miðbik seinni hálfleiks en að ÍR væri að fara að valta yfir gestina. Þá náði liðið tíu marka forskoti, 22-12. Jóhann Jóhannsson, leikmaður Aftureldingar, fékk svo að líta rauða spjaldið fyrir fólskulegt brot. Mosfellingar efldust aftur á móti við mótlætið. Þjöppuðu sér saman og Davíð datt loksins í gírinn. Upphófst einhver mesta endurkoma sem maður hefur séð lengi. Afturelding fékk tækifæri til þess að jafna leikinn en Arnór Freyr Stefánsson varði skot Arnar Inga Bjarkasonar á lokasekúndunni og sá til þess að staðan í einvígi liðanna er jöfn. Virkilega sterkur sigur hjá ÍR en síðustu 15 mínútur leiksins hjá þeim er áhyggjuefni. Þá fór liðið algjörlega á taugum. Sóknarleikurinn hrundi, menn urðu hræddir og hættu að sækja. Ef Arnór hefði ekki bjargað þeim í lokin þá hefði Afturelding unnið þennan leik í framlengingu. Það var allt í tjóni hjá ÍR en þeir sluppu með skrekkinn. Markvarslan hjá þeim reið baggamuninn í þessum leik sem og frábær varnarleikur framan af. Afturelding mætti ekki til leiks fyrr en korter var eftir. Samt tókst liðinu næstum að krækja í framlengingu. Það segir sitt um styrkleika liðsins. Markvarslan vonbrigði hjá þeim en ungu mennirnir Birkir og Elvar leiddu endurkomuna sem náðist ekki að fullkomna. Þessi rimma stendur vel undir væntingum og kæmi engum á óvart ef við fengjum oddaleik.Arnór: Aldrei verið hetjan áður Arnór Freyr Stefánsson, markvörður ÍR, var að vonum brosmildur eftir að hafa bjargað sínu liði i dag. "Það var virkilega gott að verja lokaskotið. Ég held ég hafi aldrei lent í því áður að verja skot á lokasekúndunni. Tilfinningin er virkilega góð," sagði Arnór Freyr og brosti hringinn. "Varnarleikur Aftureldingar í lokin var frábær og þeir komu á okkur af fullu afli. Við unnum og það er það eina sem skiptir máli. Skiptir ekki máli hvernig eða með hve mörgum mörkum. Staðan í einvígi er 1-1. Það eru einu tölurnar sem skipta máli." Markvörðurinn átti fá svör við því hvað hefði gerst í leik hans liðs á síðustu mínútunum. "Ég veit ekki hvað gerist. Þeir hitta vissulega vel á markið og stela af okkur boltanum. Ég veit ekki hvað gerðist. Ég stend bara í búrinu. Það er mitt hlutverk."Einar Andri: Drullusvekkjandi að fá ekki framlengingu "Eins og fyrri hálfleikurinn var ömurlegur þá var seinni hálfleikurinn hjá okkur jafn frábær," sagði svekktur þjálfari Aftureldingar, Einar Andri Einarsson. "Ég verð að hrósa kjúklingunum, í orðsins fyllstu merkingu, fyrir að spila sóknarleikinn svona vel. Þeir spiluðu eins og kóngar og það var drullusvekkjandi að komast ekki í framlengingu." Einar Andri lét dómarana heyra það í leikslok en hann var ósáttur við að Arnar Birkir skildi ekki fá rautt spjald fyrir gróft brot einum fjórum sekúndum fyrir leikslok. "Dómgæslan var samt ekki vandamálið í dag. Það vorum við sjálfir," segir þjálfarinn en hvernig útskýrir hann þennan hörmulega fyrri hálfleik hjá hans liði? "Það er erfitt að útskýra hann. Það eru oft miklar sveiflur í úrslitakeppninni. Ég ætla ekki að afsaka okkur á því að við séum með ungt lið eða eitthvað svoleiðis. Við vorum búnir að vinna þrjá leiki í röð og menn héldu kannski að þeir væru betri en þeir eru og við fengum á baukinn fyrir vikið. Við verðum samt að fara yfir þetta því þessi fyrri hálfleikur er það lélegasta sem við höfum sýnt í vetur."
Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira