Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Valur 80-77 | Valskonur sendar í sumarfrí Ingvi Þór Sæmundsson í Röstinni skrifar 1. apríl 2015 11:00 Vísir/Valli Grindavík tryggði sér fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppni Domino's deildar kvenna í körfubolta með þriggja stiga sigri, 80-77, á Val í lokaumferð deildarinnar í kvöld. Þetta var hreinn úrslitaleikur um síðasta lausa sætið í úrslitakeppninni en nú er ljóst að Grindavík verður þar á meðal þátttökuliða, ásamt Snæfelli, Keflavík og Haukum. Íslandsmeistarar Snæfells verða fyrstu mótherjar Grindavíkur í úrslitakeppninni en í hinni viðureigninni eigast Keflavík og Haukar við. Petrúnella Skúladóttir átti að öðrum ólöstuðum stærstan þátt í sigri Grindavíkur í kvöld en hún átti frábæran leik; skoraði 28 stig, tók 10 fráköst og hjálpaði sínu liði yfir erfiðustu hjallana í kvöld. Fyrsti leikhluti var jafn þrátt fyrir að heimakonur væru jafnan á undan að skora. Taleyea Mayberry fór mikinn í liði Vals og skoraði 16 af 21 stigi gestanna í 1. leikhluta en staðan að honum loknum var 23-21 Grindavík í vil. Meira jafnvægi komst á stigaskorunina hjá Val í 2. leikhluta og fleiri leikmenn létu að sér kveða í sóknarleiknum. Grindavík var þó áfram með frumkvæðið. Heimakonur voru öflugar undir körfunni og tóku mörg sóknarfráköst. Alls urðu þau 17 í kvöld. En í stöðunni 31-28, Grindavík í vil, breyttist leikurinn. Valskonur þéttu raðirnar í vörninni og frákastabaráttan jafnaðist. Í sókninni lögðu margar hönd á plóg og skotnýtingin rauk upp í samræmi við það. Valur lauk fyrri hálfleiknum með 15-8 kafla og leiddi í hálfleik, 39-43. Valskonur voru áfram með undirtökin í byrjun seinni hálfleiks og náðu mest sjö stiga forystu, 39-46. En smám saman hertu Grindavíkurkonur tökin í vörninni og stíf pressa þeirra gerði gestunum erfitt fyrir. Á sóknarhelmingnum fór Kristina King að láta meira að sér kveða og á lokamínútum 3. leikhluta fuðraði forysta Vals upp. Grindavík skoraði 12 stig gegn fjórum Valskvenna á síðustu fjórum mínútum 3. leikhluta og þegar hann var úti var staðan 57-54, heimakonum í vil. Þær létu kné fylgja kviði í upphafi 4. leikhluta og eftir sjötta þrist Petrúnellu Skúladóttur var munurinn kominn upp í sjö stig, 67-60. Valskonur voru þó ekki af baki dottnar og með mikilli baráttu náðu þær að komast aftur inn í leikinn. Ragna Margrét Brynjarsdóttir var öflug á lokakaflanum og minnkaði muninn í eitt stig, 78-77, þegar 12 sekúndur voru eftir af leiknum. Valskonur sendu King í kjölfarið á vítalínuna. Aðeins annað vítið fór ofan í og gestirnir gátu jafnað metin eða komist yfir í næstu sókn. Þær fóru snemma í skot sem geigaði, Ragna náði ekki blaka boltanum ofan í og Valskonur neyddust svo til að senda Petrúnellu á línuna. Hún kórónaði stórleik sinn með því að setja bæði vítin niður. Valur fékk fimm sekúndur til að jafna metin en lokaskot Mayberry missti marks og heimakonur fögnuðu sigrinum og sætinu í úrslitakeppninni. Petrúnella var stigahæst í liði Grindavíkur með 28 stig en King og Pálína Gunnlaugsdóttir komu næstar með 18 stig hvor. Pálína tók einnig níu fráköst og King skilaði sjö fráköstum og sjö stoðsendingum. Mayberry var stigahæst hjá gestunum með 28 stig en Ragna kom næst með 16 stig, flest þeirra í 4. leikhluta.Petrúnella: Liðinu líður greinilega vel í svona spennuleikjum Petrúnella Skúladóttir var að vonum ánægð eftir sigur Grindavíkur á Val í kvöld. "Þetta var liðssigur og það er ótrúlega gaman að vera komin í úrslitakeppnina. Við eigum greinilega heima þar fyrst við unnum þennan leik," sagði Petrúnella sem átti stórleik í liði Grindavíkur í kvöld; skoraði 28 stig og tók 10 fráköst. "Liðinu líður greinilega vel í svona spennuleikjum," sagði Petrúnella og vísaði til sigurs Grindavíkur á Keflavík í úrslitaleik bikarkeppninnar í febrúar. "Þetta gekk upp hjá mér í kvöld. Ég skaut alveg helling og það var ágætt að skila einhverjum stigum." Hún segir að Grindavíkurkonur hafi aldrei gefist upp þrátt fyrir að Valskonur væru komnar í fína stöðu á tímabili í seinni hálfleik. "Við vissum að hverju við stefndum. Það þýddi ekkert að gefast upp. Við urðum að spýta í lófana eða fara í sumarfrí. Við völdum betri kostonn," sagði Petrúnella sem er spennt fyrir einvíginu við Snæfell í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. "Þetta er besta liðið á landinu enda nýkrýndir deildarmeistarar. Það er bara spennandi og krefjandi verkefni fyrir höndum," sagði Petrúnella að endingu.Ágúst: Gátum ekki beðið um betri skot Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, var í súr í broti eftir tap Hlíðarendakvenna fyrir Grindavík í kvöld, en með sigrinum tryggðu þær gulklæddu sér sæti í úrslitakeppninni. "Þetta eru mikil vonbrigði, að ná ekki lengra á þessu tímabili. Það var vitað í upphafi móts að þetta yrði barátta fimm liða um sæti í úrslitakeppninni. Því miður sátum við eftir," sagði Ágúst. Hann sagði sóknarfráköstin hafa vegið þungt þegar uppi var staðið en Grindavík tók 17 slík og vann frákastabaráttuna í heild sinni 50-43. "Það er auðveldast að tína það út. Við fengum á okkur alltof mikið af sóknarfráköstum. "Svo klikkuðum við alltof oft á einföldum færslum í vörninni sem gerði það að verkum að þær fengu opin skot eða auðveld sniðsskot. Það var engan veginn nógu gott." Valskonur voru þó að lokum aðeins hársbreidd frá því að tryggja sér sigurinn og fengu m.a. gott tækifæri til að jafna eða komast yfir í næstsíðustu sókn sinni. "Við fengum frábæra sókn í lokin til að vinna leikinn. Gugga (Guðbjörg Sverrisdóttir) fékk galopin þrist og Ragna Margrét (Brynjarsdóttir) tók sóknarfrákast og fékk opið sniðsskot. Það er ekki að biðja um neitt betra en það. "Við hefðum kannski getað gert betur í lokasókninni en við áttum skot til að vinna leikinn," sagði Ágúst að lokum.Grindavík-Valur 80-77 (23-21, 16-22, 18-11, 23-23)Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 28/10 fráköst, Kristina King 18/7 fráköst/7 stoðsendingar, Pálína María Gunnlaugsdóttir 18/9 fráköst, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 7/6 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 4/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 3/4 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 2/5 stoðsendingar.Valur: Taleya Mayberry 28/5 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 16, Kristrún Sigurjónsdóttir 11/7 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 8/5 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 7/13 fráköst/7 stoðsendingar, Ragnheiður Benónísdóttir 7/5 fráköst.Bein textalýsing Leik lokið | 80-77 | Lokaskot Mayberry geigar. Grindavík fagnar sæti í úrslitakeppninni! 40. mín | 80-77 | Guðbjörg brennir af skoti og Ragna nær ekki að blaka frákastinu ofan í. Hún brýtur svo á Petrúnellu sem setur annað vítið ofan í. Tæpar 3 sekúndur eftir og Valur á boltann. Tímabilið er undir! 40. mín | 79-77 | Valskonur senda King á línuna. Hún setur annað vítið niður. Ágúst tekur leikhlé. 12 sekúndur eftir. Valskonur geta unnið með þristi. Þetta er ekkert eðlilega spennandi! 40. mín | 78-77 | Lilja brennir af skoti og brýtur svo á Rögnu. Hún setur bæði vítin niður eins og áðan. Aðeins eins stigs munur. 13 sekúndur eftir af leiknum. 39. mín | 76-73 | Petrúnella fær sína fjórðu villu fyrir brot á Rögnu. Hún setur bæði vítin niður. 1:20 eftir af leiknum. 38. mín | 74-69 | Ragna minnkar muninn í eitt stig af vítalínunni. Skotklukkan rennur svo út í næstu sókn Grindavíkur. Sverrir tekur leikhlé. 2:20 eftir af leiknum. 37. mín | 74-66 | Petrúnella skorar og fær víti að auki. Setur það að sjálfsögðu niður Þetta lítur ansi vel út fyrir heimakonur. 36. mín | 71-64 | Pálína eykur muninn í sjö stig. Hún er komin með 14 stig og 9 fráköst. Flott frammistaða hjá henni, eins og venjulega í stórleikjum. 35. mín | 67-62 | Tæpar sex mínútur eftir af leiknum. Munurinn er fimm stig. Valskonur þurfa að ná galdra fram sömu frammistöðu og í lok fyrri hálfleiks og byrjun þess seinni til að snúa dæminu sér í vil. 33. mín | 67-60 | Petrúnella neglir niður sínum sjötta þristi. Þvílíkur leikur hjá henni; 24 stig og 8 fráköst. 31. mín | 59-54 | King skorar fyrstu stig leikhlutans. Ágúst tekur umsvifalaust leikhlé og gargar á sínar stelpur. Sjáum hverju það skilar. Þriðja leikhluta lokið | 57-54 | Hlutirnir snerust við í 3. leikhluta sem Grindavík vann 18-11. King hefur verið að hitna og er komin með 13 stig, auk 6 stoðsendinga. Petrúnella er þó efst á blaði í stigaskorun hjá heimakonum me 18 stig. Mayberry er áfram stigahæst hjá Val með 24 stig. 28. mín | 50-50 | Pálína jafnar metin með stökkskoti. Vörn Grindavíkur er sterk þessa stundina. Heimakonur eru yfir í frákastabaráttunni 34-30. 27. mín | 48-50 | King stelur boltanum, skorar og fær víti að auki. Og nýtir það. Nú munar aðeins tveimur stigum á liðunum. 24. mín | 43-46 | Fjögur stig hjá Grindavík í röð. Spurning hvernig gestirnir svara þessu mini-áhlaupi heimakvenna. 23. mín | 39-46 | Sara er með einu körfu seinni hálfleiksins. Valskonur leiða með sjö stigum. Sóknarleikur heimakvenna er mjög stirður og tilviljanakenndur þessa stundina. Seinni hálfleikur hafinn | 39-43 | Liðin byrja seinni hálfleikinn á því að tapa boltanum á víxl. Heimakonur þurfa að fá meira framlag frá King sem er aðeins komin með 6 stig. Þá er hún búin að tapa boltanum 4 sinnum. Fyrri hálfleik lokið | 39-43 | Lokaskot Kristrúnar geigar. Sverrir ekki ánægður með að hún skyldi fá svona opið skot en sem betur fer fyrir hans konur brenndi hún af. Valskonur tóku völdin á vellinum um miðjan 2. leikhluta og luku fyrri hálfleik á 16-10 spretti. Mayberry er stigahæst Valskvenna með 18 stig en Petrúnella hefur skorað mest fyrir Grindavík, eða 13 stig. 20. mín | 37-40 | Petrúnella jafnar metin með tveimur þristum í röð. Sara kemur Val aftur yfir með þristi. Sverrir tekur leikhlé. 50 sekúndur eftir af fyrri hálfleik. Tapaðir boltar eru að stríða Grindvíkingum sem hafa glutrað boltanum frá sér 10 sinnum í fyrri hálfleik. 18. mín | 31-35 | Ragnheiður leggur boltann ofan í eftir flotta sendingu frá Söru. Valskonur eru búnar að skora sjö stig í röð. 16. mín | 31-28 | Lilja Ósk skorar eftir enn eitt sóknarfrákastið hjá Grindavík. Mayberry er stigalaus eftir að hún kom inn á. 15. mín | 27-25 | Petrúnella heggur á hnútinn og skorar þegar skotklukkan var að renna út. Grindavík er búið að taka 6 sóknarfráköst á móti þremur hjá Val. Heimakonur eru með 8 tapaða bolta gegn 7 hjá gestunum. 12. mín | 23-23 | Kristrún jafnar metin með fallegu stökkskoti. Mayberry er utan vallar þessa stundina svo aðrir leikmenn Vals verða að taka við keflinu. Fyrsta leikhluta lokið | 23-21 | Petrúnella með "og-einn" körfu. Misnotar reyndar vítaskotið. Hún er stigahæst í liði heimakvenna með 7 stig en King kemur næst með 6 stig. Mayberry hefur verið í aðalhlutverki hjá Val og er komin með 16 af 21 stigi liðsins. Ragnheiður kemur næst með 3 stig. 9. mín | 17-17 | Mayberry jafnar metin af vítalínunni. Hún er með 14 af 17 stigum Valskvenna. Þjálfararnir eru byrjaðir að hreyfa lið sín. 7. mín | 15-15 | King stelur boltanum af Söru, brunar upp og skorar. Staðan jöfn. Heimakonur eru að vinna frákastabaráttuna 10-7. 5. mín | 12-11 | Mayberry kemur Val yfir með hraðaupphlaupskörfu en Pálína svarar með þristi. 3. mín | 7-6 | Taleya Mayberry minkar muninn í eitt stig með stökkskoti. Þetta fer fjörlega af stað. Leikur hafinn | 3-0 | Petrúnella skorar fyrstu stig leiksins með skoti fyrir utan þriggja stiga línuna. Fyrir leik: Það styttist óðum í að leikurinn byrji. Liðin eru að klára upphitun og berja sig saman fyrir átökin. Fyrir leik: Liðin eru afar jöfn þegar kemur að tölfræðinni. Grindavík skorar að meðaltali 71,3 stig í leik en Valur 73,8. Grindavíkurkonur taka 44,5 fráköst að meðaltali í leik á móti 46,8 fráköstum hjá Valskonum. Sé litið á skotnýtinguna er hún 43,2% inni í teig hjá Grindavík og 38,8% hjá Val. Þriggja stiga nýtingin er 22,3% hjá Grindavík og 26,1% hjá Valskonum. Fyrir leik: Valskonur unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Haukum í síðustu umferð, 81-68, og héldu þar með vonum sínum um sæti í úrslitakeppninni á lífi. Þar á undan hafði Valsliðið tapað þremur leikjum í röð, þ.á.m. gegn botnliði Breiðabliks. Fyrir leik:Grindavík varð bikarmeistari fyrir rúmum mánuði eftir sigur á Keflavík í úrslitaleik. Síðan þá hefur gengi liðsins verið misjafnt en það er með 50% sigurhlutfall í síðustu sex leikjum sínum. Fyrir leik: Þrír aðrir leikir fara fram í Domino's deildinni í kvöld. Í Hveragerði tekur Hamar á móti Keflavík, Snæfell sækir Breiðablik heim í Smáranum og loks mætast Haukar og KR í Schenker-höllinni í Hafnarfirði. Fyrir leik: Leikurinn í kvöld er hreinn úrslitaleikur um fjórða og síðasta sætið sem er í boði í úrslitakeppninni. Grindavík er með 32 stig í 4. sæti og með með sigri tryggir liðið sér endanlega sæti í úrslitakeppninni. Valskonur eru með 30 stig í 5. sætinu. Með sigri jafna þær Grindavík að stigum og taka 4. sætið á betri árangri í innbyrðisviðureignum liðanna. Það er því allt undir í Röstinni hér í kvöld. Fyrir leik: Góða kvöldið. Hér verður fylgst með leik Grindavíkur og Vals í lokaumferð Domino's deildar kvenna í körfubolta. Dominos-deild kvenna Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Sjá meira
Grindavík tryggði sér fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppni Domino's deildar kvenna í körfubolta með þriggja stiga sigri, 80-77, á Val í lokaumferð deildarinnar í kvöld. Þetta var hreinn úrslitaleikur um síðasta lausa sætið í úrslitakeppninni en nú er ljóst að Grindavík verður þar á meðal þátttökuliða, ásamt Snæfelli, Keflavík og Haukum. Íslandsmeistarar Snæfells verða fyrstu mótherjar Grindavíkur í úrslitakeppninni en í hinni viðureigninni eigast Keflavík og Haukar við. Petrúnella Skúladóttir átti að öðrum ólöstuðum stærstan þátt í sigri Grindavíkur í kvöld en hún átti frábæran leik; skoraði 28 stig, tók 10 fráköst og hjálpaði sínu liði yfir erfiðustu hjallana í kvöld. Fyrsti leikhluti var jafn þrátt fyrir að heimakonur væru jafnan á undan að skora. Taleyea Mayberry fór mikinn í liði Vals og skoraði 16 af 21 stigi gestanna í 1. leikhluta en staðan að honum loknum var 23-21 Grindavík í vil. Meira jafnvægi komst á stigaskorunina hjá Val í 2. leikhluta og fleiri leikmenn létu að sér kveða í sóknarleiknum. Grindavík var þó áfram með frumkvæðið. Heimakonur voru öflugar undir körfunni og tóku mörg sóknarfráköst. Alls urðu þau 17 í kvöld. En í stöðunni 31-28, Grindavík í vil, breyttist leikurinn. Valskonur þéttu raðirnar í vörninni og frákastabaráttan jafnaðist. Í sókninni lögðu margar hönd á plóg og skotnýtingin rauk upp í samræmi við það. Valur lauk fyrri hálfleiknum með 15-8 kafla og leiddi í hálfleik, 39-43. Valskonur voru áfram með undirtökin í byrjun seinni hálfleiks og náðu mest sjö stiga forystu, 39-46. En smám saman hertu Grindavíkurkonur tökin í vörninni og stíf pressa þeirra gerði gestunum erfitt fyrir. Á sóknarhelmingnum fór Kristina King að láta meira að sér kveða og á lokamínútum 3. leikhluta fuðraði forysta Vals upp. Grindavík skoraði 12 stig gegn fjórum Valskvenna á síðustu fjórum mínútum 3. leikhluta og þegar hann var úti var staðan 57-54, heimakonum í vil. Þær létu kné fylgja kviði í upphafi 4. leikhluta og eftir sjötta þrist Petrúnellu Skúladóttur var munurinn kominn upp í sjö stig, 67-60. Valskonur voru þó ekki af baki dottnar og með mikilli baráttu náðu þær að komast aftur inn í leikinn. Ragna Margrét Brynjarsdóttir var öflug á lokakaflanum og minnkaði muninn í eitt stig, 78-77, þegar 12 sekúndur voru eftir af leiknum. Valskonur sendu King í kjölfarið á vítalínuna. Aðeins annað vítið fór ofan í og gestirnir gátu jafnað metin eða komist yfir í næstu sókn. Þær fóru snemma í skot sem geigaði, Ragna náði ekki blaka boltanum ofan í og Valskonur neyddust svo til að senda Petrúnellu á línuna. Hún kórónaði stórleik sinn með því að setja bæði vítin niður. Valur fékk fimm sekúndur til að jafna metin en lokaskot Mayberry missti marks og heimakonur fögnuðu sigrinum og sætinu í úrslitakeppninni. Petrúnella var stigahæst í liði Grindavíkur með 28 stig en King og Pálína Gunnlaugsdóttir komu næstar með 18 stig hvor. Pálína tók einnig níu fráköst og King skilaði sjö fráköstum og sjö stoðsendingum. Mayberry var stigahæst hjá gestunum með 28 stig en Ragna kom næst með 16 stig, flest þeirra í 4. leikhluta.Petrúnella: Liðinu líður greinilega vel í svona spennuleikjum Petrúnella Skúladóttir var að vonum ánægð eftir sigur Grindavíkur á Val í kvöld. "Þetta var liðssigur og það er ótrúlega gaman að vera komin í úrslitakeppnina. Við eigum greinilega heima þar fyrst við unnum þennan leik," sagði Petrúnella sem átti stórleik í liði Grindavíkur í kvöld; skoraði 28 stig og tók 10 fráköst. "Liðinu líður greinilega vel í svona spennuleikjum," sagði Petrúnella og vísaði til sigurs Grindavíkur á Keflavík í úrslitaleik bikarkeppninnar í febrúar. "Þetta gekk upp hjá mér í kvöld. Ég skaut alveg helling og það var ágætt að skila einhverjum stigum." Hún segir að Grindavíkurkonur hafi aldrei gefist upp þrátt fyrir að Valskonur væru komnar í fína stöðu á tímabili í seinni hálfleik. "Við vissum að hverju við stefndum. Það þýddi ekkert að gefast upp. Við urðum að spýta í lófana eða fara í sumarfrí. Við völdum betri kostonn," sagði Petrúnella sem er spennt fyrir einvíginu við Snæfell í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. "Þetta er besta liðið á landinu enda nýkrýndir deildarmeistarar. Það er bara spennandi og krefjandi verkefni fyrir höndum," sagði Petrúnella að endingu.Ágúst: Gátum ekki beðið um betri skot Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, var í súr í broti eftir tap Hlíðarendakvenna fyrir Grindavík í kvöld, en með sigrinum tryggðu þær gulklæddu sér sæti í úrslitakeppninni. "Þetta eru mikil vonbrigði, að ná ekki lengra á þessu tímabili. Það var vitað í upphafi móts að þetta yrði barátta fimm liða um sæti í úrslitakeppninni. Því miður sátum við eftir," sagði Ágúst. Hann sagði sóknarfráköstin hafa vegið þungt þegar uppi var staðið en Grindavík tók 17 slík og vann frákastabaráttuna í heild sinni 50-43. "Það er auðveldast að tína það út. Við fengum á okkur alltof mikið af sóknarfráköstum. "Svo klikkuðum við alltof oft á einföldum færslum í vörninni sem gerði það að verkum að þær fengu opin skot eða auðveld sniðsskot. Það var engan veginn nógu gott." Valskonur voru þó að lokum aðeins hársbreidd frá því að tryggja sér sigurinn og fengu m.a. gott tækifæri til að jafna eða komast yfir í næstsíðustu sókn sinni. "Við fengum frábæra sókn í lokin til að vinna leikinn. Gugga (Guðbjörg Sverrisdóttir) fékk galopin þrist og Ragna Margrét (Brynjarsdóttir) tók sóknarfrákast og fékk opið sniðsskot. Það er ekki að biðja um neitt betra en það. "Við hefðum kannski getað gert betur í lokasókninni en við áttum skot til að vinna leikinn," sagði Ágúst að lokum.Grindavík-Valur 80-77 (23-21, 16-22, 18-11, 23-23)Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 28/10 fráköst, Kristina King 18/7 fráköst/7 stoðsendingar, Pálína María Gunnlaugsdóttir 18/9 fráköst, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 7/6 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 4/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 3/4 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 2/5 stoðsendingar.Valur: Taleya Mayberry 28/5 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 16, Kristrún Sigurjónsdóttir 11/7 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 8/5 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 7/13 fráköst/7 stoðsendingar, Ragnheiður Benónísdóttir 7/5 fráköst.Bein textalýsing Leik lokið | 80-77 | Lokaskot Mayberry geigar. Grindavík fagnar sæti í úrslitakeppninni! 40. mín | 80-77 | Guðbjörg brennir af skoti og Ragna nær ekki að blaka frákastinu ofan í. Hún brýtur svo á Petrúnellu sem setur annað vítið ofan í. Tæpar 3 sekúndur eftir og Valur á boltann. Tímabilið er undir! 40. mín | 79-77 | Valskonur senda King á línuna. Hún setur annað vítið niður. Ágúst tekur leikhlé. 12 sekúndur eftir. Valskonur geta unnið með þristi. Þetta er ekkert eðlilega spennandi! 40. mín | 78-77 | Lilja brennir af skoti og brýtur svo á Rögnu. Hún setur bæði vítin niður eins og áðan. Aðeins eins stigs munur. 13 sekúndur eftir af leiknum. 39. mín | 76-73 | Petrúnella fær sína fjórðu villu fyrir brot á Rögnu. Hún setur bæði vítin niður. 1:20 eftir af leiknum. 38. mín | 74-69 | Ragna minnkar muninn í eitt stig af vítalínunni. Skotklukkan rennur svo út í næstu sókn Grindavíkur. Sverrir tekur leikhlé. 2:20 eftir af leiknum. 37. mín | 74-66 | Petrúnella skorar og fær víti að auki. Setur það að sjálfsögðu niður Þetta lítur ansi vel út fyrir heimakonur. 36. mín | 71-64 | Pálína eykur muninn í sjö stig. Hún er komin með 14 stig og 9 fráköst. Flott frammistaða hjá henni, eins og venjulega í stórleikjum. 35. mín | 67-62 | Tæpar sex mínútur eftir af leiknum. Munurinn er fimm stig. Valskonur þurfa að ná galdra fram sömu frammistöðu og í lok fyrri hálfleiks og byrjun þess seinni til að snúa dæminu sér í vil. 33. mín | 67-60 | Petrúnella neglir niður sínum sjötta þristi. Þvílíkur leikur hjá henni; 24 stig og 8 fráköst. 31. mín | 59-54 | King skorar fyrstu stig leikhlutans. Ágúst tekur umsvifalaust leikhlé og gargar á sínar stelpur. Sjáum hverju það skilar. Þriðja leikhluta lokið | 57-54 | Hlutirnir snerust við í 3. leikhluta sem Grindavík vann 18-11. King hefur verið að hitna og er komin með 13 stig, auk 6 stoðsendinga. Petrúnella er þó efst á blaði í stigaskorun hjá heimakonum me 18 stig. Mayberry er áfram stigahæst hjá Val með 24 stig. 28. mín | 50-50 | Pálína jafnar metin með stökkskoti. Vörn Grindavíkur er sterk þessa stundina. Heimakonur eru yfir í frákastabaráttunni 34-30. 27. mín | 48-50 | King stelur boltanum, skorar og fær víti að auki. Og nýtir það. Nú munar aðeins tveimur stigum á liðunum. 24. mín | 43-46 | Fjögur stig hjá Grindavík í röð. Spurning hvernig gestirnir svara þessu mini-áhlaupi heimakvenna. 23. mín | 39-46 | Sara er með einu körfu seinni hálfleiksins. Valskonur leiða með sjö stigum. Sóknarleikur heimakvenna er mjög stirður og tilviljanakenndur þessa stundina. Seinni hálfleikur hafinn | 39-43 | Liðin byrja seinni hálfleikinn á því að tapa boltanum á víxl. Heimakonur þurfa að fá meira framlag frá King sem er aðeins komin með 6 stig. Þá er hún búin að tapa boltanum 4 sinnum. Fyrri hálfleik lokið | 39-43 | Lokaskot Kristrúnar geigar. Sverrir ekki ánægður með að hún skyldi fá svona opið skot en sem betur fer fyrir hans konur brenndi hún af. Valskonur tóku völdin á vellinum um miðjan 2. leikhluta og luku fyrri hálfleik á 16-10 spretti. Mayberry er stigahæst Valskvenna með 18 stig en Petrúnella hefur skorað mest fyrir Grindavík, eða 13 stig. 20. mín | 37-40 | Petrúnella jafnar metin með tveimur þristum í röð. Sara kemur Val aftur yfir með þristi. Sverrir tekur leikhlé. 50 sekúndur eftir af fyrri hálfleik. Tapaðir boltar eru að stríða Grindvíkingum sem hafa glutrað boltanum frá sér 10 sinnum í fyrri hálfleik. 18. mín | 31-35 | Ragnheiður leggur boltann ofan í eftir flotta sendingu frá Söru. Valskonur eru búnar að skora sjö stig í röð. 16. mín | 31-28 | Lilja Ósk skorar eftir enn eitt sóknarfrákastið hjá Grindavík. Mayberry er stigalaus eftir að hún kom inn á. 15. mín | 27-25 | Petrúnella heggur á hnútinn og skorar þegar skotklukkan var að renna út. Grindavík er búið að taka 6 sóknarfráköst á móti þremur hjá Val. Heimakonur eru með 8 tapaða bolta gegn 7 hjá gestunum. 12. mín | 23-23 | Kristrún jafnar metin með fallegu stökkskoti. Mayberry er utan vallar þessa stundina svo aðrir leikmenn Vals verða að taka við keflinu. Fyrsta leikhluta lokið | 23-21 | Petrúnella með "og-einn" körfu. Misnotar reyndar vítaskotið. Hún er stigahæst í liði heimakvenna með 7 stig en King kemur næst með 6 stig. Mayberry hefur verið í aðalhlutverki hjá Val og er komin með 16 af 21 stigi liðsins. Ragnheiður kemur næst með 3 stig. 9. mín | 17-17 | Mayberry jafnar metin af vítalínunni. Hún er með 14 af 17 stigum Valskvenna. Þjálfararnir eru byrjaðir að hreyfa lið sín. 7. mín | 15-15 | King stelur boltanum af Söru, brunar upp og skorar. Staðan jöfn. Heimakonur eru að vinna frákastabaráttuna 10-7. 5. mín | 12-11 | Mayberry kemur Val yfir með hraðaupphlaupskörfu en Pálína svarar með þristi. 3. mín | 7-6 | Taleya Mayberry minkar muninn í eitt stig með stökkskoti. Þetta fer fjörlega af stað. Leikur hafinn | 3-0 | Petrúnella skorar fyrstu stig leiksins með skoti fyrir utan þriggja stiga línuna. Fyrir leik: Það styttist óðum í að leikurinn byrji. Liðin eru að klára upphitun og berja sig saman fyrir átökin. Fyrir leik: Liðin eru afar jöfn þegar kemur að tölfræðinni. Grindavík skorar að meðaltali 71,3 stig í leik en Valur 73,8. Grindavíkurkonur taka 44,5 fráköst að meðaltali í leik á móti 46,8 fráköstum hjá Valskonum. Sé litið á skotnýtinguna er hún 43,2% inni í teig hjá Grindavík og 38,8% hjá Val. Þriggja stiga nýtingin er 22,3% hjá Grindavík og 26,1% hjá Valskonum. Fyrir leik: Valskonur unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Haukum í síðustu umferð, 81-68, og héldu þar með vonum sínum um sæti í úrslitakeppninni á lífi. Þar á undan hafði Valsliðið tapað þremur leikjum í röð, þ.á.m. gegn botnliði Breiðabliks. Fyrir leik:Grindavík varð bikarmeistari fyrir rúmum mánuði eftir sigur á Keflavík í úrslitaleik. Síðan þá hefur gengi liðsins verið misjafnt en það er með 50% sigurhlutfall í síðustu sex leikjum sínum. Fyrir leik: Þrír aðrir leikir fara fram í Domino's deildinni í kvöld. Í Hveragerði tekur Hamar á móti Keflavík, Snæfell sækir Breiðablik heim í Smáranum og loks mætast Haukar og KR í Schenker-höllinni í Hafnarfirði. Fyrir leik: Leikurinn í kvöld er hreinn úrslitaleikur um fjórða og síðasta sætið sem er í boði í úrslitakeppninni. Grindavík er með 32 stig í 4. sæti og með með sigri tryggir liðið sér endanlega sæti í úrslitakeppninni. Valskonur eru með 30 stig í 5. sætinu. Með sigri jafna þær Grindavík að stigum og taka 4. sætið á betri árangri í innbyrðisviðureignum liðanna. Það er því allt undir í Röstinni hér í kvöld. Fyrir leik: Góða kvöldið. Hér verður fylgst með leik Grindavíkur og Vals í lokaumferð Domino's deildar kvenna í körfubolta.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Sjá meira