Handbolti

Björgvin markakóngur Olís-deildarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Björgvin Hólmgeirsson, markakóngur Olís-deildar karla 2014-15.
Björgvin Hólmgeirsson, markakóngur Olís-deildar karla 2014-15. vísir/andri marinó
Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, skoraði flest mörk allra í Olís-deild karla í handbolta í vetur.

Breiðhyltingurinn skoraði 168 mörk í aðeins 22 leikjum en hann missti af síðustu leikjum ÍR í deildinni vegna meiðsla. Björgvin skoraði einnig flest mörk að meðaltali í leik í vetur, eða 7,6.

Björgvin skoraði sex mörkum fleira en Eyjamaðurinn Theodór Sigurbjörnsson en næstur á blaði var annar örvhentur hornamaður, Kristján Orri Jóhannsson, leikmaður Akureyrar, sem skoraði 151 mark.

Stjörnumaðurinn Egill Magnússon var í 4. sæti á markalistanum með 137 mörk á sínu fyrsta tímabili í efstu deild.

Magnús Óli Magnússon kom þar á eftir með 135 mörk en 16 leikmenn skoruðu meira en 100 mörk í vetur. Þrír þeirra koma frá ÍR; áðurnefndur Björgvin, Arnar Birkir Hálfdánsson (117 mörk) og Sturla Ásgeirsson (105).

Theodór skoraði 162 mörk í vetur.vísir/andri marinó
Markahæstu leikmenn Olís-deildar karla í vetur:

1. Björgvin Þór Hólmgeirsson, ÍR - 168 mörk (22 leikir)

2. Thedór Sigurbjörnsson, ÍBV – 162 (27)

3. Kristján Orri Jóhannsson, Akureyri – 151 (27)

4. Egill Magnússon, Stjarnan, 137 (24)

5. Magnús Óli Magnússon, FH – 135 (26)

6. Þorgrímur Smári Ólafsson, HK 120 (27)

7. Jóhann Gunnar Einarsson, Afturelding - 118 (25)

8. Geir Guðmundsson, Valur – 117 (26)

9. Arnar Birkir Hálfdánarson – ÍR – 117 (27)

10. Garðar B. Sigurjónsson, Fram – 113 (27)

Egill skoraði 137 mörk á sínu fyrsta tímabili í efstu deild.vísir/vilhelm
11. Ásbjörn Friðriksson, FH – 110 (24)

12. Einar Sverrisson, ÍBV – 109 (27)

13. Leó Snær Pétursson, HK – 106 (26)

14. Sturla Ásgeirsson, ÍR – 105 (20)

15. Kári Kristján Kristjánsson, Valur - 104 (26)

16. Jóhann Jóhannsson, Afturelding – 101 (26)

17. Sigurður Örn Þorsteinsson, Fram – 99 (27)

18. Adam Haukur Baumruk, Haukar – 98 (24)

19. Andri Hjartar Grétarsson, Stjarnan - 96 (23)

20. Stefán Baldvin Stefánsson, Fram – 93 (25)


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×