Handbolti

Veðrið hefur mikil áhrif á úrslitakeppni handboltans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Titilvörn Eyjamanna hefst ekki fyrr en á morgun.
Titilvörn Eyjamanna hefst ekki fyrr en á morgun. Vísir/Þórdís Inga
Úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta fer ekki öll af stað í kvöld eins og áætlað var og ástæðan er slæmt veður.

Handknattleikssamband Íslands hefur nú ákveðið að fresta tveimur leikjum í átta liða úrslitunum vegna veðurs og ófærðar.

Leikirnir sem fara ekki fram í kvöld eru leikir ÍR og Akureyrar annars vegar og leikur Aftureldingar og ÍBV hins vegar.

Nýr leiktími á báða leikina er á morgun miðvikudag og hefjast þeir þá báðir kl.19.30.

Jafnframt seinkar annarri viðureign liðanna sem fram átti að fara á fimmtudaginn og verður hún á sama tíma á föstudaginn.

Tveir viðureignir fara samt af stað í kvöld en það er leikur eitt hjá Hafnarfjarðarliðunum FH og Haukum annarsvegar og leikur eitt hjá Val og Fram hinsvegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×