Ný gerð Tesla Model S Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2015 14:44 Tesla Model S 70D Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla selur nú eingöngu eina bílgerð, Tesla Model S, þótt styttast fari í útkomu Model X jepplingsins. Til eru nokkrar gerðir Model S bílsins, en nú var að bætast við ein enn. Ber hún nafnið Model S 70D. Talan 70 vísar í þau kílóvött á klukkutíma sem rafhlöður bílsins orka, en fyrri gerðir bílsins eru 60 og 85 kílóvött. Model S 70D er fjórhjóladrifinn, 329 hestöfl og kemst í 100 km hraða á 5,2 sekúndum. Bíllinn hefur hámarkshraðann 225 km/klst og drægnin er 400 kílómetrar. Verð bílsins er 75.000 dollarar, eða um 10,3 milljónir króna. Það er aðeins 5.000 dollurum meira en ódýrasta gerð Model S, með 60 kWh rafhlöðu og drifi á einum öxli. Ýmislegt meira en öflugri rafhlöður fylgja 70D bílnum umfram þann ódýrasta, þar á meðal hraðhleðslustöð. Með nýrri gerð Model S býður Tesla 3 nýja liti á bílinn, þar á meðal þenna Ocean Blue lit sem sést á myndinni, en auk hans Warm Silver og Obsidian Black. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent
Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla selur nú eingöngu eina bílgerð, Tesla Model S, þótt styttast fari í útkomu Model X jepplingsins. Til eru nokkrar gerðir Model S bílsins, en nú var að bætast við ein enn. Ber hún nafnið Model S 70D. Talan 70 vísar í þau kílóvött á klukkutíma sem rafhlöður bílsins orka, en fyrri gerðir bílsins eru 60 og 85 kílóvött. Model S 70D er fjórhjóladrifinn, 329 hestöfl og kemst í 100 km hraða á 5,2 sekúndum. Bíllinn hefur hámarkshraðann 225 km/klst og drægnin er 400 kílómetrar. Verð bílsins er 75.000 dollarar, eða um 10,3 milljónir króna. Það er aðeins 5.000 dollurum meira en ódýrasta gerð Model S, með 60 kWh rafhlöðu og drifi á einum öxli. Ýmislegt meira en öflugri rafhlöður fylgja 70D bílnum umfram þann ódýrasta, þar á meðal hraðhleðslustöð. Með nýrri gerð Model S býður Tesla 3 nýja liti á bílinn, þar á meðal þenna Ocean Blue lit sem sést á myndinni, en auk hans Warm Silver og Obsidian Black.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent