Handbolti

FH vill ekki staðfesta neitt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, fær hér að líta gula spjaldið hjá Gísla Hlyn Jóhannssyni dómara.
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, fær hér að líta gula spjaldið hjá Gísla Hlyn Jóhannssyni dómara. vísir/ernir
Formaður handknattleiksdeildar FH, Ásgeir Jónsson, vildi hvorki neita því né játa í samtali við Vísi í dag að leikmaður liðsins hefði fallið á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik ÍBV og FH þann 28. febrúar.

Ásgeir sagðist ekkert vilja tjá sig um málið yfir höfuð. Verið væri að fara yfir stöðuna í málinu og ekkert kæmi frá FH fyrr en allt lægi fyrir.

Það var Morgunblaðið sem greindi frá þessu í morgun og er umræddur leikmaður sagður hafa játað brot sitt.

Leikmaðurinn er sagður hafa notað stera og hann á því væntanlega yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann.

Aðrir leikmenn FH verða svo í eldlínunni á Ásvöllum í kvöld er þeir berjast fyrir lífi sínu í úrslitakeppni Olís-deildarinnar.

Leikurinn hefst klukkan 19.30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×