Mustang kóngur kraftabílanna Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2015 13:31 Ford Mustang. Amerísku kraftakögglarnir Ford Mustang, Chevrolet Camaro og Dodge Challenger hafa lengi barist um hylli kaupenda. Oftast hefur Ford Mustang haft yfirhöndina á hina tvo í sölu, en þó bar svo við þegar síðasta kynslóð Camaro kom á markað fyrir um 5 árum að bíllinn seldist betur en Mustang. Staðan í dag er hinsvegar sú að Ford Mustang nær hátt í samanlagða sölu Camaro og Challenger. Ford Mustang hefur selst í 29.811 eintökum á fyrstu þremur mánuðum ársins og salan vaxið um 52% frá fyrra ári. Af Camaro hafa selst 17.320 eintök og af Challenger 15.957. Sala Camaro í ár hefur minnkað um 31% og sala Challenger hefur reyndar aukist um 25%. Það sem skýrir helst góða sölu Mustang er að bíllinn er nú af nýrri kynslóð og hann hefur fengið afar góða umsögn þeirra sem prófað hafa. Stutt er í næstu kynslóð Chevrolet Camaro og þá gæti leikurinn aftur breyst. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent
Amerísku kraftakögglarnir Ford Mustang, Chevrolet Camaro og Dodge Challenger hafa lengi barist um hylli kaupenda. Oftast hefur Ford Mustang haft yfirhöndina á hina tvo í sölu, en þó bar svo við þegar síðasta kynslóð Camaro kom á markað fyrir um 5 árum að bíllinn seldist betur en Mustang. Staðan í dag er hinsvegar sú að Ford Mustang nær hátt í samanlagða sölu Camaro og Challenger. Ford Mustang hefur selst í 29.811 eintökum á fyrstu þremur mánuðum ársins og salan vaxið um 52% frá fyrra ári. Af Camaro hafa selst 17.320 eintök og af Challenger 15.957. Sala Camaro í ár hefur minnkað um 31% og sala Challenger hefur reyndar aukist um 25%. Það sem skýrir helst góða sölu Mustang er að bíllinn er nú af nýrri kynslóð og hann hefur fengið afar góða umsögn þeirra sem prófað hafa. Stutt er í næstu kynslóð Chevrolet Camaro og þá gæti leikurinn aftur breyst.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent