Sport

Eygló Ósk setti Norðurlandamet og náði fyrst allra lágmarki á ÓL 2016

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eygló Ósk með gullin níu eftir síðasta Íslandsmót.
Eygló Ósk með gullin níu eftir síðasta Íslandsmót. vísir/valli
Eygló Ósk Gústafsdóttir setti í dag Norðurlandamet í 200 metra baksundi á opna danska meistaramótinu í sundi, en keppt er í 50 metra laug.

Eygló Ósk synti á 2:09,86 mínútum en Norðurlandametið var 2:10,27 mínútur. Íslandsmetið sem hún átti sjálf var 2:10,34 mínútur.

Þetta er þriðji besti tíminn í Evrópu í ár og sá fimmti besti í heiminum, en með þessum árangri náði Eygló Ósk fyrst íslenskra íþróttamanna A-lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016. Tíminn gildir einnig sem A-lágmark á næsta heimsmeistaramót í 50 metra laug.

Eygló synti 100 metra baksund á laugardaginn og hafnaði í fjórða sæti. Þar var hún nálægt eigin Íslandsmeti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×