Mercedes-Benz GLE 17% sparneytnari Finnur Thorlacius skrifar 31. mars 2015 14:05 Mercedes Benz GLE jeppinn. Mercedes Benz hefur gert gagngerar breytingar á GLE jeppanum. Meðal þess er breyttur fram- og aftursvipur en það sem síður er sýnilegt er önnur nálgun hvað varðar útblástur og aflrásir sem setur ný viðmið í þessum flokki bíla. Yfir alla vélarlínuna fer eyðsla og CO2 losun niður um 17% að meðaltali í samanburði við fyrri gerð. ML var söluhæsti jeppi Mercedes-Benz en nú heitir hann GLE í samræmi við nýtt nafnakerfi Mercedes-Benz. GLE er nú í fyrsta sinn boðinn sem tengiltvinnbíll. Til viðbótar við sparneytna 4 strokka 204 hestafla dísilvélina í GLE 250 d og GLE 250 d 4MATIC, er í boði 258 hestafla V6 dísilvél í GLE 350 d 4MATIC með snúningsvægi upp á 620 Newton metra. Margvíslegum aðgerðum er beitt til þess að ná eldsneytisnotkuninni niður. Árangurinn er 6,4 l/100 km sem er 9% minni eldsneytisnotkun en í fyrri gerð. Strax frá markaðssetningu nýrrar GLE kynslóðar verður staðalbúnaður í öllum dísilgerðum níu þrepa 9G-TRONIC sjálfskipting. Þær verða einnig í fyrsta sinn fáanlegar með niðurfærslugír og mismunadrifslæsingu. Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
Mercedes Benz hefur gert gagngerar breytingar á GLE jeppanum. Meðal þess er breyttur fram- og aftursvipur en það sem síður er sýnilegt er önnur nálgun hvað varðar útblástur og aflrásir sem setur ný viðmið í þessum flokki bíla. Yfir alla vélarlínuna fer eyðsla og CO2 losun niður um 17% að meðaltali í samanburði við fyrri gerð. ML var söluhæsti jeppi Mercedes-Benz en nú heitir hann GLE í samræmi við nýtt nafnakerfi Mercedes-Benz. GLE er nú í fyrsta sinn boðinn sem tengiltvinnbíll. Til viðbótar við sparneytna 4 strokka 204 hestafla dísilvélina í GLE 250 d og GLE 250 d 4MATIC, er í boði 258 hestafla V6 dísilvél í GLE 350 d 4MATIC með snúningsvægi upp á 620 Newton metra. Margvíslegum aðgerðum er beitt til þess að ná eldsneytisnotkuninni niður. Árangurinn er 6,4 l/100 km sem er 9% minni eldsneytisnotkun en í fyrri gerð. Strax frá markaðssetningu nýrrar GLE kynslóðar verður staðalbúnaður í öllum dísilgerðum níu þrepa 9G-TRONIC sjálfskipting. Þær verða einnig í fyrsta sinn fáanlegar með niðurfærslugír og mismunadrifslæsingu.
Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent