Richard Branson í rafmagnsbílaslaginn Finnur Thorlacius skrifar 20. mars 2015 10:25 Richard Branson á bíl í Formula E kappakstursmótaröðinni. Viðskiptajöfurinn og ævintýramaðurinn Richard Branson er ekki einhamur maður, en hann á fyrirtæki á sviði flugs, lestarsamganga, geimferða og brátt einnig á sviði skemmtiferðaskipa. Það virðist þó ekki duga honum því á hans vegum vinnur nú hópur fólks að smíði rafmagnsbíls. Richard Branson var fyrir stuttu með einn þátttökubíla í Formula E keppninni, sem eingöngu er fyrir rafmagnsbíla. Bíll hans er ári öflugur rafmagnsbíll sem kemst á hundrað kílómetra hraða á 3 sekúndum og með hámarkshraða uppá 260km/klst. Því virðist sem þeim ætli að fjölga hratt sem vilja slást á rafmagnsbílamarkaði framtíðarinnar, en Apple og Google verða væntanlega á meðal þeirra. Það sem þessi fyrirtæki, ásamt Richard Branson, hafa framyfir marga aðra nýgræðinga á sviði rafmagnsbíla, er nægt fjármagn. Tækni Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent
Viðskiptajöfurinn og ævintýramaðurinn Richard Branson er ekki einhamur maður, en hann á fyrirtæki á sviði flugs, lestarsamganga, geimferða og brátt einnig á sviði skemmtiferðaskipa. Það virðist þó ekki duga honum því á hans vegum vinnur nú hópur fólks að smíði rafmagnsbíls. Richard Branson var fyrir stuttu með einn þátttökubíla í Formula E keppninni, sem eingöngu er fyrir rafmagnsbíla. Bíll hans er ári öflugur rafmagnsbíll sem kemst á hundrað kílómetra hraða á 3 sekúndum og með hámarkshraða uppá 260km/klst. Því virðist sem þeim ætli að fjölga hratt sem vilja slást á rafmagnsbílamarkaði framtíðarinnar, en Apple og Google verða væntanlega á meðal þeirra. Það sem þessi fyrirtæki, ásamt Richard Branson, hafa framyfir marga aðra nýgræðinga á sviði rafmagnsbíla, er nægt fjármagn.
Tækni Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent