Richard Branson í rafmagnsbílaslaginn Finnur Thorlacius skrifar 20. mars 2015 10:25 Richard Branson á bíl í Formula E kappakstursmótaröðinni. Viðskiptajöfurinn og ævintýramaðurinn Richard Branson er ekki einhamur maður, en hann á fyrirtæki á sviði flugs, lestarsamganga, geimferða og brátt einnig á sviði skemmtiferðaskipa. Það virðist þó ekki duga honum því á hans vegum vinnur nú hópur fólks að smíði rafmagnsbíls. Richard Branson var fyrir stuttu með einn þátttökubíla í Formula E keppninni, sem eingöngu er fyrir rafmagnsbíla. Bíll hans er ári öflugur rafmagnsbíll sem kemst á hundrað kílómetra hraða á 3 sekúndum og með hámarkshraða uppá 260km/klst. Því virðist sem þeim ætli að fjölga hratt sem vilja slást á rafmagnsbílamarkaði framtíðarinnar, en Apple og Google verða væntanlega á meðal þeirra. Það sem þessi fyrirtæki, ásamt Richard Branson, hafa framyfir marga aðra nýgræðinga á sviði rafmagnsbíla, er nægt fjármagn. Tækni Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent
Viðskiptajöfurinn og ævintýramaðurinn Richard Branson er ekki einhamur maður, en hann á fyrirtæki á sviði flugs, lestarsamganga, geimferða og brátt einnig á sviði skemmtiferðaskipa. Það virðist þó ekki duga honum því á hans vegum vinnur nú hópur fólks að smíði rafmagnsbíls. Richard Branson var fyrir stuttu með einn þátttökubíla í Formula E keppninni, sem eingöngu er fyrir rafmagnsbíla. Bíll hans er ári öflugur rafmagnsbíll sem kemst á hundrað kílómetra hraða á 3 sekúndum og með hámarkshraða uppá 260km/klst. Því virðist sem þeim ætli að fjölga hratt sem vilja slást á rafmagnsbílamarkaði framtíðarinnar, en Apple og Google verða væntanlega á meðal þeirra. Það sem þessi fyrirtæki, ásamt Richard Branson, hafa framyfir marga aðra nýgræðinga á sviði rafmagnsbíla, er nægt fjármagn.
Tækni Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent