Erlent

Enginn komst lífs af

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Brak vélarinnar.
Brak vélarinnar. Vísir/AFP
Engir farþegar Germanwings-vélarinnar sem fórst í Frakklandi fyrr í dag komst lífs af, samkvæmt BBC voru 150 um borð í vélinni, 144 farþegar og 6 áhafnarmeðlimir. 

Flugriti vélarinnar er fundinn, að sögn innanríkisráðherra Frakklands. Enn eru þó málsatvik óljós en vélin sendi ekki frá sér neyðarmerki. Vélin, Airbus A320 með flugnúmer 4U 9525, var á leið frá Barcelona á Spáni til Düsseldorf í Þýskalandi.

Björgunarmenn voru komnir að braki vélarinnar, sem er í um 2.000 metra hæð milli bæjanna Dinde-les-Bains og Barcelonnette, um 100 kílómetrum norður af Nice, fyrr í dag en voru kallaðir til baka eftir að tók að myrkva. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×